Fréttir

Myndir: KA 2-3 Grindavík

KA tapaði 2-3 gegn Grindavík á mánudaginn eftir frábæra frammistöðu en hún dugði ekki til og KA féll útúr Borgunarbikarnum en með sæmd þó. Þórir Tryggva var að sjálfsögðu á vellinum og tók frábærar myndir Sjá myndir hér

16 liða úrslit í Borgunarbikarnum: KA - Grindavík

Næst leikur mfl. KA verður mánudaginn 25. júní kl. 18:00 á Akureyrarvelli þegar Grindvíkingar koma í heimsókn í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Þetta er leikur þar sem ekkert verður gefið eftir á báða bóga. KA-menn hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í 1. deildinni, en unnu góðan sigur á Þór sl. fimmtudagskvöld. Grindavík með Guðjón Þórðarson í brúnni hefur verið í töluverðu basli í upphafi móts og þar á bæ horfa menn örugglega til þess að komast í 8 liða úrslit bikarsins. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna og hvetja strákana til sigurs. Minnt er á að ársmiðar gilda ekki á leiki í Borgunarbikarnum.

Highlights: KA 3-2 Þór

Okkar menn unnu frábæran sigur á Þórsurum í gærkvöldi 3-2 og stimplaði Darren Lough sig heldur betur inn í klúbbinn með frábæru skallamarki á 89. mínútu sem tryggði KA sigurinn. Hérna er hægt að sjá mörkin úr leiknum og helstu atvikin. Björgvin Kolbeinsson og Atli Fannar tóku upp ásamt Jóhanni Má sem klippti einnig saman.

Arsenalskólinn: Myndir, video og annað inna facebook

Hérna fyrir neðan er linkur inná facebooksíðu Arsenalskólans en þar er búið að smella inn fullt af myndum og einnig nokkurm myndböndum. Arsenalskólinn á facebook Endilega like-a síðuna

Leikdagur: Menn spá í spilin

Eins og allir ættu að vita er KA Þór í kvöld og ég fékk nokkra KA menn og ritsjóra Fótbolta.net til að spá í leikinn, þetta eru menn í betri kanntinum en meðal annars spáir Arnar Már Guðjónsson fyrrum fyrirliði KA og Boris Lumbana fyrrum leikmaður KA í spilin fyrir leik kvöldsins.

Knattspyrnuskóli Arsenal hafinn á KA-svæðinu

Gleðin og eftirvæntingin skein úr andlitum á þriðja hundrað krakka sem mættir voru í KA-heimilið í morgun til þess að fá upplýsingar um Knattspyrnuskóla Arsenal, sem hófst á KA-svæðinu í dag. Sex þjálfarar frá knattspyrnuakademíu Arsenal eru mættir á svæðið til þessa að kenna krökkunum og þeim til aðstoðar er stór hópur þjálfara frá Akureyri og víðar að. Arsenalskólinn stendur fram á sunnudag.

KA - Þór á morgun, grillaðar pylsur frá 18:30! (myndbönd)

Á morgun er dagurinn þar sem Akureyrarbær skiptist í tvær fylkingar og troðfyllir Akureyrarvöll, á morgun er dagurinn sem þú villt geta sagt seinna "ég var þar", á morgun er dagurinn sem KA ætlar að komast aftur á sigurbraut. 

Höttur - KA í kvöld

Næstu andstæðingar okkar eru Hattarmenn frá Egilsstöðum en blásið verður til leiks í kvöld kl 20.00 á Vilhjálmsvelli.

Mörkin og atvikin úr jafnteflinu við Tindastól

KA og Tindastóll gerðu 2-2 jafntefli síðasta laugardag. Við vorum á vellinum og tókum upp það sem gerðist

KA fékk Grindavík á heimavelli í bikarnum!

Í hádeginu í dag var dregið í 16 liða úrslitum í Borgunarbikarnum og fékk KA heimaleik gegn úrvalsdeildarliði Grindavíkur. Það er því ljóst að Guðjón Þórðarson mætir á fornar slóðir með lið sitt og Jóhann Helgason mætir sínum fyrrverandi félögum í Grindavíkurliðinu. Leikurinn fer fram á Akureyrarvelli mánudaginn 25. júní. Í 16 liða úrslitum í kvennaflokki mætir Þór/KA Keflavík á útivelli.