Fréttir

Umfjöllun og myndaveisla: KA - ÍR

Það var ákjósanlegt veður til knattspyrnuiðkunar á miðvikudagskvöldið þegar Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiks, nokkuð milt og skýjað en sólin lét þó sjá sig öðru hvoru. Myndaveisla - Smella hér

Baráttusigur á ÍR

KA 3-2 ÍR 0-1 Kristján Ari Halldórsson ('4) 1-1 David Disztl ('18) 2-1 David Disztl ('31) 2-2 Karl Gunnar Björnsson ('32) 3-2 Steinn Gunnarsson ('91) Nánari umfjöllun og myndir síðar.

KA-gleði á Bryggjunni!

Félagar! Við höldum ótrauð áfram í stuðningi okkar við KA-strákana. Á morgun, miðvikudaginn 28. júlí munu strákarnir okkar leika gegn ÍR. Leikurinn hefst kl. 19:00 á Akureyrarvelli, heimavelli okkar KA-manna. Að því tilefni ætlum við að gera okkur glaðan dag á pizzastaðnum Bryggjunni við Skipagötu.

Upphitun: KA - ÍR

Næstu gestir okkkar er IR en þeim hefur gengið vel  það sem af er móti og verið í hópi efstu liða, enda mat margra að þeir ásamt Víkingum hafi á að skipa sterkasta hópnum sem í þessari deild er.

Upphitun: Grótta - KA

Næsti leikur KA verður á gervigrasvellinum á Seltjarnarnesi,  gestgjafar okkar Grótta.

Áfram KA-menn!

Félagar!   Næsti leikur KA-manna er á útivelli gegn Gróttu á laugardaginn kl. 16:00.   KA-menn hafa í ófá skipti tekið yfir stúku andstæðinganna á útivelli í gegnum tíðina. Fleiri okkar þurfa aftur á móti að hvetja liðið áfram þar sem greinilegt er að stuðningshópurinn hefur þynnst vegna verra gengis en menn bjuggust við. Það er ekki óalgengt þegar á móti blæs. Nú verðum við aftur á móti að spyrna við fótum, fylkja liði og styðja betur við bakið á okkar mönnum. Öllum þykir okkur vænt um félagið og hlutverk stuðningsmanna er einmitt að mæta á völlinn og hvetja liðið með hjartað að vopni. Sama á hverju dynur.

Landsliðskonur í heimsókn hjá yngri flokkum

Á morgun, föstudag, koma 2 af landsins bestu fótboltakonum í heimsókn til kvennaflokkanna hjá KA. Þetta eru þær Þóra Helgadóttir, markvörður og Katrín Ómarsdóttir. Þær eru báðar atvinnumenn hjá sænskum liðum, Þóra í Malmö og Katrín hjá Kristianstad.

Grannaslagur hjá 2.flokki á þriðjudaginn

KA menn mæta Þórsurum í öðrum flokki næstkomandi þriðjudag þann 20.júlí á Þórsvellinum. Búast má við alvöru nágrannaslag en mikið er í húfi fyrir liðin.

Sérlega frábær árangur hjá KA stelpum á Símamótinu

A lið 5. flokks náðu þeim frábæra árangri að verða Símamótsmeistarar í gær . KA sendi stóran hóp þetta árið á Símamótið í Kópavogi en því lauk upp úr hádegi í gær. Samtals 8 lið kepptu fyrir okkar hönd, 4 í 6. flokki og 4 lið í 5. flokki. Árangurinn var glæsilegur í 5. flokki, A liðið varð meistari eftir úrslitaleik á móti Val, D liðið varð í 2. sæti, C liðið varð í 3. sæti og B liðið endaði í 9. sæti.

KA - Þróttur R. (Myndaveisla)

Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum á laugardaginn og hefur látið heimasíðuna hafa nokkrar af sínum myndum. Til að sjá myndaveislu úr leiknum skal smella hér