KA sigrar í blaki á afmćlisdaginn!

Blak
Meistaflokkur karla í blaki átti góðan leik í dag gegn Fylki og vann nokkuð auðveldan 3-0 sigur. 
Okkar menn unnu fyrstu hrinuna 25-17, þá næstu 25-21 og þriðju hrinuna 25-22. Marek Bernat, þjálfari liðsins gat leyft sér að nota yngri leikmenn liðsins mikið í leiknum sem kom þó ekki niðri á árangri liðsins. Piotr Kempisty var stigahæstur í liði KA með 19 stig og Davíð Búi Halldórsson var með 14 stig. Í liði Fylkis var Ivo Simeonov með 11 stig og nafni hans Bartkevics með 10 stig. Við höldum því liðið heldur því toppsætinu áfram með 16 stig og HK komst upp fyrir Stjörnuna í 2. sætið með 15 stig.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is