Fréttir

Fyrsti heimaleikur 3. flokks kvenna á föstudaginn

KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu í 3. fl. kvenna á föstudaginn kl. 17:00 í KA heimilinu.  Allir eru hvattir til að mæta og hvetja stelpurnar. Þetta verður væntanlega hörkuleikur, í liði KA/Þór eru nokkrar stúlkur sem hafa verið valdar til æfinga með unglingalandsliðum Íslands en í liði Fram eru m.a. tvær stúlkur sem hafa verið viðloðandi A-landslið kvenna.

Sveinn Elías farinn í Þór

Sóknarmaðurinn Sveinn Elías Jónsson ákvað að ganga til liðs við nágranna okkar í Þór nú á dögunum.

Kvennalið KA vann Völsung í hörkuleik

Kvennalið KA heimsótti Völsung á fimmtudaginn var í 2. deild kvenna norðurriðli. Skemmst er frá því að segja að KA liðið átti frábæran leik gegn sterku liði Völsunga og vann leikinn 2-1. (32-30,21-25,10-15).

Annar flokkur gerði jafntefli gegn Völsung

Á laugardaginn lék annar flokkur sinn fyrsta æfingaleik í vetur en nokkrum dögum áður hafði Örlygur Þór verið ráðinn þjálfari flokksins.

Samherji styrkir barna- og unglingastarf KA um 10 milljónir króna

Í dag efndi Samherji hf. til samsætis í Ketilhúsinu á Akureyri þar sem þess var minnst að 25 ár eða aldarfjórðungur er liðinn frá því að fyrirtækið var stofnað. Jafnframt var þess minnst að feður þeirra Samherjafrænda, Kristjáns og Þorsteins, tvíburabræðurnir Vilhelm og Baldvin Þorsteinssynir, hefðu orðið 80 ára á þessu ári, hefðu þeir lifað, en báðir létust þeir langt um aldur fram.

Örlygur Þór ráðinn þjálfari hjá öðrum flokki

 Í vikunni var gengið frá ráðningu Örlygs Þórs Helgasonar eða einfaldlega Ögga sem þjálfara annars flokks og mun hann strax hefja störf.

Þróttur skellti KA í seinni leiknum

KA og Þróttur spiluðu aftur í dag og voru KA menn mun betri en í gærkvöldi. Þrátt fyrir það vann Þróttur á ný, í þetta skiptið 1-3. Allt annað var að sjá til KA-manna í þessum leik en þó vantar heilmikið uppá til að rúlla upp reynslumiklu og massífu liði sem Þróttur er. Röndóttu Reykvingingarnir eru nú langefstir í deildinni en KA heldur öðru sætinu.

KA steinlá í fyrri leiknum gegn Þrótti

KA-menn áttu ekki sjö dagana sæla í kvöld þegar þeir voru flengdir harkalega af liðinu sem spilar í ljótustu búningum á landinu. Reykjavíkur-Þróttarar voru í miklum ham og rúlluðu yfir KA í þremur hrinum. Liðin eigast við aftur á morgun, laugardag og er leikurinn kl 14:00.

5 handboltastúlkur frá KA á landsliðsæfingum

Um síðustu helgi fóru 5 stúlkur frá KA á landsliðsæfingar í Reykjavík.  Þar var æft 3-4 sinnum með tveimur landsliðum. Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Sunnefa Níelsdóttir æfðu með landsliði U-17 ára og Arna Valgerður Erlingsdóttir, Emma Sardarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir æfðu með landsliði U-19 ára.  Það er frábært að svo stór hópur eigi erindi á þessar æfingar og sýnir vel gróskuna í kvennaboltanum.

Fyrri leikur KA og Þróttar Rvk. í kvöld

KA og Þróttur mætast í kvöld kl: 20:00´í fyrsta sinn í vetur en bæði liðin er taplaus í 1. deild karla og með jafn mörg stig en Þróttarar eru þó í toppsætinu með færri tapaðar hrinur. Leikurinn fer fram í KA heimilinu. Liðin mætast svo aftur á laugardag kl. 14:00 einnig í KA heimilnu.