Fréttir

Annar flokkur sigraði Þór 4-1

Á mánudaginn var Akureyrarslagur af bestu gerð í öðrum flokk karla á Akureyrarvellinum en leikurinn var einnig áhugaverður fyrir þær sakir að bæði lið eru að berjast í neðri hluta A-deildar og vantar sárnauðsynlega stig.

Júdóæfing 19. ágúst 2008

Mættir: Ódi, Ingþór, Hans, Aggi, Pétur. Dagsskrá æfingar:

Upphitun: KA - ÍBV

Á morgun mætir KA toppliði ÍBV á Akureyrarvelli og hefst leikurinn klukkan 18.30. KA er sem stendur í 5. sæti á meðan ÍBV vantar aðeins sex stig til að komast upp. KA-stuðningsmenn ætla að hittast á Allanum kl. 17:30 og þar verða Vinir Sagga fremstir í flokki áður en haldið verður á Akureyrarvöll.

Ungri knattspyrnukonu komið á óvart

- Rakel Hönnudóttir gefur landsliðstreyjuna sína Á laugardaginn unnu stelpurnar í sjötta flokki KA það afrek að verða Hnátumeistarar KSÍ á Norður- og Austurlandi en það var eitt atvik sem skyggði á sigurgleði stelpnanna.

U18 ára landslið karla valið - Tveir KA-menn í hópnum

Kristinn Rúnar Jónsson þjálfari U18 ára landsliðs karla hefur valið landslið sitt er tekur þátt í æfingamóti á Tékklandi í lok ágúst. KA-menn eiga tvo fulltrúa í liðinu, þá Andra Fannar Stefánsson og Hauk Heiðar Hauksson.

Hin árlegu KSÍ úrtök á Laugarvatni afstaðin

Á ári hverju stendur KSÍ fyrir úrtökumótum á Laugarvatni fyrir krakka fædda 1993 en það er skref áður en landsliðshópar eru myndaðir í þessum aldursflokki. KA átti þrjá fulltrúa, eina stelpu og tvo stráka en úrtökumótin voru ekki á sama tíma.

Umfjöllun: KS/Leiftur - KA

Á föstudagskvöldið fóru KA-menn til Siglufjarðar og léku gegn sameinuðu liði KS/Leifturs en okkar menn sigla tiltölulega lygnan sjó í efri hluta deildarinnar meðan KS/Leiftur eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Steve Maxwell sækir Júdódeild KA heim

Dagana 14. - 15. ágúst fengum við hinn þekkta Steve Maxwell í heimsókn til okkar en hann er staddur hér á Íslandi til að halda námskeið í þrek og styrktaræfingum með eigin líkamsþyngd.  Einnig kenndi hann nokkur vel valin jiu jitsu brögð í sjálfsvarnarstíl.  Óhætt er að segja að þátttakendur á námskeiðinu hjá honum hafi verið afar ánægðir með þennan mikla meistara. Steve Maxwell er tvöfaldur heimmeistari öldunga Brasilian jiu jitsu auk þess sem hann skrifað mikið um fitnes og gefið út DVD diska um fitnessþjálfun.  Fyrir þá sem vilja vita hver þessi meistari er má benda á að skrifa Steve Maxwell á www.youtube.com

Æfingarhelgi á Laugarvatni í júli 2008

Dagana 25-27 júlí voru æfingarhelgi á vegum JSÍ á Laugarvatni.   Þessa daga voru tvær júdóæfingar á dag. tvær klst. Í senn auk morgunhlaups.  Helgin gekk vel í alla staði og voru okkar þáttakendur mjög ánægðir með helgina.

Akureyrarslagur í öðrum flokki á morgun

Á morgun, mánudagskvöld, mætast KA og Þór í öðrum flokki en bæði lið eru í A-deild og er þetta fyrsti leikur þessara liða í sumar.