Fréttir

Varðandi júdóæfingar.

Júdóæfingar hefjast í dag skv. æfingatöflu.  Nýliðar þurfa ekki að skrá sig, bara að mæta, ekkert óþarfa vesen.

Myndir frá ferð 4. flokks karla til Ólafsfjarðar

4. flokkur karla í handbolta fór um helgina í æfingaferð til Ólafsfjarðar. Þar var m.a. æft það sem lagt verður upp með í vetur en forkeppni fyrir Íslandsmótið er eftir tvær vikur hjá flokknum. Einnig var þetta gott tækifæri fyrir hópinn að ná enn betur saman. 27 drengir fóru í ferðina en nokkrir komust ekki með þar sem þeir voru í öðrum landshluta eða jafnvel erlendis. Ferðin heppnaðist mjög vel og verða hér birtar myndir frá ferðinni.

Handboltaáhugamenn á Akureyri - fundur mánudaginn 1. sept

Mánudaginn 1. september eru allir áhugamenn um handbolta á Akureyri boðaðir á fund sem haldinn verður í kaffiteríu Íþróttahallarinnar. Þar verður vetrarstarfið kynnt en ætlunin er að skapa skemmtilega og magnaða stemmingu í kringum heimaleiki liðsins í vetur. Á fundinum verða kynntar ýmsar hugmyndir sem uppi eru auk annarra mála sem eru í farvatninu. Upphaflega var meiningin að halda þennan fund fyrir nokkrum dögum síðan en því miður varð að fresta honum þá en nú er allt til reiðu og öruggt að af fundingum verður á mánudaginn. Allir þeir sem láta sig varða handboltann á Akureyri og eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til strákana okkar eru hvattir til að koma á fundinn og taka sem flesta með sér. Fundurinn verður eins og áður segir í Íþróttahöllinni og hefst klukkan 20:00 og í leiðinni verður hægt að kíkja á nýtt parketgólf hallarinnar en nú er verið að leggja lokahönd á lagningu þess.

Handboltamarkvörður óskast hjá 4. flokki kvenna

Nú er sú staða uppi í 4. flokk kvenna að þrátt fyrir ágætis fjölda á æfingum er engin hugrökk stúlka sem er til í að standa í markinu. Ef þú hefur áhuga á því að standa í markinu hjá 4. flokki í vetur, eða langar til að prófa, er hægt að ná af Stefáni Guðnasyni í síma 868-2396. Að sjálfsögðu er öllum sem hafa áhuga á að æfa í vetur velkomið að hafa samband og prófa að mæta á æfingar.

Gunnar og ég í Grasagarðinum, frásögn.

Þar sem að æskuvinur minn og eðal-KA-maðurinn Gunnar Níelsson hefur á heimasíðu júdódeildar vitnað í atburð sem átti sér stað í Grasagarðinum í Laugardal haustið 1997 þá telur sá er þetta ritar nauðsynlegt að segja frá þessum atburði til að eyða öllum misskilningi.  Frásögnin er eftirfarandi:

Júdómenn athugið.

Vetrarstarfið byrjar næsta mánudag.  Það eru tvær æfingar eftir í þessari viku, júdóæfing á fimmtudaginn kl. 20:00 og síðan þrekæfing í Kjarnaskógi á föstudag kl. 20:00. Það var æfing í gærkvöldi í Kjarnaskógi, mættir voru:

4. flokkur í handbolta til Ólafsfjarðar

/* Um komandi helgi er 4. flokkur karla í handbolta á leiðinni í æfingaferð til Ólafsfjarðar. Strákarnir hófu æfingar fyrir um tveimur vikum síðan og hafa í heildina rúmlega 30 strákar verið að mæta á æfingarnar. Þrátt fyrir að enn sé ágúst þá hefur mætingin aldrei farið undir tuttugu á æfingu sem er mjög gott.

Ísland - Frakkland í Nýjabíói

Leikur Íslands og Frakkalands um gullið á Ólympíuleikunum verður sýndur í Nýjabíó í fyrramálið. Leikurinn við Spán var sýndur í gær og var húsfylli og stemmingin ólýsanleg.  Húsið opnar klukkan kl 07:00 í fyrramálið og leikurinn hefst kl 07:45. Dabbi Rún bíóstjóri lofar geggjaðri stemmingu og að sjálfsögðu verður hægt að fá sér popp og kók í morgunmat. Komum öll saman og styðjum "Strákana Okkar" í fyrramálið í Nýjabíó kl 07:00 !!!!!

Umfjöllun: KA - ÍBV

Í gærkvöldi tóku KA-menn á móti toppliði deildarinnar, Eyjamönnum, á glæsilegum Akureyrarvellinum. KA-menn sýndu mikinn karakter í leiknum og uppskáru 2-1 sigur og fjórða sætið í bili.

Júdóæfingar hefjast 1. september.

Æfingatöfluna má sjá á tenglinum "Æfingatafla" hér á heimasíðunni.