Fréttir

Búið að draga í töfluröð fyrir sumarið

Um helgina var dregið í töfluröð fyrir þrjár efstu deildirnar hér á landi. Ljóst er að KA-menn hefja tímabilið á útivelli gegn Leikni í Breiðholtinu og enda á heimavelli gegn Guðjóni Þórðar og hans mönnum í BÍ/Bolungarvík.

Guðmundur Óli áfram næstu þrjú árin

Húsvíkingurinn Guðmundur Óli Steingrímsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA.

Orri og Haukur búnir að framlengja um 2 ár

Orri Gústafsson og Haukur Hinriksson skrifuðu á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við KA. Báðir eru þeir fæddir 1990 og stigu upp úr öðrum flokknum fyrir síðasta tímabil.

KA-krakkar á úrtaksæfingum

Lára Einarsdóttir fór á U17 ára úrtak um síðustu helgi. Um næstu helgi fara Ævar Ingi Jóhannesson á U17 ára úrtak og Stefán Hafsteinsson á U19 ára úrtak.

Umfjöllun: Sigur í fyrsta leik, KA - Völsungur

Fyrsti æfingaleikur vetrarins fór fram seint í kvöld í Boganum. Andstæðingarnir voru Húsvíkingar sem létu gríðarlega snjókomu og alvöru íslenskt vetrarveður ekki aftra sér frá því að taka bíltúr hingað og leika fótbolta við góðar aðstæður.

Undirbúningstímabilið farið í gang

Fyrsti æfingaleikur KA-manna í undirbúningnum fyrir næsta sumar fer fram í Boganum í kvöld þegar Völsungar koma í heimsókn.

Getraunastarf KA hefst á ný!

KA - getraunir hefja starfsemi næstkomandi föstudag kl. 20 í KA - heimilinu og verður getraunaþjónustan opin alla föstudaga í vetur kl. 20 - 22.

Efnilegir KA-menn í landsliðsúrtökum

Núna um helgina hafa Fannar Hafsteinsson, Ólafur Aron Pétursson og Stefán Hafsteinsson verið boðaðir á úrtaksæfingar. Helgina 23.-24. október fóru Ævar Ingi Jóhannesson og Lára Einarsdóttir einnig á úrtaksæfingar.

Óskar Þór Halldórsson ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar.

Óskar Þór Halldórsson, fréttamaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA og mun hann hefja störf eftir áramót. Óskar Þór kemur til með að starfa fyrir bæði stjórn knattspyrnudeildar og yngriflokkaráð í knattspyrnu og mun því koma að málum knattspyrnunnar í KA frá 8. flokki og upp í meistaraflokk karla. Þá mun hann hafa yfirumsjón með N1-móti KA í knattspyrnu.

Túfa með nýjan þriggja ára samning

Srjdan Tufegdzic eða Túfa skrifaði undir nýjan þriggja ára samning í síðustu viku. Samningur hans hafði rétt áður runnið út