Fréttir

Andri Fannar á förum

Andri Fannar Stefánsson hefur ákveðið að segja skilið við KA nú í haust en samningur hans er útrunninn.  Andri hefur leikið með KA frá barnæsku,  á að baki 66 leiki með mfl. í deild og bikar og skorað hann 11 mörk í þessum leikjum.  Einnig hefur hann verið vel liðinn þjálfari hjá yngri flokkum KA, ásamt því sem hann hefur haldið vel utan um heimasíðu knattspyrnudeildar.  Andra verður því sárt saknað í okkar röðum.

Lokahóf annars flokks (Myndaveisla)

Síðastliðinn föstudag héldu strákarnir í öðrum flokki og Míló þjálfari lokahóf sitt. Búið er að láta inn á vefinn myndaveislu frá atburðinum.

Míló endurráðinn þjálfari 2. flokks

Knattspyrnudeild KA hefur endurráðið Slobodan Milisic (Miló)  sem þjálfara 2. flokks karla í knattspyrnu. Frá þessu var gengið í gær.

Gunnar Gunnarsson hættir sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar

Knattspyrnudeild KA og Gunnar Gunnarsson (Gassi) hafa komist að samkomulagi um að hann láti af  starfi framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar KA, en því hefur hann gegnt meira og minna undangengin níu ár.

Ævar og Fannar valdir í æfingahóp U17

Ævar Ingi Jóhannesson og Fannar Hafsteinsson hafa verið valdir í æfingahóp hjá U17 ára landsliði Íslands. Hópurinn æfir tvisvar um komandi helgi, bæði skiptin í Kórnum.

Guðjón Þórðarson í viðræðum við KA (Uppfært)

Uppfært: Samkvæmt nýjustu fréttum hefur Guðjón Þórðarson tekið við BÍ/Bolungarvík eftir að hafa átt í viðræðum við KA. Eins og við greindum frá í gær voru viðræður við Guðjón um helgina og var honum gefið tilboð í gærkvöldi sem hann ákvað svo að hafna í morgun.

Nýtt í myndasafni: KA - Þór í 2. fl með augum Þóris Tryggva

Þórir Tryggva mætti á leik KA og Þórs sem fram fór fyrir rúmri viku á Akureyrarvelli. Leiknum lauk með tapi, 1 - 4 fyrir Þór... Myndirnar finnur þú með að smella hér.

Lokahóf knattspyrnudeildar - Dean Martin kvaddur

Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið s.l. laugardagskvöld á Hótel KEA. Á bilinu 60 - 70 manns komu saman og fögnuðu lokum tímabilsins. Á hófinu var Dean Martin kvaddur, en staðið var upp fyrir honum í tvígang og hann hylltur og honum þannig þakkað fyrir frábært starf í þágu félagsins. Haukur Heiðar Hauksson var kosinn efnilegastur og Sandor Matus bestur. Skemmtinefndin sem skipuð var stóð sig með sérstaklega vel og að öllum öðrum ólöstuðum má segja að Magnús Sigurólason, KA maðurinn mikli, hafi átt kvöldið með fjölmörgum framúrskarandi ræðum.

U-17 liðið tók Ítalíu í kennslustund -Lára spilaði síðasta hálftímann

Stelpurnar í U-17 landsliðinu rúlluðu yfir Ítalíu í síðasta leik sínum í undanriðli Evrópukeppninnar í dag. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og glæstur 5-1 sigur fleytti liðinu í næsta skref keppninnar. Lára Einarsdóttir kom inná í stöðunni 3-1 og náði þar með sínum öðrum landsleik.

Lára skoraði í sínum fyrsta landsleik

U-17 landslið kvenna lék sinn annan leik í undanriðli Evrópukeppninnr í dag. Andstæðingarnir voru Búlgarar en riðillinn er einmitt leikinn í Búlgaríu. Skemmst er frá að segja að íslensku stelpunum héldu engin bönd og unnu þær glæstan 10-0 sigur. KA-stelpan Lára Einarsdóttir spilaði allan leikinn og skoraði fjórða mark liðsins á 24. mínútu.