18.07.2010
Það var hæglætisveður þegar Hákon Þorsteinsson dómari flautaði til leiks klukkan tvö eftir hádegi í dag. Stuðningsmenn
KA voru vel með á nótunum frá fyrstu mínútu undir styrkri handleiðslu hinna frábæru Vina Sagga.
18.07.2010
Stelpurnar í fimmta flokki kvenna eru nú staddar í Kópavogi þar sem stærsta kvennamót landsins fer fram. Mótið var sett á
fimmtudagskvöld og búið er að spila síðan á föstudagsmorgni.
17.07.2010
KA-menn unnu Þróttara í dag á Akureyrarvellinum 3-0. Nánari umfjöllun og myndir á leiðinni.
KA 3 - 0 Þróttur
1-0 Þórður Þórðarson ('58)
2-0 Andri Fannar Stefánsson ('68)
3-0 Andri Fannar Stefánsson ('90)
17.07.2010
Eins og allir vita verða næstu gestir okkar Þróttarar og er leikurinn sá fyrsti í seinni umferð mótsins.
16.07.2010
Kæru KA-menn, KA-konur og KA-börn,
Á laugardaginn næsta, 17. Júlí, munu strákarnir okkar leika gegn Þrótti Reykjavík. Leikurinn hefst kl. 14:00 á heimavelli KA,
Akureyrarvelli. KA-fólk ætlar að því tilefni að gera sér glaðan dag á pizzastaðnum Bryggjunni við Skipagötu.
16.07.2010
Töluverð seinkun var á leik KA og ÍA þar sem að Þóroddur Hjaltalín Jr. tilkynnti veikindi skömmu fyrir leik. Valdimar Pálsson
dæmdi því leikinn en aðstoðardómari 1 tekur við flautunni ef aðaldómarinn forfallist nema ef aðstoðardómarinn er ekki með
réttindi.
15.07.2010
KA tekur á móti FH í öðrum flokki í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 og fer fram í Boganum.
Við óskum strákunum góðs gengis og hvetjum fólk til að kíkja í Bogann á strákana.
14.07.2010
Pikkara barst þessi frábæri texti hér að neðan rétt í þessu og mikið gladdi þessi sending. Sendandi er leikmaður í 5
fl kvenna sem á morgun heldur ásamt sínum stöllum í mikla keppnisferð á Símamótið í Kópavogi.
13.07.2010
Skagamenn eru gestir okkar á Akureyrarvelli í 11 umferð Íslandsmótsins og er óhætt að fullyrða að mikið er í húfi.
Spekingar voru á einu máli í spám sl. vor, lið ÍA þyrfti vart að mæta til leiks þeir væru öruggir um efsta sætið
í fyrstu deild. Hvort þessar spár náðu að hræra eitthvað í kollum á Akranesi veit ég ekki en lið þeirra hefur
valdið miklum vonbrigðum það sem af er móti þó aðeins hafi verið að birta yfir þeim uppá síðkastið.
12.07.2010
Það var sól og blíða í Fossvoginum í dag og aðstæður til að spila knattspyrnu frábærar. Aðalvöllur þeirra
Víkingsmanna iðagrænn og nýtískulega sleginn og 1000 manna stúkan þeirra er eitthvað sem maður mundi ekki leiðast að sjá vera komna
á hólinum á KA svæðinu.