Risahelgi framundan! 5 leikir á KA-TV

Fótbolti | Handbolti | Blak
Risahelgi framundan! 5 leikir á KA-TV
Veisla framundan!

Ţađ er heldur betur RISA helgi framundan hjá meistaraflokksliđum okkar en alls fara fram sex spennandi leikir fram í fótboltanum, handboltanum og blakinu á laugardaginn. Viđ hvetjum ykkur ađ sjálfsögđu til ađ mćta og styđja okkar liđ til sigurs en KA-TV og Stöđ 2 Sport munu sýna frá hasarnum fyrir ţá sem ekki komast á völlinn!

Í fótboltanum hefja KA og Ţór/KA leik í Lengjubikarnum en bćđi liđ eiga heimaleik í Boganum. KA tekur á móti Fylki klukkan 15:00 og Ţór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals klukkan 17:00. Báđir leikir verđa í beinni á KA-TV.

Í handboltanum sćkja bćđi KA og KA/Ţór Stjörnuna heim í Garđabćinn. KA/Ţór ríđur á vađiđ klukkan 16:00 og karlarnir taka svo viđ klukkan 18:00. Báđir leikir verđa í beinni á Stöđ 2 Sport. Ungmennaliđ KA mun svo sćkja ungmennaliđ FH heim klukkan 16:30 en ţví miđur verđur leikurinn ekki sýndur hjá FH-ingum.

Í blakinu fá bćđi karla- og kvennaliđ KA stórliđ HK í heimsókn. Karlarnir hefja leikinn klukkan 15:00 og konurnar taka svo viđ klukkan 17:00. Á sunnudeginum mćtast svo KA B og HK B í 1. deild kvenna klukkan 13:00 og verđa allir ţessir leikir í beinni á KA-TV.

Hćgt er ađ nálgast allar útsendingar KA-TV međ ţví ađ smella á KA-TV hlekkinn uppi til hćgri á síđunni eđa međ slóđinni ka.is/katv 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is