22.09.2010
U-17 landslið kvenna lék sinn annan leik í undanriðli Evrópukeppninnr í dag. Andstæðingarnir voru Búlgarar en riðillinn er einmitt leikinn
í Búlgaríu. Skemmst er frá að segja að íslensku stelpunum héldu engin bönd og unnu þær glæstan 10-0 sigur. KA-stelpan
Lára Einarsdóttir spilaði allan leikinn og skoraði fjórða mark liðsins á 24. mínútu.
20.09.2010
Dean Martin, þjálfari meistaraflokks KA, óskaði í dag eftir því að láta af störfum sem þjálfari og leikmaður hjá
KA. Samningur hans við félagið, sem var til þriggja ára, átti að renna út í lok október.
Dean Martin hefur í það heila spilað vel á þriðja hundrað leiki fyrir KA, en fyrst kom hann til félagsins sem leikmaður árið 1995 og
spilaði þá til ársins 2003. Hann kom síðan aftur til félagsins sem þjálfari og leikmaður árið 2008.
Knattspyrnufélag Akureyrar þakkar Dean Martin fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins sem þjálfari og leikmaður. Alla
tíð hefur hann sem bæði sem leikmaður og þjálfari meistaraflokks og sem yngriflokkaþjálfari hjá KA gefið sig allan í verkefnið
og rúmlega það. Fyrir það vill KA þakka af heilum hug um leið og honum og fjölskyldu hans fylgja bestu óskir um farsæld í öllum
þeim verkefnum sem bíða á öðrum vettvangi.
Stjórn knattspyrnudeildar KA.
20.09.2010
KA-stelpan Lára Einarsdóttir er nú stödd í Búlgaríu með U-17 landsliðinu. Þar er liðið að spila í undanriðli
Evrópukeppninnar. Mótherjarnir í riðlinum eru Búlgaría, Ítalía og Litháen. Fyrsti leikur liðsins var í dag og fór hann
14-0 fyrir Ísland.
19.09.2010
Á morgun mætast nágrannaliðin KA og Þór í öðrum flokki karla. Leikurinn verður á Akureyrarvelli klukkan 17:00 og vonandi að sem
flestir mæti og fylgist með síðasta leik KA á tímabilinu. Um er að ræða leik í A deild á Íslandsmótinu. Búist
er við hörkuleik enda einn stærsti leikur tímabilsins og Þórsarar eru enn í fallbaráttu og gætu fallið vinni þeir ekki þennan
leik.
17.09.2010
Seinasti leikur okkar á þessu keppnistímabili blasir við og fer hann fram á Akranesi. Þetta sumar flaug framhjá því vissulega er
það eins og það hafi verið í fyrradg þegar við fögnumu sigri í fyrsta leik mótsins gegn Þrótti en svona er þetta
nú bara eða eins og segir í kvæðinu sem Kristján Jóhannss. hefur svo gaman af að synga ,,Enginn stöðvar tímans þunga
nið”
11.09.2010
Seinasti heimaleikur okkar á þessu keppnistímabili verður laugardaginn 11 sept. og það eru Víkingar sem koma í heimsókn.
06.09.2010
Eins og fólk veit lék KA gegn Þór sl. fimmtudag á Þórsvellinum og við töpuðum 3-0.
Það má segja að umfjöllun um þennan leik á þessum tímapunkti eigi ekki mkið erindi og því mun ég ekki fara úti
í lýsingar í smáatriðum, tel að það sé í raun óþarfi.
31.08.2010
Stuðningsmenn KA ætla að hittast í KA-heimilinu fyrir leik liðsins gegn nágrönnunum í Þór og að sjálfsögðu mæta
allir í gulu. Við munum hittast kl. 16:15, borða saman og taka létt spjall. Þeir sem hafa hug á því að borða með hópnum þurfa
að vera mættir kl. 16:30 í allra síðasta lagi. Gengið verður fylktu liði á völlinn en leikurinn hefst kl. 18:00. Aðgangseyrir á
völlinn er kr. 1.000,- fyrir 17 ára og eldri en aðgangur er ókeypis fyrir 16 ára og yngri.
31.08.2010
Það var vissulega sól en gríðarlega mikið vantaði uppá að það væri ylur þegar við tókum á móti
Leikni á glæsilegum Akureyrarvelli í 19 umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu sl. laugardag. Þrátt fyrir kulda var nokkuð vel
mætt á völlinn og voru stuðningsmenn gestana áberandi en okkur létu líka í sér heyra.
30.08.2010
Síðustu helgi spilaði A og B-lið 5.fl kv og 5.fl kk undanriðla. Stelpurnar spiluðu á KA vellinum og strákarnir á Fram vellinum. B-lið 5.fl karla
vann sinn riðil og spila því undan úrslita leik. Hin liðin í 5.fl náðu hinsvegar ekki að fylgja B-liði strákan eftir og duttu úr
leik.
B-lið 5.fl karla spilar næstkomandi sunnudag á móti Þór á Þórsvellinum en sigurvegarinn úr þeim leik spilar til
úrslita.