KA varši bikartitilinn ķ blaki karla!

Blak
KA varši bikartitilinn ķ blaki karla!
9. Bikarmeistaratitill KA ķ blaki karla stašreynd!

Karlališ KA ķ blaki sem er handhafi allra bikara ķ dag męttu Įlftanesi ķ śrslitaleik Kjörķsbikarsins og reyndi žar aš verja Bikarmeistaratitil sinn. Mikill stķgandi hefur veriš ķ leik Įlftnesinga ķ vetur og unnu žeir góšan sigur į HK ķ undanśrslitum og klįrt aš okkar liš žyrfti aš hafa fyrir hlutunum ķ dag.

Įlftnesingar hófu leikinn af krafti og komust ķ 1-4 og sķšar 7-12. Žį loks kviknaši į okkar liši og strįkarnir jöfnušu ķ 12-12 eftir frįbęrar uppgjafi hjį Stefano Nassini. Eftir žaš var leikurinn hnķfjafn og spennandi og mįtti vart sjį hvort lišiš myndi vinna fyrstu hrinuna.

Stašan var 22-22 er lķtiš var eftir en Filip var žį góšur aš finna Miguel Mateo į kantinum sem gerši mikilvęg stig og KA vann žvķ fyrstu hrinuna 25-22 og stašan oršin 1-0.

Aftur voru žaš Įlftnesingar sem hófu hrinuna betur og komust žeir ķ 0-3, KA svaraši meš nęstu fjórum stigum en eftir žaš žurftu okkar menn aš elta nęr alla hrinuna. Loks tókst aš jafna aftur ķ 20-20. Enn var jafnt ķ 22-22 žegar Vigfśs Jónbergsson kom sterkur inn ķ uppgjöf og KA vann ķ kjölfariš 25-23 sigur. Stašan oršin 2-0 og virtist vera aš žegar virkilega žyrfti į aš halda gęti lķtiš stoppaš okkar liš.

Žaš kom svo aš žvķ aš KA myndi byrja betur og mį ķ raun segja aš sigur KA hafi allan tķmann legiš ķ loftinu. Į endanum vannst 25-17 sigur og leikurinn žvķ unnin 3-0 žó vissulega hafi okkar liš žurft aš hafa vel fyrir hlutunum žį sérstaklega ķ fyrstu tveimur hrinunum.

En styrkurinn og breiddin ķ KA lišinu er einfaldlega žaš mikill aš žaš eru ekki mörg liš sem viršast geta stašiš lišinu snśning. Strįkarnir vöršu žar meš Bikarmeistaratitilinn og KA žvķ Bikarmeistari ķ blaki karla ķ nķunda skiptiš ķ sögunni.

Miguel Mateo var valinn leikmašur leiksins en hann įtti skķnandi frammistöšu og gerši 25 stig. Nęstir komu žeir Stefano Nassini meš 11 stig, Mason Casner meš 10 og Alexander Arnar Žórisson meš 6 stig. Filip Pawel įtti eins og svo oft įšur flottan leik ķ uppspilinu en hann blómstrar meš jafn öfluga sóknarmenn sér viš hliš eins og KA hefur ķ dag.

Viš óskum strįkunum til hamingju meš titilinn og hlökkum rétt eins og meš stelpurnar til aš sjį žį berjast um Ķslandsmeistaratitilinn er śrslitakeppnin hefst į nęstunni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is