Fréttir

KA mætir Draupni á morgun

Annað kvöld mætast KA og nýstofnað lið Draupnis í Soccerademótinu en Draupnismenn hafa tapað báðum sínum leikjum meðan KA hafa unnið báða sína.

3. flokkur karla: Leikur við Fram á laugardag

Á morgun laugardag (31. jan) fá KA strákar Fram í heimsókn. Framarar hafa verið á góðu skriði upp á síðkastið á meðan KA menn töpuðu fyrir Þór á miðvikudaginn í hörku leik. Strákarnir ætla hins vegar að snúa við blaðinu á móti Fram og koma alveg trítilóðir inn í þann leik. Viljum við endilega hvetja sem flesta til að koma og horfa á strákana, þeir hafa svo sannarlega verið að gera góða hluti og eru sem stendur í öðru sæti í deildinni. Leikurinn hefst kl: 16.00 í KA heimilinu.

Knattspyrnudeild KA opnar getraunaþjónustu!

Knattspyrnudeild KA ætlar að endurvekja getraunaþjónustuna sem hefur legið niðri um nokkurt skeið. Getraunaþjónustan verður opin á föstudagskvöldum frá klukkan 20 - 22 og á laugardögum frá klukkan 12 - 13:30. Við hvetjum alla KA menn til þess að líta við í KA - heimilinu, fá sér kaffi, tippa og spjalla um enska boltan í leiðinni. Um leið viljum við benda öllum þeim sem að eru að tippa á 1x2 og Lengjunni að ef þeir setja félagsnúmer KA 600 á getraunaseðilinn þá rennur hluti af andvirði miðans til KA!

Sigur á Þór í Soccerademótinu

KA sigraði annan leikinn í röð í Soccerademótinu á mánudagskvöldið en þá léku þeir gegn annars flokks liði Þórs í Boganum.

Karen Birna æfir með U17 kvenna

Karen Birna Þorvaldsdóttir, leikmaður þriðja flokks kvenna, hefur verið boðuð á úrtaksæfingar hjá U17 ára landsliði kvenna.

Tveir frá KA á U16 úrtaksæfingar

Tveir leikmenn úr þriðja flokki karla hjá KA hafa verið valdir í úrtakshóp U16 ára landsliðs karla sem æfir tvívegis í Boganum um komandi helgi.

3. flokkur kvenna: Löng helgi - tveir sigrar

Stelpurnar í 3. flokk spiluðu 3 leiki um helgina. Tvo í deild og einn í bikar. Fyrsti leikurinn var við HK í Kaplakrika þar sem Digranes var upptekið. Leikurinn byrjaði þokkalega hjá KA/Þór stelpum og komust þær fljótt í 4-1 þó var vörnin ákaflega brothætt og var það einungis út af gríðarlega góðri markvörslu hjá Lovísu að KA/Þór náði þessu forskoti.

3. flokkur karla: Stórleikur við Þór á miðvikudag kl. 20:00

Næstkomandi miðvikudag verður sannkallaður stórleikur í íþróttahúsi Síðuskóla. Þar munu eigast við Þór og KA. Bæði lið hafa staðið sig mjög vel í deildinni í vetur og eru liðin í topp 4.  Þessi lið hafa mæst einu sinni í vetur og sýndu þar að miklir hæfileikar eru til staðar. Því viljum við hvetja alla sem vilja sjá alvöru handbolta að koma í íþróttahús Síðuskóla miðvikudaginn 28. janúar kl. 20:00.  Athugið að leiktímanum var breytt!

KA fær Akureyrarvöllinn

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt samkomulag við KA vegna notkunar og reksturs Akureyrarvallar sem fyrirhugað var að rífa fljótlega.

KA mætir Þór2 í kvöld

Í kvöld leikur KA sinn annan leik í Soccerademótinu og er andstæðingurinn annar flokkur Þórs.