Fréttir

KA - Þróttur R á Akureyrarvelli föstudaginn 31. ágúst

Næsti leikur KA verður heimaleikur á Akureyrarvelli gegn Þrótti R föstudaginn 31. ágúst og hefst hann kl. 18:00.

Upphitun: Leikur ársins á Þórsvelli á morgun! MÆTUM GUL OG GLÖÐ!

Stærsti Derby leikur ársins á Íslandi fer fram á morgun þegar okkar menn í KA og við öll flykkjumst yfir Glerána og hópum okkur saman á Þórsvellinum og aðstoðum okkar menn í að kreista fram 3 stig gegn erkifjendunum í Þór.

Fjölskyldugleði í KA heimilinu á morgun - baráttan um Akureyri heldur áfram!

Á morgun er seinni helmingur í baráttunni um Akureyri en þá förum við KA menn í heimsókn í Þorpið og spilum okkar seinni leik gegn Þórsurum. Allir vita hvernig fyrri leikurinn fór, þar sem við unnum glæsilegan sigur einum manni færri. Strákarnir í liðinu ætla ekkert að gefa eftir í seinni leiknum og ætla að klára baráttuna um Akureyri með stæl. Það ætla stuðningsmenn KA einnig að gera en á morgun kl. 15 mun hefjast fjölskyldugleði í KA heimilinu þar sem öllum KA mönnum, ungum sem öldnum, verður boðið að koma og hrista sig saman fyrir leik.

Ákall til stuðningsmanna KA: „Fólk verður að þjappa sér betur saman í kringum liðið.“ (Viðtal)

 „Menn eru að þjappa sér saman, það er meiri stemning á æfingum og meiri leikgleði inni á vellinum,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari m.fl. KA um stemninguna í hópnum. Hann og liðið sjálft kalla eftir frekari stuðningi frá KA'fólki í komandi leikjum. „Mér finnst að fólk þurfi að þjappa sér betur á bakvið liðið,“ segir Gunnlaugur. Sjáið viðtal sem tekið var við hann í dag með því að smella á „Lesa meira“.

3. fl. karla í úrslit eftir 10-1 sigur á Þór

3.fl. karla komst í kvöld í úrslit bikarkeppninnar á Norðausturlandi. Strákarnir unnu Þór í fyrri undanúrslitaleiknum 1-4 og seinni leikinn í dag, sem fram fór á Akureyrarvelli, 10-1. Samanlögð markatala er því 14-2.

KA - Höttur þriðjudag kl. 18.30

KA tekur á móti Hetti frá Egilsstöðum þriðjudaginn 21. ágúst og hefst leikurinn á Akureyrarvelli kl. 18.30. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja strákana í baráttunni.

Túfa og Óskar Bragason útskrifaðir með UEFA-A gráðu í knattspyrnuþjálfun

Srdjan Tufegdzic og Óskar Bragason hafa lokið UEFA-A gráðu í knattspyrnuþjálfun. Brautskráningin fór fram sl. laugardag í höfuðstöðvum KSÍ. Þessi þjálfaragráða gerir þeim félögum kleift að taka að sér þjálfun allra flokka - frá þeim yngstu og upp í meistaraflokk. Þeim Túfa og Óskari eru færðar hamingjuóskir í tilefni af þessum góða áfanga og væntum við mikils af þeim í þjálfun hér eftir sem hingað til.

A-lið KA Hnátumótsmeistarar KSÍ 2012!

Stelpurnar í 6. flokki KA höfðu sigur í úrslitum Hnátumóts KSÍ á KA-vellinum í dag. Þær spiluðu þrjá leiki - gegn Hetti, Fjarðabyggð/Leikni og Þór og unnu þá alla. B-liðið varð í öðru sæti á eftir Völsungi. Þriðja liðið í B-liðum var Höttur og lauk báðum leikjum KA - gegn Völsungi og Hetti - með markalausu jafntefli. Völsungur vann hins vegar Hött og vann því B-liðs keppnina.

Tindastóll - KA á fimmtudaginn

KA-menn fara í heimsókn til Sauðárkróks á fimmtudaginn og etja þar kappi við Tindastól. Stuðningsmenn ætla að fjölmenna á einkabílum. Ef þig vantar far eða vilt bjóða far, hafðu þá samband við Óla Páls í síma 824 2720. Lifum fyrir KA!

Úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ í 6. fl. kvk á KA-svæðinu á laugardag

Úrslitakeppni Hnátumóts KSÍ í 6. flokki kvenna fyrir Norður- og Austurland verður haldin á KA-svæðinu nk. laugardag, 18. ágúst, kl. 13-17. Leikjaplan mótsins er sem hér segir: