16.08.2008
Æfingar hjá 4. flokki karla í handbolta hófust í seinustu viku og hafa farið mjög vel af stað. Fjórar æfingar
eru búnar en 27 strákar hafa verið að mæta á æfingarnar og tekið mjög vel á því. Það er mikið gleðiefni en
flokkurinn er mjög fjölmennur og eiga þónokkrir enn eftir að bætast við þessa iðkendatölu.
15.08.2008
Í dag fer KA í erfiðan útileik gegn KS/Leiftri. Leikurinn fer fram á Siglufjarðarvelli og hefst klukkan 19.00. Allir KA menn eru eindregið hvattir til að
fara á Siglufjörð og styðja við bakið á liðinu.
15.08.2008
Á þriðjudagskvöldið tóku KA-menn á móti Njarðvík en okkar menn áttu harma að hefna eftir síðasta leik liðanna
þar sem Njarðvíkingar tóku öll þrjú stigin, fyrr í sumar.
12.08.2008
Í kvöld mætast KA og Njarðvík á Akureyrarvellinum og leikurinn hefst kl. 19:15. Í síðasta leik liðanna hirtu Njarðvíkingar
öll þrjú stigin af KA-mönnum og vonandi að strákarnir nái að taka þrjú stig í kvöld til að bæta upp fyrir
það.
12.08.2008
Það er æfing í kvöld (þriðjudag) klukkan 19:00 í KA heimilinu. Allar áhugasamar stelpur eru hvattar til að mæta en þær
sem ekki komast í dag ættu endilega að hafa samband við Stefán Guðnason í síma 8682396
12.08.2008
Æfingar eru hafnar hjá meistara- og unglingaflokki KA/Þórs í handbolta. Næstu æfingar eru í kvöld þriðjudag kl.18:30
í KA heimili og á morgun miðvikudag kl.18:30 í KA-Heimilinu.
Þjálfari hefur verið ráðinn Stefán Guðnason og honum til aðstoðar verða Jóhannes Bjarnason og Erlingur Kristjánsson.
07.08.2008
Nú rétt í þessu var að ljúka leik okkar KA manna gegn Haukum á Ásvöllum. KA og Haukar hafa mæst tvisvar á undanförnum
árum á Ásvöllum, ávallt hefur rignt og ávallt hafa bæði lið skorað sitthvort markið. Á því varð þó
ein breyting - Haukarnir skoruðu ekkert. Sigur í útileik 0-1 gegn liði sem fyrirfram mátti búast við erfiðari leik gegn.
07.08.2008
Í kvöld mætast KA-menn og Haukar á gervigrasinu að Ásvöllum í Hafnarfrði, leikurinn fer fram kl 19:15 og
hvetjum við alla KA-menn fyrir sunnan að kíkja á leikinn og styðja sína menn til sigurs.
05.08.2008
Nú er að hefjast undirbúningur hjá meistara- og unglingaflokki kvenna í handboltanum fyrir komandi tímabil. Fyrsta æfing verður
miðvikudaginn 6. ágúst kl. 18:00 í KA heimilinu.
Fljótlega verða svo settir á fastir æfingatímar. Allar nánari upplýsingar fást hjá Erlingi í síma 690-1078.
01.08.2008
Heimasíðan heyrði hljóðið í Skagamanninum Andra Júlíussyni í dag en í vikunni var ákveðið að hann kæmi til KA
á láni út tímabilið frá úrvalsdeildarliði ÍA. Andra líst vel á þessa tilbreytingu og hlakkar til að koma norður.