06.09.2010
Eins og fólk veit lék KA gegn Þór sl. fimmtudag á Þórsvellinum og við töpuðum 3-0.
Það má segja að umfjöllun um þennan leik á þessum tímapunkti eigi ekki mkið erindi og því mun ég ekki fara úti
í lýsingar í smáatriðum, tel að það sé í raun óþarfi.
31.08.2010
Stuðningsmenn KA ætla að hittast í KA-heimilinu fyrir leik liðsins gegn nágrönnunum í Þór og að sjálfsögðu mæta
allir í gulu. Við munum hittast kl. 16:15, borða saman og taka létt spjall. Þeir sem hafa hug á því að borða með hópnum þurfa
að vera mættir kl. 16:30 í allra síðasta lagi. Gengið verður fylktu liði á völlinn en leikurinn hefst kl. 18:00. Aðgangseyrir á
völlinn er kr. 1.000,- fyrir 17 ára og eldri en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri.
31.08.2010
Það var vissulega sól en gríðarlega mikið vantaði uppá að það væri ylur þegar við tókum á móti
Leikni á glæsilegum Akureyrarvelli í 19 umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu sl. laugardag. Þrátt fyrir kulda var nokkuð vel
mætt á völlinn og voru stuðningsmenn gestana áberandi en okkur létu líka í sér heyra.
30.08.2010
Síðustu helgi spilaði A og B-lið 5.fl kv og 5.fl kk undanriðla. Stelpurnar spiluðu á KA vellinum og strákarnir á Fram vellinum. B-lið 5.fl karla
vann sinn riðil og spila því undan úrslita leik. Hin liðin í 5.fl náðu hinsvegar ekki að fylgja B-liði strákan eftir og duttu úr
leik.
B-lið 5.fl karla spilar næstkomandi sunnudag á móti Þór á Þórsvellinum en sigurvegarinn úr þeim leik spilar til
úrslita.
28.08.2010
Bæði m.fl. og 2. fl. léku leiki í dag. M.fl. tók á móti Leikni í mikilli norðanátt á Akureyrarvelli í dag og voru
lokatölur þar 2-2. Leiknismenn komust yfir 0 - 2 og var staðan þannig í hálfleik. Okkar menn sýndu hinsvegar mikinn karakter, líkt og í
Fjölnisleiknum, og jöfnuðu 2 - 2 með mörkum frá Guðmundi Óla og Hauki Heiðari.
27.08.2010
Leikur KA gegn Leikni vekur mikla athygli, og nú þegar er ljóst, að nokkur fjöldi stuðningsmanna Leiknis mun fylgja liðinu norður yfir heiðar.
Nokkuð hefur verið spurt útí leiktímann en hann er til kominn vegna þess að gestir okkar keyra hingað og vissulega munur um það hvort
þú þarft að leggja af stað kl 06 eða 07. Ósk Leiknismanna var því samþykkt af okkur sem þekkjum kosti þess og reyndar
ókosti líka að keyra í útileiki.
26.08.2010
Það er stórleikur sem boðið verður uppá á Akureyrarvelli nk. laugardag kl 15 þegar Leiknir kemur í heimsókn. Gestir okkar eru
í efsta sæti fyrstu deildar og þrátt fyrir að hinir ýmsu spámenn hafi nú reiknað með því að liðinu fatist flugið
hafa þeir þvert á þær spár bara hert þetta flug sitt. Með sigri má segja að Leiknismenn þurfi að fara að skoða vel
hvað er í boði í efstu deild.
26.08.2010
Síðustu helgi fóru fram úrslit í Hnátu- og Pollamótum KSÍ AL/NL en þessi mót eru fyrir 6.fl karla og kvenna.
Stelpurnar fóru með B-liðið sitt á Húsavík en strákarnir fóru með A og B lið á Egilsstaði.
Það má segja að veðrið hafi leikið um KA menn á báðum stöðum þar sem mikið var um rigningu og kulda
26.08.2010
Það er annasöm helgi framundan á KA-svæðinu og Akureyrarvelli. Fjöldi leikja fer fram á svæðinu og munu KA liðin standa í
ströngu. Meðal annars fer fram úrslitakeppni í 5. flokki kvenna á svæðinu þessa helgi. 4. fl. kvenna fær einnig að leika sinn fyrsta leik
á Akureyrarvelli þessa helgina og ríkir væntanlega spenna í hópnum að fá að leika á aðalvelli félagsins. Auk þessa alls
fer fram KA hátíð í KA heimilinu og á KA svæðinu og hefst hún klukkan 13:00. Ef þú smellir á lesa meira getur þú
séð lista yfir alla 17 leikina sem verða leiknir þessa helgi, tíma og staðsettningar.
25.08.2010
Það er nóg um að vera á Akureyri um helgina enda Akureyrarvaka, bæjarhátíð sem haldin er í tilefni afmælis Akureyrarbæjar.
Við KA-menn látum ekki okkar eftir liggja og blásum til fjölskylduhátíðar í KA-heimilinu fyrir leik KA og Leiknis R. á laugardaginn.