04.10.2008
Slóvenski varnarmaðurinn Janez Vrenko mun ekki leika með KA áfram þar sem stjórn knattspyrnudeildar KA ákvað að endurnýja ekki samninginn
við kappann.
03.10.2008
Þessa dagana er verið að móta og styrkja leikmannahópinn fyrir átök næsta sumars og liður í því er eðlilega að reyna
að halda mönnum sem fyrir eru.
01.10.2008
Arnór Egill Hallsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA. Arnór var að klára sitt síðasta tímabil í 2.
flokk nú í sumar en hann spilar venjulega sem framherji eða framliggjandi vængmaður.
01.10.2008
Fyrirliði 2. flokks KA, Magnús Blöndal hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA.
01.10.2008
KA-dómarinn Jóhannes Valgeirsson var valinn besti dómari umferða 15-22 í Landsbankadeildinni í gær þegar þessar umferðir voru gerðar
upp í höfuðstöðvum KSÍ.
01.10.2008
Föstudaginn 3. okt.
og laugardaginn 4. okt. 2008 í KA heimilinu. Á föstudegi kl. 15:00-16:00 er kynning á minnibolta (softball) sem er ætlað öllum
íþróttakennurum, en annað er frekar fyrir handboltaþjálfara.
29.09.2008
Í kvöld var dregið í bikarkeppni karla sem rétt eins og í fyrra er kennd við Eimskip. Dregið var í "beinni" útsendingu í
sjónvarpinu eins og það var kallað. 31 lið er skráð til keppni sem þýðir að í fyrstu umferð verða leiknir 15 leikir en eitt
lið, Haukar sem ríkjandi Íslandsmeistarar sitja hjá í þeirri umferð.
Það vakti nokkra athygli að lið KA var dregið upp úr Eimskipsgámnum og fékk útileik gegn FH 2. Hið rétta í
málinu að þarna gerðu HSÍ menn smávægileg mistök því liðið var skráð til keppni undir nafninu Akureyri 2
en það mun vera skipað ýmsum hetjum og má þar nefna t.d. markverðina Stefán Guðnason og Atla Ragnarsson, en væntanlega verður
fljótlega upplýst um aðra liðsmenn.
29.09.2008
Steinn Gunnarsson sem er nú genginn upp úr öðrum flokki skrifaði á dögunum undir nýjan þriggja ára samning en gildandi samningur hans var
að renna út nú í haust.
29.09.2008
Stelpurnar í 4 flokk kvenna fóru um liðna helgi suður til að spila í milliriðlum A liða. Tveir leikir voru á dagskránni og þurftu
þeir báðir að vinnast til að KA mundi spila í 1. deild í vetur.
Ferðalagið gekk vel og voru stelpurnar fljótar að koma sér fyrir í Gróttuheimilinu. Klukkan rúmlega eitt um nóttina fór
brunavarnarkerfið af stað með tilheyrandi hávaða. Athygli vekur að tvær stúlkur sváfu af sér hávaðann sem stóð yfir
í rúmt kortér!
29.09.2008
Laugardagskvöldið fyrir rúmri viku eftir sigurleikinn gegn Víkingum frá Ólafsvík hélt knattspyrnudeild KA stórglæsilegt lokahóf
á Hótel KEA.