16.07.2010
Töluverð seinkun var á leik KA og ÍA þar sem að Þóroddur Hjaltalín Jr. tilkynnti veikindi skömmu fyrir leik. Valdimar Pálsson
dæmdi því leikinn en aðstoðardómari 1 tekur við flautunni ef aðaldómarinn forfallist nema ef aðstoðardómarinn er ekki með
réttindi.
15.07.2010
KA tekur á móti FH í öðrum flokki í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 og fer fram í Boganum.
Við óskum strákunum góðs gengis og hvetjum fólk til að kíkja í Bogann á strákana.
14.07.2010
Pikkara barst þessi frábæri texti hér að neðan rétt í þessu og mikið gladdi þessi sending. Sendandi er leikmaður í 5
fl kvenna sem á morgun heldur ásamt sínum stöllum í mikla keppnisferð á Símamótið í Kópavogi.
13.07.2010
Skagamenn eru gestir okkar á Akureyrarvelli í 11 umferð Íslandsmótsins og er óhætt að fullyrða að mikið er í húfi.
Spekingar voru á einu máli í spám sl. vor, lið ÍA þyrfti vart að mæta til leiks þeir væru öruggir um efsta sætið
í fyrstu deild. Hvort þessar spár náðu að hræra eitthvað í kollum á Akranesi veit ég ekki en lið þeirra hefur
valdið miklum vonbrigðum það sem af er móti þó aðeins hafi verið að birta yfir þeim uppá síðkastið.
12.07.2010
Það var sól og blíða í Fossvoginum í dag og aðstæður til að spila knattspyrnu frábærar. Aðalvöllur þeirra
Víkingsmanna iðagrænn og nýtískulega sleginn og 1000 manna stúkan þeirra er eitthvað sem maður mundi ekki leiðast að sjá vera komna
á hólinum á KA svæðinu.
10.07.2010
Það má með sanni segja að stutt sé á milli stríða hjá okkar mönnum því framundan er leikur gegn Víking í
Rekjavík. Gestgjafar okkar eru að mati þess sem hér pikkar inn texta sterkasta liðið í 1 deild og er því óhætt að
segja að við verðum að sýna sparihliðar okkar á morgun.
08.07.2010
Nú fyrr í kvöld hafði Þór betur gegn KA, 2-0.
07.07.2010
Jæja þá er komið að leiknum! Í heimsókn til okkar koma þeir úr þorpinu stundum kallaðir 603. Þessum leik hefur verið
beðið eftir lengi, lengi og nú s.s er loks komið að honum.
06.07.2010
,,Upphitun fyrir stórleikinn á móti Þór á pizzastaðnum Bryggjunni. Upphitun hefst stundvíslega kl 17.00,
þar sem drykkir verða á tilboði eins og venjulega og pizzahlaðborð á 500 kr. Mætum og gerum allt brjálað líkt og í fyrra,"
segir í tilkynningu frá hinum hressu Vinum Sagga sem eru stórhuga fyrir leikinn gegn Þór á fimmtudag.
05.07.2010
Á undanförnum árum hefur KA spilað tvisvar gegn FH í bikarkeppninni og unnið í bæði skiptin. Árið 2001 vann KA 3-0 í Kaplakrika og
svo árið 2004 vann KA 2-1 á Laugardalsvelli. Báðir þessir leikir voru í undanúrslitum og þar með komst KA í
bikarúrslitaleikinn en náði ekki að landa titlinum. Umfjöllun frá Sigurði Skúla Eyjólfssyni.