21.08.2025			
	
	Blakveturinn er að fara af stað og tekur vetrartaflan í starfi blakdeildar KA gildi á mánudaginn (25. ágúst) og erum við afar spennt að fara á fullt aftur
 
	
		
		
		
			
					02.08.2025			
	
	KA átti þrjá fulltrúa á SCA keppni smáþjóða í strandblaki í flokki U19 sem fór fram á Írlandi undanfarna daga og lauk í dag. Þetta eru þau Auður Pétursdóttir, Ágúst Leó Sigurfinnsson og Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir
 
	
		
		
		
			
					27.07.2025			
	
	KA átti fimm fulltrúa á SCA keppni smáþjóða sem fóru fram í Andorra síðustu daga og lauk í dag en fulltrúar KA voru fimm af átta liðsmönnum Íslands í keppni U17 í strandblaki. Þetta eru þau Anika Snædís Gautadóttir, Ágúst Leó Sigurfinnsson, Hákon Freyr Arnarsson, Katla Fönn Valsdóttir og Kara Margrét Árnadóttir
 
	
		
		
		
			
					29.06.2025			
	
	KA átti þrjá fulltrúa í kvennalandsliði Íslands í blaki sem keppti á Evrópukeppni Smáþjóða (SCA) í Dublin en þetta eru þær Kara Margrét Árnadóttir, Katla Fönn Valsdóttir og Sveinbjörg Lilja Ingólfsdóttir
 
	
		
		
		
			
					17.06.2025			
	
	Blakdeild KA barst í dag ansi góður liðsstyrkur fyrir komandi vetur en Jóna Margrét Arnarsdóttir er mætt aftur heim eftir að hafa leikið tvö undanfarin tímabil með liði Sant Joan d'Alacant á Spáni
 
	
		
		
		
			
					13.06.2025			
	
	Miguel Mateo Castrillo skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við blakdeild KA og stýrir því áfram karla- og kvennaliðum í blaki KA auk þess að leika áfram með karlaliðinu
 
	
		
		
		
			
					14.05.2025			
	
	Blakdeild KA verður með frábærar strandblaksæfingar í sumar fyrir hressa krakka. Æfingarnar hefjast mánudaginn 2. júní næstkomandi en æft verður alla mánudaga og miðvikudaga í júní, júlí og ágúst
 
	
		
		
		
			
					30.04.2025			
	
	Blakdeild KA fagnaði stórbrotnu tímabili á dögunum en bæði karla- og kvennalið KA eru Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar og Deildarmeistarar auk þess sem kvennalið KA er Meistari Meistaranna. Karlarnir léku ekki í Meistarar Meistaranna og vann blakdeildin því alla þá titla sem í boði voru þetta tímabilið
 
	
		
		
		
			
					10.04.2025			
	
	Það er komið að stóru stundinni þegar karla- og kvennalið KA hefja leik í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Vinna þarf þrjá leiki og gríðarlega mikilvægt að hefja einvígin á sigri og til þess þurfum við ykkar stuðning
 
	
		
		
		
			
					05.03.2025			
	
	Stærsta helgi ársins í blakhreyfingunni er framundan þegar úrslitahelgi Kjörísbikarsins fer fram í Digranesi í Kópavogi dagana 6.-8. mars. Karla- og kvennalið KA eru komin í undanúrslitin og ætla sér sæti í úrslitaleikjunum sem fara fram á laugardeginum