25.11.2010
Gunnlaugur vann sinn annan leik þegar liðið sigraði Dalvík/Reyni 2-0. Ekki var þó um fullan leik að ræða en hvor hálfleikur var um 35
mín. Markaskorarar KA voru Sigurjón Fannar Sigurðsson og Víkingur Hauksson.
25.11.2010
Tíu lið leika í Soccerademótinu eftir áramót líkt og síðustu tvö skipti. Leikið verður í
tveimur fimm liða riðlum.
25.11.2010
Sóknarmaðurinn Andrés Vilhjálmsson er genginn til liðs við KA frá Þrótti Reykjavík og mun verða hjá KA næstu tvö
árin í það minnsta.
23.11.2010
Nú þegar tveimur umferðum er lokið af fimm í fyrsta innanfélagsleik KA-Getrauna á þessu tímabili eru línur eilítið farnar
að skýrast á toppnum. Gylfi Hans Gylfason hefur verið hlutskarpastur í báðum umferðum og leiðir keppnina með fjórum stigum. Skjótt
skipast þó veður í lofti eins og Gunnar Níelsson sannaði fyrir okkur um helgina þegar hann skaust upp í 3. - 4. sæti úr 8. - 13.
sæti frá því í síðustu viku.
23.11.2010
Yngriflokkaráð knattspyrnudeildar var rétt í þessu að tryggja að Arsenalskólinn verði aftur á Akureyri í júní 2011.
Miklar gleðifréttir þar sem skólinn þótti einstaklega vel heppnaður í fyrra.
23.11.2010
Næstu helgi fer fram úrtak fyrir stráka fædda 1996 á Norðurlandi. Æfingarnar munu fara fram á laugardegi og sunnudegi í Boganum. Atli Fannar
Sverrisson, Gauti Gautason, Gunnar Orri Ólafsson, Egill Már Magnússon, Ívar Sigurbjörnsson, Ívar Örn Árnason og Ragnar G. Sigurgeirsson voru
boðaðir frá KA. Þá fer Lára Einarsdóttir á úrtaksæfingar um helgina fyrir sunnan.
23.11.2010
Um helgina var dregið í töfluröð fyrir þrjár efstu deildirnar hér á landi. Ljóst er að KA-menn hefja tímabilið á
útivelli gegn Leikni í Breiðholtinu og enda á heimavelli gegn Guðjóni Þórðar og hans mönnum í BÍ/Bolungarvík.
19.11.2010
Húsvíkingurinn Guðmundur Óli Steingrímsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA.
17.11.2010
Orri Gústafsson og Haukur Hinriksson skrifuðu á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við KA. Báðir eru þeir fæddir 1990 og stigu upp
úr öðrum flokknum fyrir síðasta tímabil.
16.11.2010
Lára Einarsdóttir fór á U17 ára úrtak um síðustu helgi. Um næstu helgi fara Ævar Ingi Jóhannesson á U17 ára
úrtak og Stefán Hafsteinsson á U19 ára úrtak.