Stelpurnar ćtla sér titilinn í kvöld!

Blak
Stelpurnar ćtla sér titilinn í kvöld!
Hampa stelpurnar Íslandsmeistaratitlinum í kvöld?

Ţađ er komiđ ađ fjórđa leik KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Stelpurnar okkar leiđa 2-1 og tryggja titilinn međ sigri en ţađ er ljóst ađ liđ HK mun ekki gefa neitt eftir. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30 í Fagralundi í Kópavogi og hvetjum viđ ađ sjálfsögđu alla sem geta til ađ mćta og styđja okkar liđ í ţessum risaleik.

Fyrir ţá sem ekki komast á leikinn sjálfan ţá verđur hann í beinni útsendingu á SportTV og er um ađ gera ađ fylgjast vel međ gangi mála en vinni stelpurnar í kvöld verđur ţađ í fyrsta skiptiđ í sögunni sem KA verđur Íslandsmeistari í blaki kvenna en stelpurnar eru nú ţegar Deildar- og Bikarmeistarar og ćtla sér ţví ađ gera tímabiliđ sögulegt međ ţví ađ vinna ţrennuna.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is