17.09.2008
Heimasíðunni bárust á dögunum fjölmargar myndir úr tapleik liðsins gegn Stjörnumönnum á föstudaginn sl. á gervigrasinu
í Garðabænum.
17.09.2008
Hinn feykiöflugi miðjumaður okkar manna, Arnar Már Guðjónsson, fékk á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær eins leiks
bann fyrir sex gul spjöld í sumar.
17.09.2008
Nú þegar hafa átta lið boðað komu sína á árgangamót knattspyrnudeildar KA sem haldið verður föstudaginn næstkomandi
(19.09.08).
17.09.2008
Búið er að uppfæra æfingatöflur yngri flokkanna og er hægt að skoða einstaka flokka með því að velja tengilinn Yngri flokkar vinstra megin á handboltasíðunni og síðan einstakan flokk.
Smellið hér til að sjá æfingatöfluna í heild.
16.09.2008
Vetraræfingar yngri flokka KA í knattspyrnu hefjast fimmtudaginn 2. október nk. Æft verður í Boganum. Nýir iðkendur eru sérstaklega
boðnir velkomnir á æfingar og gefst þeim kostur á að æfa án endurgjalds í október. Sem fyrr er lögð áherslu á
faglega þjálfun og að knattspyrnan er og á að vera skemmtileg.
14.09.2008
Íþróttafélögin KA – blakdeild - og UFA (Ungmennafélag Akureyrar) hafa ákveðið að taka saman höndum og bjóða upp
á íþróttaskóla í vetur fyrir krakka í 1. – 3. bekk.. Þetta er í annað sinn sem slíkt samstarf er tekið upp að
starfrækja íþróttaskóla á vegum félaganna að vetri til en veturinn 2000-2001 buðu félögin upp á
íþróttaskóla við frábærar undirtektir og mjög góða aðsókn.
14.09.2008
/*
Forkeppni 4. flokks fór fram um helgina. KA er með þrjú lið í drengjaflokki og léku þau öll um helgina.
Tvö þeirra, A-liðið og annað B-liðið (B 1), léku á Akureyri og unnu bæði riðla sína með tveimur sigrum. Hitt B-liðið (B
2) lék fyrir sunnan og vann einn af þremur leikjum sínum og mun því leika í milliriðli um næstu helgi. Glæsilegur árangur hjá
strákunum og spilamennskan hjá þeim um helgina að lang mestu leyti mjög flott.
13.09.2008
Á morgun mætast KA og Þór í öðrum flokki á KA-vellinum og hefst leikurinn kl. 14:00. Þessi leikur verður að teljast sögulegir fyrir
nokkrar sakir og vonandi mæta sem flestir til að sjá þennan erkifjendaslag.
12.09.2008
Nú í kvöld spiluðu okkar menn við Stjörnumenn á samnefndum velli í Garðabænum. Áhorfendur voru fjölmargir í góðri
aðstöðu á vellinum og týpískt haustveður var um að ræða. Aðstæður því með ágætu móti en
leikurinn varð þó heldur bragðdaufur.
Með sigri í leiknum áttu Stjörnumenn möguleika á að koma sér upp í annað sæti deildarinnar og þar með eiga enn
góðann möguleika á að fylgja ÍBV upp í efstu deild. Okkar menn höfðu hins vegar ekki að jafnmiklu að keppa þar sem möguleikar
á að komast upp sem og að falla voru úr sögunni.
Svo fór að úrslit kvöldsins voru eins hagstæð Stjörnumönnum og hægt var. Á meðan að Fjarðabyggð lagði Selfoss unnu
þeir heimasigur á okkar mönnum með marki Daníels Laxdal í lok leiks. 1-0 fyrir Stjörnuna.
11.09.2008
Breyting hefur orðið á leikjaplani fyrir forkeppni 4. flokks karla í handbolta sem fram fer í KA-Heimilinu um helgina. Eitt lið mætir ekki til leiks og leika
strákarnir alla sína leiki á laugardag.
Fólk er eindregið hvatt til þess að mæta á leikina og sjá strákana leika en þeir eru staðráðnir í að gera sitt allra
besta. Leikjaplanið er eftirfarandi:
4.fl.karla A-lið
Lau. 13.sep. klukkan 12.00 KA - Grótta
Lau. 13.sep. klukkan 13.00 KA - Selfoss
4.fl.karla B-lið Lau. 13.sep. klukkan 20.00 KA - HK
Lau. 13.sep. klukkan 21:00 KA - Fylkir