Fréttir

Umfjöllun: KA sigraði í Ólafsvík

Víkingur Ó. 0 - 1 KA  0-1 David Disztl ('54) Það var hörkuleikur þegar Víkingur Ólafsvík fékk KA í heimsókn í fyrstu deild karla í kvöld. 

Tvö frábær KA mörk! (myndbönd)

Við KA menn kunum að skora mörk og oftar en ekki gerum við það með stæl. Fyrra markið er mark Örn Kató Haukssonar fyrrum leikmanns KA sem skoraði trúlega eitt það flottasta árið 2003 á KR-vellinum þegar að hann smellti boltanum uppí samúel af löngu færi.

N1 veitir 15 króna afslátt af eldsneyti í dag í tilefni af N1-móti KA!!

Í tilefni af N1-móti KA veitir N1, aðalstyrktaraðili mótsins, 15 krónu afslátt af eldsneyti í dag og gildir afslátturinn til miðnættis í kvöld! Í frétt á heimasíðu N1 segir orðrétt: "Skipulag mótsins er til fyrirmyndar líkt og áður og gott samstarf ríkir svo sannarlega áfram á milli N1 KA manna og N1 og verður vonandi framhald þar á. Mótið þykir eitt besta og sterkasta mót yngri flokka drengja en þar má sjá stjörnur framtíðarinnar. Færustu leikmenn íslandssögunnar hafa stigið sín fyrstu frægðarspor á mótinu. Gaman er að segja frá því að mótið verður tekið upp og frumsýnt á Stöð 2 Sport fimmtudagskvöldið  12. júlí. Nánari upplýsingar og fréttir af mótinu má finna á http://www.ka-sport.is/n1motid/ Í tilefni N1 mótsins á Akureyri um helgina lækkar N1 verð á lítra af bensíni og díseilolíu um 15 kr. til miðnættis í dag, 5. júlí. Bensínlítrinn kostar því 228,70 kr. á N1 í dag en lítri af díselolíu kostar 228,50 krónur. Verðlækkunin gildir til miðnættis.

Bein Lýsing: KA - Haukar frá 19:25 í kvöld

Bein Lýsing verður frá leik KA og Hauka í 1.deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og ef þú kemst ekki geturu hlustað á Egil Ármann og Jón Heiðar lýsa því sem gerist. ÁFRAM KA Live Video app for Facebook by Ustream

Stórleikur í kvöld.

Gestir okkar í kvöld er Haukar undir stjórn Ólafs Jóhannessonar fyrrum landsliðsþjálfara.

Myndir: KA 2-3 Grindavík

KA tapaði 2-3 gegn Grindavík á mánudaginn eftir frábæra frammistöðu en hún dugði ekki til og KA féll útúr Borgunarbikarnum en með sæmd þó. Þórir Tryggva var að sjálfsögðu á vellinum og tók frábærar myndir Sjá myndir hér

16 liða úrslit í Borgunarbikarnum: KA - Grindavík

Næst leikur mfl. KA verður mánudaginn 25. júní kl. 18:00 á Akureyrarvelli þegar Grindvíkingar koma í heimsókn í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er leikur þar sem ekkert verður gefið eftir á báða bóga. KA-menn hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í 1. deildinni, en unnu góðan sigur á Þór sl. fimmtudagskvöld. Grindavík með Guðjón Þórðarson í brúnni hefur verið í töluverðu basli í upphafi móts og þar á bæ horfa menn örugglega til þess að komast í 8 liða úrslit bikarsins. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs. Minnt er á að ársmiðar gilda ekki á leiki í Borgunarbikarnum.

Highlights: KA 3-2 Þór

Okkar menn unnu frábæran sigur á Þórsurum í gærkvöldi 3-2 og stimplaði Darren Lough sig heldur betur inn í klúbbinn með frábæru skallamarki á 89. mínútu sem tryggði KA sigurinn. Hérna er hægt að sjá mörkin úr leiknum og helstu atvikin. Björgvin Kolbeinsson og Atli Fannar tóku upp ásamt Jóhanni Má sem klippti einnig saman.

Arsenalskólinn: Myndir, video og annað inna facebook

Hérna fyrir neðan er linkur inná facebooksíðu Arsenalskólans en þar er búið að smella inn fullt af myndum og einnig nokkurm myndböndum. Arsenalskólinn á facebook Endilega like-a síðuna

Leikdagur: Menn spá í spilin

Eins og allir ættu að vita er KA Þór í kvöld og ég fékk nokkra KA menn og ritsjóra Fótbolta.net til að spá í leikinn, þetta eru menn í betri kanntinum en meðal annars spáir Arnar Már Guðjónsson fyrrum fyrirliði KA og Boris Lumbana fyrrum leikmaður KA í spilin fyrir leik kvöldsins.