10.08.2012
Þar sem engar myndavélar voru á vellinum verða engar svipmyndir úr leiknum að þessu sinni. Hinsvegar erum við með tölfræði úr
leiknum sem sýnir nokkuð góða mynd af leiknum. Með því að smella á fréttina má sjá nánari umfjöllun um leikinn.
08.08.2012
KA tekur á móti Fjölnismönnum föstudaginn 10. ágúst kl. 18.30 á Akureyrarvelli og eru allir sannir stuðningsmenn KA hvattir til að
fjölmenna á leikinn og láta vel í sér heyra.
01.08.2012
KA mætir Víking reykjavík í kvöld klukkan 19:00 á Víkingsvelli. Sporttv.is mun bjóða uppá leikinn í beinni útsendingu en
við hvetjum alla þá sem komast á leikinn að gera sér glaðann dag og sjá okkar menn vonandi taka 3 stig af Óla Þórðar og
félögum! Fyrri leikur liðanna fór 1-1 á Akureyrarvelli í maí. Fannar Freyr og Sigurjón, nýju liðsmenn KA verða báðir
í leikmannahópnum í kvöld.
31.07.2012
Kantmaðurinn skástrik bakvörðurinn Ómar Friðriksson gekk til liðs við Magna á láni nú rétt í þessu en
lánssamningurinn gildir út tímabilið. Ómar hefur átt erfitt uppdráttar síðan í vetur vegna meiðsla og vonandi að hann
nái að hrista þau af sér hjá Magna og komi tvíefldur til leiks næsta vetur. Óskum Ómari góðs gengis!
31.07.2012
Nú þegar rúmur klukkutími er eftir af félagsskiptaglugganum höfum við KA menn bætt við okkar hóp. Skagadrengirnir Sigurjón
Guðmundsson og Fannar Freyr Gíslason hafa gengið til liðs við KA frá ÍA. Sigurjón er á leið í Háskólann á
Akureyri og stefnir því á að vera hjá KA næstu 3 árin en Fannar kemur á láni út tímabilið.
26.07.2012
Á morgun mætir KA Leikni frá Reykjavík í gríðarlega mikilvægum leik, eins og allir leikir eru þetta tímabilið. Eftir 12 leiki er KA
aðeins 6 stigum frá toppsætinu og því nóg eftir og 30 stig í pottinum. Gunnlaugur Jónsson þjálfari var bjartsýnn þegar
heimasíðan heyrði í honum í dag.
25.07.2012
KA tekur á móti Leikni R á Akureyrarvelli föstudaginn 27. júlí kl. 18.30 og eru allir KA-menn hvattir til að fjölmenna á leikinn og hvetja
strákana.
25.07.2012
Gauti Gautason, miðvörðurinn knái í þriðja flokki KA, hefur verið valinn í U-17 landsliðið sem spilar á Norðurlandamóti
pilta í Færeyjum dagana 5. til 12. ágúst nk.
24.07.2012
Íslandsmótið hjá 2.flokk er hálfnað en liðið leikur í B-deild eftir sárt fall síðasta haust, gengi liðsins hefur verið upp
og niður og liðið sýnt frábæra takta inná milli til að mynda sigraði liðið ÍR efsta lið deildarinnar þá 3-0 á
útivelli en engu að síður situr liðið í 8.sæti deildarinnar með 8 stig en 10 lið skipa deildina.
22.07.2012
Hægt er að sjá mörkin og helstu atvikin úr 5-1 sigri KA á ÍR í gær með því að smella á lesa meira