Fyrri leikur KA og Ţróttar Rvk. í kvöld

Blak
KA og Þróttur mætast í kvöld kl: 20:00´í fyrsta sinn í vetur en bæði liðin er taplaus í 1. deild karla og með jafn mörg stig en Þróttarar eru þó í toppsætinu með færri tapaðar hrinur. Leikurinn fer fram í KA heimilinu. Liðin mætast svo aftur á laugardag kl. 14:00 einnig í KA heimilnu.

Bæði liðin hafa 12 stig eftir 4 leiki en KA hefur tapað 4 hrinum en Þróttur aðeins einni. Liðin börðust grimmt í deildarkeppninni í fyrra en þá unnu KA menn báða heimaleiki sína 3-0 en Þróttarar hefndu fyrir með því að leggja KA heima einnig 3-0.  Þróttarar slógu svo KA menn út úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn með því að leggja KA í tvígang 3-0 og 3-2. KA menn eiga því harma að hefna. 

Í leiknum mætast einning stighæstu menn 1. deildarinnar í vetur þeir Piotr Kempisty hjá KA og Masayuki Takahashi hjá Þrótti.  Piotr Kempisty hjá KA er sem stendur stigahæsti leikmaður deildarinnar með 92 stig en Masayuki er með 82 stig í öðru sæti. Það er því ljóst að það verður hart barist í leikjunum um helgina er tvö bestu lið Íslands nú um stundir mætast.

1.deild karla í blaki 2009 (tekið af www.bli.is )
Meistaraflokkur karla
Staðan 5. desember 2008 kl. 11.25

 

 

Nr. Félag Leik U T Hrinur Skor Nettó Stig
1. Þróttur 4 4 0 12: 1 321: 231 90 12
2. KA 4 4 0 12: 4 398: 338 60 12
3. Stjarnan 5 1 4 6: 13 410: 451 -41 6
4. HK 5 0 5 3: 15 342: 451 -109 3

Stigaskor leikmanna í 1. deild

Uppfært 1. des 2008. 

Stigaskor leikmanna í 1. deild karla

 

20 efstu  Félag Sókn Hávörn Uppgjöf Samtals leikir
Piotr Kempisty KA 65 8 19 92 4
Masayuki Takahashi Þróttur R 68 5 9 82 4
Aleksander Simeonov Stjarnan 35 12 5 52 5
Hilmar Sigurjónsson KA 42 2 5 49 4
Emil Gunnarsson Stjarnan 42 3 4 49 5
Áki Thoroddsen Þróttur R 31 10 6 47 4
Brynjar Pétursson HK 40 4 2 46 5
Hafsteinn Valdimarsson KA 28 10 1 39 4
Vignir Hlöðversson Stjarnan 36 1 2 39 5
Ólafur Arason HK 29 1 3 33 4
Valgeir Valgeirsson KA 22 3 3 28 4
Till Wohlrab KA 14 6 8 28 4

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is