Fréttir

Þór - KA2 í dag

2. flokkur leikur í dag gegn aðalliði Þórs í A-riðli Soccerademótsins. KA1 leikur ekki um helgina.

3. flokkur kvenna: Leikur á sunnudaginn

Á sunnudaginn kl.14:00 leikur 3. fl. kvenna í KA heimilinu gegn Fylki.  Þetta er seinni leikurinn gegn Fylki en sá fyrri tapaðist í október.  Fylkir er taplaust í deildinni og því í efsta sæti.  Stelpurnar í KA/Þór hafa hins vegar unnið alla þrjá heimaleiki sína og ættu því að eiga góða möguleika á að velgja Fylkisstelpunum undir uggum. 

Keppnisferð 6. flokks karla helgina 23.-25.janúar

Brottför föstudaginn 23. janúar frá KA heimili kl. 15.30 Nauðsynlegur útbúnaður: Svefnpoki/sæng, dýna, KA stuttbuxur, íþróttaskór,handklæði, föt til skiptanna.Rík áhersla er lögð á að drengirnir séu vel nestaðir en töluverður misbrestur var á því í fyrstu ferð vetrarins. Mótið hefst á föstudag en við munum ekki hefja leik fyrr en á laugardagsmorgun.

Landsliðsæfingar U17 kvenna fóru fram í vikunni

Þorlákur Árnason nýráðinn þjálfari landsliðs U17 kvenna í knattspyrnu boðaði til einnar æfingar á miðvikudaginn hér fyrir norðan þar sem hann valdi fjórtan stelpur frá Norðurlandi.

Sigur og tap í Soccerademótinu

Fyrstu leikirnir hjá KA og KA2 í Soccerademótinu fóru fram um seinustu helgi. KA-vann Völsung 3-0 en KA2 sem er skipað leikmönnum úr öðrum flokki tapaði 2-0 fyrir Tindastól.

4. flokkur karla spilar um helgina

Um helgina leikur 4. flokkur karla á Íslandsmótinu. A-lið og B-2 fá Hauka í heimsókn og spila í KA-Heimilinu. Um seinustu helgi vann A-liðið þrjá frábæra sigra, m.a. gegn Haukum, og eru vonandi komnir í gang svo um munar. B-2 eru með sex sigra í sjö leikjum í deildinni. Ljóst er að um hörkuleiki er að ræða og er eindregið hvatt til að mæta á og sjá strákana spila. A-liðið leikur á laugardag kl. 15:00 en B-liðið á sunnudag klukkan 10:00.

3. flokkur karla

Árið byrjaði vel hjá strákunum í 3. fl. um síðustu helgi er Selfyssingar voru lagðir nokkuð sannfærandi og með þeim sigri tylltu strákanir sér í efsta sæti deildarinnar.  Næstu gestir okkar koma úr Garðabænum (Stjörnumenn) og er áætlað að leikurinn hefjist kl:16.00 á laugardaginn. Viljum við hvetja alla þá sem gaman hafa á að horfa á góðan handbolta að mæta í KA-húsið á laugardag og hvetja strákana til sigurs.

Rakel Hönnudóttir Íþróttamaður Akureyrar 2008

Rakel Hönnudóttir, knattspyrnukona í Þór/KA er Íþróttamaður Akureyrar 2008. Önnur í kjörinu var Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona í Skíðafélagi Akureyrar og í þriðja sæti var Bryndís Rún Hansen, sundkona í Óðni.

Árið 2008 hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar - Annáll eftir Tryggva Gunnars

Tryggvi Gunnars fór yfir árið 2008 hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar í afmælishófinu sem haldið var þann 11. janúar s.l. Við birtum hann nú í heild sinni hér á síðunni. Annállinn er eftir Tryggva Gunnars með aðstoð félaga í aðalstjórn.

Æfingagjöld felld niður í júdó

/* Vegna rausnarlegs styrks Samherja svo og stuðnings velunnara júdódeildar KA þá eru æfingagjöld í júdó felld niður og er því frítt að æfa.  Júdódeild KA þakkar heilshugar þessum aðilum stuðninginn. Um þessar myndir æfa eru um 100 iðkendur í júdó.  Við getum hæglega tekið við mun fleiri og bjóðum við því alla velkomna.  Nú í vetur hefur verið talsvert um það að þeir sem æfðu júdó á unga aldri en hættu hafa snúið til baka.  Við skorum á fleiri að gera slíkt hið sama, við lofum að vera mjúkhentir við alla þá sem snúa til baka.