04.09.2012
Mikilvægasti leikur sumarsins til þessa fer fram í kvöld klukkan 18:00 þegar KA menn fara á Ásvelli og mæt heimamönnum í Haukum.
Óli Jó og lærisveinar eru í 3 sæti deildarinna með 30 stig en KA í 5.sæti með 29 stig, 6 stigum frá 2.sæti þegar 3
umferðir eru eftir. Enþá er séns á að komast upp og því gefumst við KA menn ekki upp fyrr en sénsinn er 0%! Leikurinn hefst klukkan 18:00 og
er í beinni á Sporttv.is fyrir okkur sem ekki komast en þeir sem geta mætt á völlinn, endilega fjölmennið og styðjið okkar menn til sigurs!
ÁFRAM KA!
01.09.2012
Þriðjudagurinn 4. september getur komist í sögubækurnar hjá Akureyringum. Þá eigast við Þór/KA og Selfoss í meistaraflokki
kvenna í knattspyrnu á Þórsvelli. Með sigri tryggir Þór/KA sér Íslandsmeistaratitilinn. Þetta yrði þá í
fyrsta skipti sem Akureyringar fá Íslandsmeistara í meistaraflokki kvenna í fótbolta.
31.08.2012
Með öruggum 8-0 sigri á ÍR á KA-vellinum í dag í B-deildinni í 3. flokki karla hefur KA nú unnið sér sæti í
A-deildinni í 3. flokki á næsta ári. Þessi sigur í dag þýðir að KA verður aldrei neðar en í öðru sæti
í B-deildinni þegar einn leikur er eftir - gegn Þrótti R á Akureyrarvelli nk. sunnudag. Víkingur R er hins vegar í efsta sæti í deildinni,
stigi á undan KA, á eftir að spila gegn Breiðabliki 2 á mánudag. Efsta sætið í B-deild þýðir sæti í
úrslitakeppni 3. fl. kk. Leikmönnum og þjálfurum 3. fl. kk eru sendar hamingjuóskir með frábært gengi í sumar og sæti í A-deild
Íslandsmótsins næsta sumar.
31.08.2012
Um helgina verður í mörg horn að líta hjá KA-liðum í úrslitakeppnum KSÍ. 5. flokkur kvenna spilar í A-liðum í
Fellabæ, KA 2 spilar í B-liðum í Grindavík og 5. flokkur karla spilar í B-liðum á Smárahvammsvelli. Þá spilar KA2í 4. fl.
kvk, sem lenti í öðru sæti í Norðurlandsriðli í A-liðum, við Hauka í dag á Ásvöllum í Hafnarfirð í
umspilsleik um réttinn til að spila í úrslitakeppni kvenna. KA2 er í raun B-lið, þó svo að liðið hafi spilað í
A-liða keppni í Norðurlandsriðli í sumar.
31.08.2012
Annar tveggja riðla í úrslitakeppni 4. flokks kvenna verður spilaður á KA-vellinum 7.-9. september nk. Þau fjögur lið sem mæta til leiks eru
KA, Tindastóll, Fjölnir og Breiðablik 2. Endanlegar tímasetningar leikjanna liggja ekki fyrir, en þó er ljóst að tveir leikir verða spilaðir
á föstudag, tveir og laugardag og tveir á sunnudag.
27.08.2012
Næsti leikur KA verður heimaleikur á Akureyrarvelli gegn Þrótti R föstudaginn 31. ágúst og hefst hann kl. 18:00.
24.08.2012
Stærsti Derby leikur ársins á Íslandi fer fram á morgun þegar okkar menn í KA og
við öll flykkjumst yfir Glerána og hópum okkur saman á Þórsvellinum og aðstoðum okkar menn í að kreista fram 3 stig gegn erkifjendunum
í Þór.
24.08.2012
Á morgun er seinni helmingur í baráttunni um Akureyri en þá förum við KA menn í heimsókn í Þorpið og spilum okkar seinni leik
gegn Þórsurum. Allir vita hvernig fyrri leikurinn fór, þar sem við unnum glæsilegan sigur einum manni færri. Strákarnir í liðinu ætla
ekkert að gefa eftir í seinni leiknum og ætla að klára baráttuna um Akureyri með stæl. Það ætla stuðningsmenn KA einnig að gera en
á morgun kl. 15 mun hefjast fjölskyldugleði í KA heimilinu þar sem öllum KA mönnum, ungum sem öldnum, verður boðið að koma og hrista sig
saman fyrir leik.
23.08.2012
„Menn eru að þjappa sér
saman, það er meiri stemning á æfingum og meiri leikgleði inni á vellinum,“
segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari m.fl. KA um stemninguna í hópnum. Hann og
liðið sjálft kalla eftir frekari stuðningi frá KA'fólki í komandi leikjum. „Mér finnst að fólk þurfi að þjappa sér betur á bakvið liðið,“ segir
Gunnlaugur. Sjáið viðtal sem tekið var við hann í dag með því að smella á „Lesa meira“.
22.08.2012
3.fl. karla komst í kvöld í úrslit bikarkeppninnar á Norðausturlandi. Strákarnir unnu Þór í fyrri
undanúrslitaleiknum 1-4 og seinni leikinn í dag, sem fram fór á Akureyrarvelli, 10-1. Samanlögð markatala er því 14-2.