26.01.2009
Á fimmtudagskvöldið sl. náði annar flokkur í sín fyrstu stig í Soccerademótinu með sigri á Magna.
25.01.2009
Helga Hansdóttir, sem vann sigur í fullorðinsflokki í gær, keppti í dag í sínum aldursflokki sem er 15-16 ára. Helga vann
yfirburðasigur og kom því heim með tvenn gullverðlaun frá mótinu. Faðir Helgu, Hans Rúnar Snorrason, kom heim með tvenn bronsverðlaun
svo óhætt er að segja að Helga hafi verið föðurbetrungur :).
25.01.2009
Bæði B-lið 4. flokks karla fylgdu fordæmi A-liðsins frá því í gær eftir og unnu bæði leiki sína gegn HK í dag. B-1
vann sannfærandi sigur 31-12 eftir að hafa verið 13-8 yfir í hálfleik. B-2 aftur á móti lentu í hörkuleik en unnu að lokum 18-17 en
liðið hafði verið mest fjórum mörkum yfir í leiknum. Góð helgi hjá 4. flokk því staðreynd.
25.01.2009
Hans Rúnar Snorrason og Helga Hansdóttir kepptu á Afmælismót Júdósambandsins sem fram fór í Reykjavík í
gær.
24.01.2009
A-lið 4. flokks karla lék í dag gegn HK í KA-Heimilinu. Um var að ræða hörkuleik þar sem KA-menn léku mjög vel og bættu leik sinn
mikið frá seinustu helgi. Þeir spiluðu góða vörn og unnu 31-26 sigur eftir að hafa verið 15-12 yfir í hálfleik. Liðið lék
mjög hraðan handbolta og fékk t.d. fjölda góðra marka úr hraðaupphlaupum sem vörnin skapaði.
23.01.2009
Nú
í hádeginu var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum Eimskipsbikars kvenna. 2. deildar lið KA/Þór dróst á
móti FH sem leikur í N1 deildinni og fær KA/Þór heimaleikinn.
Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Haukar og Stjarnan.
Leikirnir fara fram 14. - 15. febrúar.
23.01.2009
Öll þrjú lið 4. flokks karla í handbolta eiga leiki um helgina í KA-Heimilinu en HK-ingar koma norður. Fólk er eindregið hvatt til þess að
mæta en öll liðin eru að berjast á toppnum í sínum deildum og þurfa á góðum leikjum um helgina að ræða. Dagskráin
er svohljóðandi:
Laugardagur:
15:00: KA - HK (A-lið)
Sunnudagur:
10:00: KA2 - HK2 (B-lið)
11:00: KA - HK (B-lið)
23.01.2009
Næstkomandi laugardag taka strákarnir í 3. fl. á móti HK. Strákarnir hafa byrjað nýja árið vel og unnið báða leikinna til
þessa. Strákarnir hafa spilað við HK fyrir sunnan og unnu þann leik, því eiga HK menn harma að hefna. Strákarnir ætla sér
þó ekkert annað en sigur og viljum vilja því hvetja alla til að koma í KA-húsið kl: 16.10 á laugardaginn.
22.01.2009
Varnarmaðurinn Þórður Arnar Þórðarson sem kom til KA frá Þór um mitt sumar árið 2007 framlengdi samning sinn við KA á
dögunum.
22.01.2009
Andri Fannar Stefánsson og Haukur Heiðar Hauksson hafa verið valdir í æfingahóp U19 ára landsliðsins á æfingar sem fram fara um helgina
fyrir sunnan.