Fréttir

Þorgrímur Þráinsson hélt fyrirlestur fyrir yngri flokka

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrum fótboltakappi hélt í dag fyrirlestur í KA-heimilinu fyrir 3. og 4. flokk karla og kvenna. Meginþemað var forvarnir og svo fór hann út í ýmis atriði tengd fótboltanum og lífinu sjálfu enda þessi aldur sem krakkarnir eru á mjög erfiður og nauðsynlegt að halda krökkunum við efnið svo þau fari ekki af sporinu.

Undirskriftirnar í gær (Myndaveisla)

Síðdegis í gær var skrifað undir þrjá samninga eins og hefur komið fram hér á síðunni. Slobodan Milisic eða Míló skrifaði undir samning um þjálfun annars flokks áfram, Gunnlaugur Jónsson skrifaði undir samning um að taka við meistaraflokki og svo skrifaði Sandor undir samning til þriggja ára.

Sandor áfram næstu þrjú árin

Á sama tíma og Gunnlaugur skrifaði undir samning um þjálfun þá skrifaði Sandor hinn reyndi markmaður einnig undir samning um að vera á milli stanganna hjá okkur næstu þrjú árin.

Gulli Jóns í ítarlegu viðtali: Ágætur í old-boys bolta bara

Gunnlaugur Jónsson skrifaði undir þriggja ára samning við KA nú síðdegis og eftir það settist hann niður með síðunni og ræddi málin.

Gunnlaugur Jónsson ráðinn þjálfari KA (Staðfest)

Í dag mun Gunnlaugur Jónsson skrifa undir samning við KA þess efnis að hann muni taka við þjálfun liðsins. Þar með lýkur þessari miklu óvissu sem hefur verið í kringum liðið seinasta mánuðinn en miklar vangaveltur hafa verið í gangi um hver yrði arftaki Dínó og ýmsir menn nefndir til sögunnar.

Andri Fannar á förum

Andri Fannar Stefánsson hefur ákveðið að segja skilið við KA nú í haust en samningur hans er útrunninn.  Andri hefur leikið með KA frá barnæsku,  á að baki 66 leiki með mfl. í deild og bikar og skorað hann 11 mörk í þessum leikjum.  Einnig hefur hann verið vel liðinn þjálfari hjá yngri flokkum KA, ásamt því sem hann hefur haldið vel utan um heimasíðu knattspyrnudeildar.  Andra verður því sárt saknað í okkar röðum.

Lokahóf annars flokks (Myndaveisla)

Síðastliðinn föstudag héldu strákarnir í öðrum flokki og Míló þjálfari lokahóf sitt. Búið er að láta inn á vefinn myndaveislu frá atburðinum.

Míló endurráðinn þjálfari 2. flokks

Knattspyrnudeild KA hefur endurráðið Slobodan Milisic (Miló)  sem þjálfara 2. flokks karla í knattspyrnu. Frá þessu var gengið í gær.

Gunnar Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeild KA og Gunnar Gunnarsson (Gassi) hafa komist að samkomulagi um að hann láti af  starfi framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar KA, en því hefur hann gegnt meira og minna undangengin níu ár.

Ævar og Fannar valdir í æfingahóp U17

Ævar Ingi Jóhannesson og Fannar Hafsteinsson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U17 ára landsliði Íslands. Hópurinn æfir tvisvar um komandi helgi, bæði skiptin í Kórnum.