22.01.2009
Strákarnir í öðrum flokki mæta Magna í Soccerademótinu í kvöld en Magni mun leika í 2. deild í sumar.
22.01.2009
Stelpurnar í 3. flokk mættu Fylki síðastliðinn sunnudag. Fyrir leikinn voru Fylkisstúlkur taplausar á Íslandsmótinu og sátu þar
af leiðandi í efsta sæti deildarinnar.
KA stelpur byrjuðu leikinn af miklum krafti og einbeitingin skein úr augunum á þeim. Í vörninni börðust þær eins og ljón og
sóknarlega voru þær ákveðnar og umfram allt skynsamar. Einbeiting og baráttugleði KA/ Þórs stúlkna virtist slá Fylkisstelpur alveg
út af laginu. Í hálfleik var staðan 18-13 fyrir KA/Þór og hefðu þær jafnvel getað leitt með fleiri mörkum, slíkir voru
yfirburðirnir.
22.01.2009
B liðið spilaði gegn liði Fylkis sem situr í efsta sæti deildarinnar.
B liðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr 5. flokk og því ljóst að um erfiðan leik var að ræða.
Stelpurnar létu þó finna vel fyrir sér og létu Fylki þurfa að berjast fyrir hlutunum. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum með sex
mörkum, 14-8 var allt annað að sjá til þeirra í þessum leik miðað við leikinn gegn Haukum.
22.01.2009
A lið 4. flokks spilaði gegn Gróttu3 á laugardeginum. Þetta var fyrsti heimaleikur A liðsstúlkna og einungis þriðji leikurinn þeirra í
deild.
Það er best að hafa sem fæst orð um leikinn. Sóknarlega voru stelpurnar ragar í sínum aðgerðum og langt frá sínu besta.
Stelpurnar gerðu mörg sóknarmistök og ef ekki hefði verið fyrir góða vörn og markvörslu hefði leikurinn getað endað illa. Sem betur fer
sýndu stelpurnar þó góðan karakter og kláruðu leikinn með sigri. 15-14 voru lokatölur í leik sem seint verður talinn fallegur
handboltaleikur.
21.01.2009
Dean Martin eða Dínó, spilandi þjálfari meistaraflokks, er þessa dagana staddur í Englandi þar sem hann sækir KSÍ VI
þjálfaranámskeið.
21.01.2009
Á laugardaginn sl. lék annar flokkur gegn aðalliði Þórs í Boganum en leikurinn var hluti af Soccerademótinu. KA1 sem er skipað leikmönnum
meistaraflokks átti ekki leik þessa helgina.
21.01.2009
Verkefnið Hreyfing og útivist sem fór af stað í síðustu viku. Mikil aðsókn hefur verið að námskeiðum sem að haldin hafa
verið á vegum þessa verkefnis og hafa þau mælst mjög vel fyrir. Nú er komin upp heimasíða fyrir Hreyfingu og útivist og getur
þú komist inn á hana með því að smella Hreyfing og útivist hér vinstra megin á síðunni. Þarna er hægt að finna
tímatöflu, fréttir, tilkynningar ofl. Upplýsingar munu bætast jafnt og þétt inn á síðuna. Við hvetjum að
sjálfsögðu alla að nýta sér þá frábæru kosti sem þetta verkefni býður upp á!
20.01.2009
Í dag léku stelpurnar í KA/Þór
gegn Gróttu frá Seltjarnarnesi í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Er þar skemmst frá að segja að KA/Þór fór með eins marks
sigur 22-21 eftir spennuþrungnar lokamínútur. KA/Þór stelpurnar náðu fljótlega forystunni og leiddu í hálfleik 12-11. Í seinni
hálfleik byrjuðu stelpurnar af krafti og um miðjan hálfleikinn var forysta þeirra orðin fimm mörk, 19-14.
18.01.2009
B-2 lið 4. flokks mætti Haukum í dag en sömu lið áttust við á Ásvöllum um seinustu helgi. Þrátt fyrir að liðin séu
svipuð að getu og að KA liðið væri að spila vel í þeim leik lauk honum með 8 marka sigri Hauka sem okkar mönnum fannst fá fullmikla
hjálpa frá embættismönnum handbotlalaganna í leiknum. Í dag hins vegar var þónokkuð annað uppi á teningunum en KA vann leikinn 25-23
eftir að hafa leitt mest með 6 mörkum í leiknum sem sýnir kannski hve mikinn þátt laganna verðir geta spilað í kappleikjum.
18.01.2009
/*
A-lið 4. flokks mætti Haukum í dag í KA-Heimilinu. Um seinustu helgi fóru strákarnir suður
að spila og léku þar háklassa handbolta, skemmtu sér mikið og uppskáru tvo frábæra sigra í deild. Í dag ákváðu
þeir hins vegar einhverra hluta vegna að mæta ekki til leiks með sama hugarfari og uppskáru sannfærandi tap 22-27 fyrir vikið.