22.07.2012
Matus Sandor markvörður okkar KA manna náði merkis áfanga í gær þegar hann lék sinn 200. leik fyrir KA en slíkt er mjög
óalgengt á síðari tímum allavega að einn leikmaður leiki 200 leiki fyrir eitt og sama félagið hérlendis.
22.07.2012
KA tók á móti ÍR í hinu fullkomna fótboltaveðri á Akureyrarvelli í gær, skýjað, góður hiti og lítll
vindur, en það átti þó eftir að breytast. Bæði lið þurftu á sigri að halda til að koma sér frá þeim rosalega
pakka sem myndast hefur í 1.deildinni.
18.07.2012
Næsti leikur mfl. KA verður á Akureyrarvelli nk. laugardag kl. 16 þegar Breiðholtsliðið ÍR kemur í heimsókn. Þetta er fyrsti leikur
síðari umferðar 1. deildar karla og því er mótið hálfnað. KA er í sjöunda sæti með 13 stig en ÍR-ingar eru í
því sjötta með 14 stig.
17.07.2012
KA tók á móti BÍ/Bolungarvík fyrr í kvöld og lauk leik með 2-2 jafntefli. Dávid Disztl og Hallgrímur Mar skoruðu okkar mörk
en Pétur Markan bæði mörk Djúpmanna. Að neðan er hægt að sjá helstu atvikin úr leiknum.
15.07.2012
Næsit leikur meistaraflokks KA er gegn BÍ/Bolungarvík nk. þriðjudag 17. júlí kl. 18.15 á Akureyrarvelli. Ekki þarf að hafa um
það mörg orð að þessi leikur er okkur gríðarlega mikilvægur - eins og raunar hver einasti leikur í sumar - og því hvetjum við
alla stuðningsmenn okkar til þess að fjölmenna á völlinn og styðja strákana.
13.07.2012
Víkingur Ó. 0 - 1 KA
0-1 David Disztl ('54)
Það var hörkuleikur þegar Víkingur Ólafsvík fékk KA í heimsókn í fyrstu deild karla í kvöld.
07.07.2012
Við KA menn kunum að skora mörk og oftar en ekki gerum við það með stæl. Fyrra markið er mark Örn Kató Haukssonar fyrrum leikmanns KA sem
skoraði trúlega eitt það flottasta árið 2003 á KR-vellinum þegar að hann smellti boltanum uppí samúel af löngu færi.
05.07.2012
Í tilefni af N1-móti KA veitir N1, aðalstyrktaraðili mótsins, 15 krónu afslátt af eldsneyti í dag og gildir afslátturinn til
miðnættis í kvöld!
Í frétt á heimasíðu N1 segir orðrétt:
"Skipulag mótsins er til fyrirmyndar líkt og áður og gott samstarf ríkir svo sannarlega áfram á milli N1 KA manna og N1 og verður
vonandi framhald þar á.
Mótið þykir eitt besta og sterkasta mót yngri flokka drengja en þar má sjá stjörnur framtíðarinnar. Færustu leikmenn
íslandssögunnar hafa stigið sín fyrstu frægðarspor á mótinu.
Gaman er að segja frá því að mótið verður tekið upp og frumsýnt á Stöð 2 Sport fimmtudagskvöldið 12.
júlí.
Nánari upplýsingar og fréttir af mótinu má finna á http://www.ka-sport.is/n1motid/
Í tilefni N1 mótsins á Akureyri um helgina lækkar N1 verð á lítra af bensíni og díseilolíu um 15 kr. til
miðnættis í dag, 5. júlí. Bensínlítrinn kostar því 228,70 kr. á N1 í dag en lítri af díselolíu kostar
228,50 krónur. Verðlækkunin gildir til miðnættis.
04.07.2012
Bein Lýsing verður frá leik KA og Hauka í 1.deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og ef þú kemst ekki geturu hlustað á Egil
Ármann og Jón Heiðar lýsa því sem gerist. ÁFRAM KA
Live Video app for Facebook by Ustream
04.07.2012
Gestir okkar í kvöld er Haukar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar fyrrum landsliðsþjálfara.