20.08.2012
KA tekur á móti Hetti frá Egilsstöðum þriðjudaginn 21. ágúst og hefst leikurinn á Akureyrarvelli kl. 18.30. KA-menn eru hvattir til að
fjölmenna á völlinn og hvetja strákana í baráttunni.
20.08.2012
Srdjan Tufegdzic og Óskar Bragason hafa lokið UEFA-A gráðu í knattspyrnuþjálfun. Brautskráningin fór fram sl. laugardag í
höfuðstöðvum KSÍ. Þessi þjálfaragráða gerir þeim félögum kleift að taka að sér þjálfun allra
flokka - frá þeim yngstu og upp í meistaraflokk. Þeim Túfa og Óskari eru færðar hamingjuóskir í tilefni af þessum góða
áfanga og væntum við mikils af þeim í þjálfun hér eftir sem hingað til.
18.08.2012
Stelpurnar í 6. flokki KA höfðu sigur í úrslitum Hnátumóts KSÍ á KA-vellinum í dag. Þær spiluðu þrjá
leiki - gegn Hetti, Fjarðabyggð/Leikni og Þór og unnu þá alla. B-liðið varð í öðru sæti á eftir Völsungi.
Þriðja liðið í B-liðum var Höttur og lauk báðum leikjum KA - gegn Völsungi og Hetti - með markalausu jafntefli. Völsungur vann hins vegar
Hött og vann því B-liðs keppnina.
14.08.2012
KA-menn fara í heimsókn til Sauðárkróks á fimmtudaginn og etja þar kappi við Tindastól. Stuðningsmenn ætla að fjölmenna
á einkabílum. Ef þig vantar far eða vilt bjóða far, hafðu þá samband við Óla Páls í síma 824 2720.
Lifum fyrir KA!
13.08.2012
Úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ í 6. flokki kvenna fyrir Norður- og Austurland verður haldin á KA-svæðinu nk. laugardag, 18.
ágúst, kl. 13-17. Leikjaplan mótsins er sem hér segir:
10.08.2012
Þar sem engar myndavélar voru á vellinum verða engar svipmyndir úr leiknum að þessu sinni. Hinsvegar erum við með tölfræði úr
leiknum sem sýnir nokkuð góða mynd af leiknum. Með því að smella á fréttina má sjá nánari umfjöllun um leikinn.
08.08.2012
KA tekur á móti Fjölnismönnum föstudaginn 10. ágúst kl. 18.30 á Akureyrarvelli og eru allir sannir stuðningsmenn KA hvattir til að
fjölmenna á leikinn og láta vel í sér heyra.
01.08.2012
KA mætir Víking reykjavík í kvöld klukkan 19:00 á Víkingsvelli. Sporttv.is mun bjóða uppá leikinn í beinni útsendingu en
við hvetjum alla þá sem komast á leikinn að gera sér glaðann dag og sjá okkar menn vonandi taka 3 stig af Óla Þórðar og
félögum! Fyrri leikur liðanna fór 1-1 á Akureyrarvelli í maí. Fannar Freyr og Sigurjón, nýju liðsmenn KA verða báðir
í leikmannahópnum í kvöld.
31.07.2012
Kantmaðurinn skástrik bakvörðurinn Ómar Friðriksson gekk til liðs við Magna á láni nú rétt í þessu en
lánssamningurinn gildir út tímabilið. Ómar hefur átt erfitt uppdráttar síðan í vetur vegna meiðsla og vonandi að hann
nái að hrista þau af sér hjá Magna og komi tvíefldur til leiks næsta vetur. Óskum Ómari góðs gengis!
31.07.2012
Nú þegar rúmur klukkutími er eftir af félagsskiptaglugganum höfum við KA menn bætt við okkar hóp. Skagadrengirnir Sigurjón
Guðmundsson og Fannar Freyr Gíslason hafa gengið til liðs við KA frá ÍA. Sigurjón er á leið í Háskólann á
Akureyri og stefnir því á að vera hjá KA næstu 3 árin en Fannar kemur á láni út tímabilið.