Fréttir

Gulli Jóns: Menn þurfa að vera á tánum og tilbúnir í slaginn

Á morgun mætir KA Leikni frá Reykjavík í gríðarlega mikilvægum leik, eins og allir leikir eru þetta tímabilið. Eftir 12 leiki er KA aðeins 6 stigum frá toppsætinu og því nóg eftir og 30 stig í pottinum. Gunnlaugur Jónsson þjálfari var bjartsýnn þegar heimasíðan heyrði í honum í dag.

KA tekur á móti Leikni á föstudag

KA tekur á móti Leikni R á Akureyrarvelli föstudaginn 27. júlí kl. 18.30 og eru allir KA-menn hvattir til að fjölmenna á leikinn og hvetja strákana.

Gauti Gautason valinn í U-17 landsliðið

Gauti Gautason, miðvörðurinn knái í þriðja flokki KA, hefur verið valinn í U-17 landsliðið sem spilar á Norðurlandamóti pilta í Færeyjum dagana 5. til 12. ágúst nk.

Tímabilið hálfnað hjá 2.flokk

Íslandsmótið hjá 2.flokk er hálfnað en liðið leikur í B-deild eftir sárt fall síðasta haust, gengi liðsins hefur verið upp og niður og liðið sýnt frábæra takta inná milli til að mynda sigraði liðið ÍR efsta lið deildarinnar þá 3-0 á útivelli en engu að síður situr liðið í 8.sæti deildarinnar með 8 stig en 10 lið skipa deildina.

Svipmyndir frá stórsigri á ÍR (Myndband)

Hægt er að sjá mörkin og helstu atvikin úr 5-1 sigri KA á ÍR í gær með því að smella á lesa meira

Sandor kominn með 200 leiki fyrir KA

Matus Sandor markvörður okkar KA manna náði merkis áfanga í gær þegar hann lék sinn 200. leik fyrir KA en slíkt er mjög óalgengt á síðari tímum allavega að einn leikmaður leiki 200 leiki fyrir eitt og sama félagið hérlendis.

Umfjöllun: Stórsigur á ÍR

KA tók á móti ÍR í hinu fullkomna fótboltaveðri á Akureyrarvelli í gær, skýjað, góður hiti og lítll vindur, en það átti þó eftir að breytast. Bæði lið þurftu á sigri að halda til að koma sér frá þeim rosalega pakka sem myndast hefur í 1.deildinni.

KA - ÍR á Akureyrarvelli laugardaginn 21. júlí

Næsti leikur mfl. KA verður á Akureyrarvelli nk. laugardag kl. 16 þegar Breiðholtsliðið ÍR kemur í heimsókn. Þetta er fyrsti leikur síðari umferðar 1. deildar karla og því er mótið hálfnað. KA er í sjöunda sæti með 13 stig en ÍR-ingar eru í því sjötta með 14 stig.

Highlights: KA 2 - 2 BÍ/Bolungarvík

KA tók á móti BÍ/Bolungarvík fyrr í kvöld og lauk leik með 2-2 jafntefli. Dávid Disztl og Hallgrímur Mar skoruðu okkar mörk en Pétur Markan bæði mörk Djúpmanna. Að neðan er hægt að sjá helstu atvikin úr leiknum. 

KA tekur á móti BÍ/Bolungarvík þriðjudaginn 17. júlí kl. 18.15

Næsit leikur meistaraflokks KA er gegn BÍ/Bolungarvík nk. þriðjudag 17. júlí kl. 18.15 á Akureyrarvelli. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að þessi leikur er okkur gríðarlega mikilvægur - eins og raunar hver einasti leikur í sumar - og því hvetjum við alla stuðningsmenn okkar til þess að fjölmenna á völlinn og styðja strákana.