Stelpurnar geta orðið Íslandsmeistarar, frítt inn!

Blak

KA tekur á móti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á þriðjudaginn klukkan 19:00 í KA-Heimilinu. Stelpurnar hafa unnið fyrstu tvo leikina og verða því Íslandsmeistarar með sigri í leiknum.

Nú þurfum við að troðfylla húsið og fullkomna þar með stórkostlegt tímabil en stelpurnar eru nú þegar Deildar- og Bikarmeistarar.

Geimstofan, BM Vallá, Finnur ehf og Malbikun Norðurlands bjóða ykkur frítt á leikinn og þökkum við þeim kærlega fyrir framtakið!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is