10.07.2010
Það má með sanni segja að stutt sé á milli stríða hjá okkar mönnum því framundan er leikur gegn Víking í
Rekjavík. Gestgjafar okkar eru að mati þess sem hér pikkar inn texta sterkasta liðið í 1 deild og er því óhætt að
segja að við verðum að sýna sparihliðar okkar á morgun.
08.07.2010
Nú fyrr í kvöld hafði Þór betur gegn KA, 2-0.
07.07.2010
Jæja þá er komið að leiknum! Í heimsókn til okkar koma þeir úr þorpinu stundum kallaðir 603. Þessum leik hefur verið
beðið eftir lengi, lengi og nú s.s er loks komið að honum.
06.07.2010
,,Upphitun fyrir stórleikinn á móti Þór á pizzastaðnum Bryggjunni. Upphitun hefst stundvíslega kl 17.00,
þar sem drykkir verða á tilboði eins og venjulega og pizzahlaðborð á 500 kr. Mætum og gerum allt brjálað líkt og í fyrra,"
segir í tilkynningu frá hinum hressu Vinum Sagga sem eru stórhuga fyrir leikinn gegn Þór á fimmtudag.
05.07.2010
Á undanförnum árum hefur KA spilað tvisvar gegn FH í bikarkeppninni og unnið í bæði skiptin. Árið 2001 vann KA 3-0 í Kaplakrika og
svo árið 2004 vann KA 2-1 á Laugardalsvelli. Báðir þessir leikir voru í undanúrslitum og þar með komst KA í
bikarúrslitaleikinn en náði ekki að landa titlinum. Umfjöllun frá Sigurði Skúla Eyjólfssyni.
03.07.2010
Við höfum verið á ferð og flugi um mótssvæðið og spjallað við fullt af skemmtilegu fólki. Hér er samantekt frá fimmtudeginum
og föstudeginum. Við spjöllum við fólkið sem sér um matinn, strákana á svæðinu og Gunnar Níelsson sem segir okkur skemmtilega
sögu frá N1 mótinu fyrir 15 árum. Smelltu á "lesa meira" til að horfa á vídjóið.
01.07.2010
Sjónvarpsmenn voru á ferð á flugi um mótssvæðið í dag og í gær. Hér er samantekt með viðtölum við
mótsgesti og mótshaldara. Þátturinn er einnig sendur út á N4 sjónvarpi norðurlands, sem næst á Digital Ísland um allt land,
á klukkutíma fresti. Einnig er hægt að horfa á þáttinn hér á VEFtv með því að smella á "lesa meira"! Næsti
þáttur kemur inn á morgun og svo kemur þriðji og síðasti þátturinn hér inn um helgina.
30.06.2010
Okkar menn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á morgun þegar þeir halda til Hafnarfjarðar til þess að leika gegn
Íslandsmeisturum FH í 8 liða úrslitum í VISA bikarkeppni KSI.
30.06.2010
Búið er að gera breytingar á næstu leikjum KA. Bikarleikurinn gegn FH sem var settur upphaflega 11. júlí hefur verið færður á 1.
júlí vegna þátttöku FH í Evrópukeppni.
28.06.2010
Hið árlega N1-mót KA í knattspyrnu fyrir 5. aldursflokk drengja verður haldið hér á KA-svæðinu dagana 30. júní – 3.
júlí. Mótið er nú haldið í 24. skipti og hefur aldrei verið fjölmennara. Í mótinu taka þátt um 1500 strákar og
með þjálfurum og liðsstjórum eru þátttakendur um 1800. Og þegar svo bætist við mikill fjöldi foreldra og annarra aðstandenda er
ljóst að margt verður um manninn á KA-svæðinu næstu daga. Fullyrða má að þetta verður fjölmennasta knattspyrnumót sem til
þessa hefur verið haldið hér á landi.