Fréttir

Sala í Arsenalskólann að hefjast

Sala í Arsenalskólann sem fer fram í sumar hefst á laugardag. Eins og greint var frá í síðustu viku mun skólinn fara fram 13.-17. júní 2011 á KA-svæðinu en skólinn á síðasta ári þóttist takast frábærlega og er stefnan sett á að endurtaka leikinn.

Fjórir á úrtak næstu helgi

Aksentije Milisic, Jóhann Örn Sigurjónsson og Stefán Hafsteinson hafa verið boðaðir á U19 úrtak og Ævar Ingi Jóhannesson hefur verið boðaður á U17 úrtak næstu helgi.

Sjö strákar úr þriðja flokki stóðu sig vel á úrtaki

Um helgina fóru fram úrtaksæfingar fyrir stráka á Norðurlandi. Sjö strákar frá KA voru valdir á þessar æfingar og stóðu þeir sig með mikilli prýði.

Glæsilegt kaffihlaðborð á sunnudag

Nk. sunnudag verður haldið stórglæsilegt kaffihlaðborð í KA-heimilinu til styrktar 3. flokki karla og kvenna í fótboltanum en flokkarnir eru að safna sér fyrir æfingaferð erlendis.

Sigur gegn Dalvík/Reyni

Gunnlaugur vann sinn annan leik þegar liðið sigraði Dalvík/Reyni 2-0. Ekki var þó um fullan leik að ræða en hvor hálfleikur var um 35 mín. Markaskorarar KA voru Sigurjón Fannar Sigurðsson og Víkingur Hauksson.

Soccerade: Riðlar

Tíu lið leika í Soccerademótinu eftir áramót líkt og síðustu tvö skipti. Leikið verður í tveimur fimm liða riðlum. 

Andrés Vilhjálmsson í KA (Staðfest)

Sóknarmaðurinn Andrés Vilhjálmsson er genginn til liðs við KA frá Þrótti Reykjavík og mun verða hjá KA næstu tvö árin í það minnsta.

Staðan í KA Getraunum!

Nú þegar tveimur umferðum er lokið af fimm í fyrsta innanfélagsleik KA-Getrauna á þessu tímabili eru línur eilítið farnar að skýrast á toppnum. Gylfi Hans Gylfason hefur verið hlutskarpastur í báðum umferðum og leiðir keppnina með fjórum stigum. Skjótt skipast þó veður í lofti eins og Gunnar Níelsson sannaði fyrir okkur um helgina þegar hann skaust upp í 3. - 4. sæti úr 8. - 13. sæti frá því í síðustu viku.

Arsenalskólinn aftur á KA-svæðinu 2011

Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar var rétt í þessu að tryggja að Arsenalskólinn verði aftur á Akureyri í júní 2011. Miklar gleðifréttir þar sem skólinn þótti einstaklega vel heppnaður í fyrra.

Sjö drengir og ein stúlka úr 3. fl í úrtak

Næstu helgi fer fram úrtak fyrir stráka fædda 1996 á Norðurlandi. Æfingarnar munu fara fram á laugardegi og sunnudegi í Boganum. Atli Fannar Sverrisson, Gauti Gautason, Gunnar Orri Ólafsson, Egill Már Magnússon, Ívar Sigurbjörnsson, Ívar Örn Árnason og Ragnar G. Sigurgeirsson voru boðaðir frá KA. Þá fer Lára Einarsdóttir á úrtaksæfingar um helgina fyrir sunnan.