27.07.2010			
	
	Næstu gestir okkkar er IR en þeim hefur gengið vel  það sem af er móti og verið í hópi efstu liða, enda mat margra að þeir
ásamt Víkingum hafi á að skipa sterkasta hópnum sem í þessari deild er.
 
	
		
		
		
			
					23.07.2010			
	
	Næsti leikur KA verður á gervigrasvellinum á Seltjarnarnesi,  gestgjafar okkar
Grótta.
 
	
		
		
		
			
					23.07.2010			
	
	Félagar!
 
Næsti leikur KA-manna er á útivelli gegn Gróttu á laugardaginn kl. 16:00.
 
KA-menn hafa í ófá skipti tekið yfir stúku andstæðinganna á útivelli í gegnum tíðina. Fleiri okkar þurfa aftur á
móti að hvetja liðið áfram þar sem greinilegt er að stuðningshópurinn hefur þynnst vegna verra gengis en menn bjuggust við. Það er
ekki óalgengt þegar á móti blæs. Nú verðum við aftur á móti að spyrna við fótum, fylkja liði og styðja betur
við bakið á okkar mönnum. Öllum þykir okkur vænt um félagið og hlutverk stuðningsmanna er einmitt að mæta á völlinn og hvetja
liðið með hjartað að vopni. Sama á hverju dynur.
 
	
		
		
		
			
					22.07.2010			
	
	Á morgun, föstudag, koma 2 af landsins bestu fótboltakonum í heimsókn til kvennaflokkanna hjá KA. Þetta eru þær Þóra
Helgadóttir, markvörður og Katrín Ómarsdóttir. Þær eru báðar atvinnumenn hjá sænskum liðum, Þóra í
Malmö og Katrín hjá Kristianstad.
 
	
		
		
		
			
					19.07.2010			
	
	KA menn mæta Þórsurum í öðrum flokki næstkomandi þriðjudag þann 20.júlí á Þórsvellinum. Búast
má við alvöru nágrannaslag en mikið er í húfi fyrir liðin.
 
	
		
		
		
			
					19.07.2010			
	
	A lið 5. flokks náðu þeim frábæra árangri að verða Símamótsmeistarar í gær .
KA sendi stóran hóp þetta árið á Símamótið í Kópavogi en því lauk upp úr hádegi í gær.
Samtals 8 lið kepptu fyrir okkar hönd, 4 í 6. flokki og 4 lið í 5. flokki. Árangurinn var glæsilegur í 5. flokki, A liðið varð meistari
eftir úrslitaleik á móti Val, D liðið varð í 2. sæti, C liðið varð í 3. sæti og B liðið endaði í 9.
sæti.
 
	
		
		
		
			
					19.07.2010			
	
	Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum á laugardaginn og hefur látið heimasíðuna hafa nokkrar af sínum myndum.
Til að sjá myndaveislu úr leiknum skal smella hér
 
	
		
		
		
			
					18.07.2010			
	
	Það var hæglætisveður þegar Hákon Þorsteinsson dómari flautaði til leiks klukkan tvö eftir hádegi í dag. Stuðningsmenn
KA voru vel með á nótunum frá fyrstu mínútu undir styrkri handleiðslu hinna frábæru Vina Sagga.
 
	
		
		
		
			
					18.07.2010			
	
	Stelpurnar í fimmta flokki kvenna eru nú staddar í Kópavogi þar sem stærsta kvennamót landsins fer fram. Mótið var sett á
fimmtudagskvöld og búið er að spila síðan á föstudagsmorgni.
 
	
		
		
			
					17.07.2010			
	
	KA-menn unnu Þróttara í dag á Akureyrarvellinum 3-0. Nánari umfjöllun og myndir á leiðinni.
KA 3 - 0 Þróttur
1-0 Þórður Þórðarson ('58)
2-0 Andri Fannar Stefánsson ('68)
3-0 Andri Fannar Stefánsson ('90)