06.10.2010
Uppfært: Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Guðjón Þórðarson tekið við BÍ/Bolungarvík
eftir að hafa átt í viðræðum við KA. Eins og við greindum frá í gær voru viðræður við Guðjón um helgina og var
honum gefið tilboð í gærkvöldi sem hann ákvað svo að hafna í morgun.
28.09.2010
Þórir Tryggva mætti á leik KA og Þórs sem fram fór fyrir rúmri viku á Akureyrarvelli. Leiknum lauk með tapi, 1 - 4 fyrir
Þór... Myndirnar finnur þú með að smella hér.
27.09.2010
Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið s.l. laugardagskvöld á Hótel KEA. Á bilinu 60 - 70 manns komu saman og fögnuðu lokum tímabilsins. Á
hófinu var Dean Martin kvaddur, en staðið var upp fyrir honum í tvígang og hann hylltur og honum þannig þakkað fyrir frábært starf í
þágu félagsins. Haukur Heiðar Hauksson var kosinn efnilegastur og Sandor Matus bestur. Skemmtinefndin sem skipuð var stóð sig með sérstaklega vel og
að öllum öðrum ólöstuðum má segja að Magnús Sigurólason, KA maðurinn mikli, hafi átt kvöldið með
fjölmörgum framúrskarandi ræðum.
25.09.2010
Stelpurnar í U-17 landsliðinu rúlluðu yfir Ítalíu í síðasta leik sínum í undanriðli Evrópukeppninnar í dag.
Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og glæstur 5-1 sigur fleytti liðinu í næsta skref keppninnar. Lára Einarsdóttir kom
inná í stöðunni 3-1 og náði þar með sínum öðrum landsleik.
22.09.2010
U-17 landslið kvenna lék sinn annan leik í undanriðli Evrópukeppninnr í dag. Andstæðingarnir voru Búlgarar en riðillinn er einmitt leikinn
í Búlgaríu. Skemmst er frá að segja að íslensku stelpunum héldu engin bönd og unnu þær glæstan 10-0 sigur. KA-stelpan
Lára Einarsdóttir spilaði allan leikinn og skoraði fjórða mark liðsins á 24. mínútu.
20.09.2010
Dean Martin, þjálfari meistaraflokks KA, óskaði í dag eftir því að láta af störfum sem þjálfari og leikmaður hjá
KA. Samningur hans við félagið, sem var til þriggja ára, átti að renna út í lok október.
Dean Martin hefur í það heila spilað vel á þriðja hundrað leiki fyrir KA, en fyrst kom hann til félagsins sem leikmaður árið 1995 og
spilaði þá til ársins 2003. Hann kom síðan aftur til félagsins sem þjálfari og leikmaður árið 2008.
Knattspyrnufélag Akureyrar þakkar Dean Martin fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins sem þjálfari og leikmaður. Alla
tíð hefur hann sem bæði sem leikmaður og þjálfari meistaraflokks og sem yngriflokkaþjálfari hjá KA gefið sig allan í verkefnið
og rúmlega það. Fyrir það vill KA þakka af heilum hug um leið og honum og fjölskyldu hans fylgja bestu óskir um farsæld í öllum
þeim verkefnum sem bíða á öðrum vettvangi.
Stjórn knattspyrnudeildar KA.
20.09.2010
KA-stelpan Lára Einarsdóttir er nú stödd í Búlgaríu með U-17 landsliðinu. Þar er liðið að spila í undanriðli
Evrópukeppninnar. Mótherjarnir í riðlinum eru Búlgaría, Ítalía og Litháen. Fyrsti leikur liðsins var í dag og fór hann
14-0 fyrir Ísland.
19.09.2010
Á morgun mætast nágrannaliðin KA og Þór í öðrum flokki karla. Leikurinn verður á Akureyrarvelli klukkan 17:00 og vonandi að sem
flestir mæti og fylgist með síðasta leik KA á tímabilinu. Um er að ræða leik í A deild á Íslandsmótinu. Búist
er við hörkuleik enda einn stærsti leikur tímabilsins og Þórsarar eru enn í fallbaráttu og gætu fallið vinni þeir ekki þennan
leik.
17.09.2010
Seinasti leikur okkar á þessu keppnistímabili blasir við og fer hann fram á Akranesi. Þetta sumar flaug framhjá því vissulega er
það eins og það hafi verið í fyrradg þegar við fögnumu sigri í fyrsta leik mótsins gegn Þrótti en svona er þetta
nú bara eða eins og segir í kvæðinu sem Kristján Jóhannss. hefur svo gaman af að synga ,,Enginn stöðvar tímans þunga
nið”
11.09.2010
Seinasti heimaleikur okkar á þessu keppnistímabili verður laugardaginn 11 sept. og það eru Víkingar sem koma í heimsókn.