07.01.2009
6. flokkur drengja fer í keppnisferð til Reykjavíkur helgina 23.-25. janúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar um ferðina birtast hér á heimasíðunni á næstu dögum.
Foreldrar þeirra drengja sem ekki komast með í ferðina er beðnir um að tilkynna það til þjálfara sem fyrst.
Foreldrar sem hafa áhuga á að koma með sem fararstsjórar eru beðnir um að hringja í Jóhannes Bjarnason í síma 662-3200.
Þess má geta að mánudaginn 19. janúar verður æfingamót við Þór í KA heimilinu 15:30-17:00.
06.01.2009
Í ár eru alls sjö afreksmenn frá öllum deildum félaglagsins tilnefndir. Við skulum kynnast þessu fólki aðeins nánar. Hver eru
þau og hvað hefur það gert til að verðskulda tilnefninguna?
05.01.2009
Það var stór hópur stúlkna sem mætti upp í KA heimili þriðjudaginn
30. desember til þess að spila handbolta.
Hugmyndin kom frá fyrrum þjálfara meistaraflokks kvenna, Hlyni Jóhannessyni, að meistaraflokkur kvenna léki gegn gömlum KA/Þór kempum sem eitt
sinn léku undir hans stjórn. Það skal þó tekið fram að þessar "gömlu" kempur verða seint taldar gamlar í árum en
þó töluvert eldri en núverandi meistaraflokkur.
03.01.2009
Kjöri á íþróttamanni KA verður lýst sunnudaginn 11. janúar n.k. Það er hefð að lýsa kjörinu á afmæli
félagsins eða í kringum það en félagið verður 81. árs þann 8. janúar. Aðalstjórn hefur nú tilkynnt hverjir eru
tilnefndir sem íþróttamenn KA 2008:
03.01.2009
Mánudaginn 5. janúar hefjast skipulagðar æfingar að nýju hjá meistaraflokki, í KA-heimilinu kl. 17:00. Desember var með öðru sniði en
aðrir mánuðir þar sem strákarnir fengu að æfa sjálfir eftir gefinni áætlun.
01.01.2009
29. desember fór fram
jólamót júdódeildar KA í elsta aldursflokknum. Keppendur voru á aldrinum 15-45 ára. Keppt var í tveimur flokkum karla, undir og
yfir 80 kg, og einum flokki kvenna. Um hörkumót var að ræða og er óhætt að segja að elstu þátttakendur hafi þurft að
innbyrða slatta af verkjastillandi og bólgueyðandi lyfjum dagana eftir mótið. Gömul júdókempa, Bjarni Steindórsson, tók myndir
á mótinu og er hægt að skoða þær hér.
Annars gekk mótið fyrir sig með eftirfarandi hætti:
29.12.2008
Árleg uppskeruhátíð
Íþróttaráðs Akureyrar verður Íþróttahöllinni í dag kl. 16.00. Þangað eru boðaðir allir þeir
íþróttamenn sem hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni íþróttagrein á árinu 2008, svo og þeir
íþróttamenn sem hafa verið valdir í landslið. Einnig eru sjórnarmenn velkomnir á þessa miklu hátíð. Formenn deilda KA eru
beðnir að sjá til þess að láta sitt fólk vita og fjölmenna í dag kl. 16.00
27.12.2008
Kjöri á
íþróttamanni KA verður lýst sunnudaginn 11. janúar 2009 og hefst athöfnin klukkan 14. Tilnefningar verða kynntar hér á
heimasíðunni innan fárra daga. Það var Davíð Búi Halldórsson blakmaður sem var kjörinn í fyrra en
íþróttamaður KA hefur verið kjörinn, með nokkrum undantekningum, síðan árið 1950. Hægt er að finna lista yfir alla þá
sem hlotið hafa þennan heiður með því að smella hér.
24.12.2008
Júdódeild KA vill óska landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
24.12.2008
Blakdeild KA vill óska landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.