28.09.2008
/*
Annað af tveimur B-liðum 4. flokks karla í handbolta lék í milliriðli í dag. Fyrir hafði liðið þegar
unnið einn leik sem telur til milliriðils. Ekki gekk nægilega vel hjá strákunum í dag og töpuðu þeir tveimur leikjum. Þeir munu
því leika í 2. deild í vetur. Það gæti hins vegar verið hið fínasta mál fyrir þá því þar ættu
þeir að fá leiki sem þeir geta fengið mikið út úr í vetur og tíma til að vinna þeim þeim hlutum sem þeir þurfa
að vinna í.
26.09.2008
Um helgina leikur 4. flokkur karla í milliriðli. Þar verður B-2 lið flokksins í eldlínunni en leikirnir munu fara fram í KA-Heimilinu á sunnudag.
Fólk er eindregið hvatt til að mæta og horfa á leikina. Dagskráin:
12:30: KA-Þróttur
14:30: KA-Grótta 2
A og B1 lið flokksins hafa þegar tryggt sér sæti í efri deild í vetur og verður gaman að sjá hvort B-2 geri það sama.
25.09.2008
- Jóhannes Valgeirsson í spjalli um dómgæsluna
Nú í sumar hafa þrír KA-menn verið í eldlínunni í Landsbankadeildinni í sumar, um er að ræða þrjá dómara,
Jóhannes Valgeirsson milliríkjadómara, Áskel Þór Gíslason aðstoðardómara og Sverri Gunnar Pálmason aðstoðardómara.
25.09.2008
Dínó var valinn í lið ársins í fyrstu deildinni af fyrirliðum og þjálfurum í deildinni en það var Fótbolti.net sem
stóð fyrir valinu.
25.09.2008
Stelpurnar í unglinga- og meistaraflokki hafa verið að æfa á fullu núna síðustu fjórar vikurnar.
Þetta árið var ákveðið að berjast markvisst gegn brottfalli stúlkna sem ganga upp úr 4. flokknum en það hefur verið ærið
vandamál síðustu árin.
Til að sporna gegn þessu vandamáli hefur verið búinn til sérstakur vettvangur fyrir þær sem vilja halda áfram að æfa handknattleik
en treysta sér ekki til að æfa á fullu eða eru á eftir þeim sterkustu í getu. Einnig er vonast til þess að þær sem hafa
hætt í gegnum árin taki fram skóna að nýju og gefi íþróttinni annan séns.
24.09.2008
Á laugardaginn sl. mættust KA-menn og Víkingar frá Ólafsvík í lokaleik sumarsins á flottum Akureyrarvellinum. Vitað var að með sigri
myndi KA gulltryggja fjórða sætið og það gerðu þeir með 1-0 sigri. Þrátt fyrir aðeins eins marks sigur spilaði KA-liðið
fínan fótbolta og óheppnin ein gerði það að verkum að mörkin urðu ekki fleiri. Umfjöllun með myndum.
22.09.2008
Stelpurnar í A liði 4. flokks fóru suður til að keppa í niðurröðunarmóti HSI um liðna helgi.
Fyrirfram var vitað að róðurinn yrði þungur enda virkilega sterkur riðill sem KA lenti í.
Fyrsti leikurinn var við FH og var fyrirfram ljóst að það yrði hörku leikur. Jafnt var á öllum tölum framan af og var staðan 8-7 fyrir FH
í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði ákaflega illa hjá KA og skoruðu FH stelpur 4 mörk gegn 1 KA marki. Þá gáfu stelpurnar
í og náðu að minnka muninn í 1 mark, 12-11 og FH manni færri og tvær og hálf mínúta eftir af leiknum.
19.09.2008
Nú þegar sumarið er farið að líða undir lok og síðasta leikur tímabilsins handan við hornið er við hæfi að heyra í
öðrum af þjálfurum liðsins, Steingrími Erni, og renna yfir farinn veg.
19.09.2008
Á laugardagskvöldið eftir leik KA og Ólafsvíkinga fer fram lokahóf knattspyrnudeildarinnar á Hótel KEA og hefst kl. 20:00.
19.09.2008
Á laugardaginn næstkomandi fá KA lið Víkings Ólafsvík í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Þetta er síðasti leikur
á þessu tímabili og hvetjum við alla KA-menn að skella sér á leikinn sem hefst klukkan 14:00. KA stuðningsmenn
ætla að hittast á Allanum klukkan 12:45. Það er frítt inn fyrir alla og vonandi að sem flestir sjái sér
fært um að mæta á þennan síðasta leik sumarsins.