Þrír Íslandsmeistaratitlar til KA á yngrifl. móti BLÍ

Blak
Þrír Íslandsmeistaratitlar til KA á yngrifl. móti BLÍ
Íslandsmeistar KA í 3. fl. fagna einum af sigrunum um helgina

Lið frá Blakdeild KA náðu frábærum árangri á yngriflokkamóti BLÍ sem fór fram um helgina í Mosfellsbæ. Annar flokkur karla vann HK örugglega 3-0 í síðasta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en liðið hafði þegar tryggt sér titilinn fyrir leikinn. Þriðji flokkur kvenna átti frábært mót, vann alla sína leiki og vann sig upp úr þriðja sæti, frá fyrra móti ársins, í það fyrsta. Fimmti flokkur a liða vann alla sýna leiki og tryggði sér Íslandsmeistartitilinn af öryggi. Fjórði flokkur kvenna fékk bronsverðlaun. Blakdeild KA hefur aldrei fengið jafn marga Íslandsmeistaratitla á einu og sama árinu í yngriflokkum. 

Íslandsmót yngriflokka í blaki um síðustu helgi í Mosfellsbæ er stærsta mótið frá upphafi en alls tóku 74 lið þátt í mótinu auk 8 liða í 6 flokki, sem spila sem gestalið, alls 82 lið. Mótið var síðari hluti Íslandsmótsins en samanlögð úrslit úr 2 mótum gilda til Íslandsmeistaratitils.

Myndir af mótinu

Í þriðja flokki kvenna var mikil spenna en stúlknalið KA, sem hafnaði í þriðja sæti í Neskaupstað fyrir áramót, stóð sig frábærlega á mótinu í Mosfellsbæ vann alla sýna leiki og tapaði einungis 1 hrinu í mótinu en það var gegn HK í hörkuleik (20-25) (25-23) (10-15).Lokaleikur mótsins var leikur við Þrótt frá Neskaupstað sem oft hefur reynst KA stúlkum erfiður. KA stúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu Þróttara örugglega 2-0 (25-20) og (25-15). Árangurinn á mótinu skilaði liðinu Íslandsmeistaratitlinum með 19 stig. Í öðru sæti var lið Þróttar Nes. með 18 stig og í þriðja sæti var lið HK, einnig með 18 stig en lakara stigahlutfall.

Strákarnir í 3. flokki karla áttu erfitt uppdráttar á mótinu og enduðu í 9. og síðasta sæti. Liðið varð fyrir því óláni að missa 3 af leikmönnum sínum út rétt fyrir mótið vegna, veikinda og meiðsla og fleiri orsaka. Einnig er liðið mjög ungt að árum og í raun eru flestir leikmenn þess ennþá í 4. flokki og eiga því eftir að spila í 3. flokki þrjú næstu árin. Það er því klárt að þessir strákar eiga eftir að rétta sinn hlut enda sýndu þeir mörg góð tilþrif á mótinu.

KA átti tvö lið í 4. flokki kvenna. A-liðið stóð sig með ágætum og hafnaði í 3. sæti og tók bronsverðlaun. B-liðið stóð sig einnig með ágætum og náðu 5. sæti af 10 liðum en stúlkurnar í því eru allar á yngra árinu og eru mjög efnilegar. Þeir eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Í fimmta flokki átti KA tvö lið eitt í flokki a-liða og annað í flokki b-liða. A-lið KA spilaði af fádæma öryggi og tapaði ekki hrinu í mótinu og aðeins 2 hrinum á fyrramótinu á Neskaupstað. Það má því segja að liðið hafi verið í nokkrum sérflokki. Í liðinu eru strákar sem byrjuðu í krakkablaki fyrir 5 árum, óvenju ungir að árum og árangurinn skilaði sér nú á mótinu í Mosfellsbæ. B-liðið stóð sig einnig frábærlega á mótinu og tapaði einungis einum leik og lenti í öðru sæti en þar sem þeir urðu í 8. sæti á fyrra mótinu á enduðu þeir í 4. sæti samanlagt. Fínn árangur enda meirihluti leikmanna á yngra árinu í þessu liði.

Íslandsmóti yngriflokka lauk með verðlaunaafhendingu á sunnudag þar sem Jason Ívarsson, formaður BLÍ afhenti verðlaun með dyggri aðstoð Sævars Más Guðmundssonar, framkvæmdastjóra BLÍ. Yngriflokkamótið þótti takast mjög vel í alla staði enda nóg pláss að Varmá til að halda eins stór mót og þetta. Húsvörður Varmár kom að góðum orðum um umgengni yfir helgina og var krökkunum hrósað í hástert fyrir frábæra umgengni og framkomu. Skemmtilegt mót er nú að baki og greinilegt að uppgangur er í blakinu því yngriflokkamótin stækka með hverju árinu sem líður.

Öll úrslit mótsins:

                    1. deild 3.fl. kk  
     
1 HK 24
2 UMFG Grundarfjörður 20
3 Afturelding 16
4 Stjarnan 14
5 Þróttur Nes 13
6 Vík-Reynir 13
7 Dímon 10
8 Afturelding B 9
9 KA 5
     
     
                    2.deild 3.fl. kvk  
     
1 KA 19
2 Þróttur Nes 18
3 HK 18
4 Stjarnan 13
5 Þróttur N b 8
6 Vík Reynir 1 7
7 UMFG Grundarfjörður 5
8 Bjarmi rauður 4
9 HK-B 3
10 Vík Reynir 2 1
     
     
     
   3.deild 4.fl pilta  
     
1 Vík-Reynir 14
2 HK 10
3 Stjarnan 1 5
4 Sindri a 2
     
     
  4.deild 4.fl. pilta  B lið  
     
1 Dímon B 12
2 Vík-Reynir 2 7
3 UMFG Grundarfjörður b 5
4 Afturelding 0
     
     
     
                    
  5.deild 4.fl. kvk A  
     
1 Dímon Freyjur 1 15
2 Þróttur Nes-a 14
3 KA-a 9
4 Vík-Reynir gulir 4
5 Bjarmi gulur 3
     
     
     
  6 deild 4.fll. Kvk-B liða  
     
1 Stjarnan 18
2 Vík-Reynir blár 14
3  Þróttur Nes b 11
4 HK 8
5 KA-b 7
6 Dimon Fjólur B 6
7 Bjarmi blár 4
     
     
     
     
  7., deild  5.fl. A -liða  
     
1 KA-A 19
2 Þróttur N-A 14
3 HK-A 7
4 Bjarmi grænn 4
     
     
     
     
  8. DEILD  -5.FL. B-LIÐA  
     
1 Dímon tígull 15
2 Dímon Hjarta 14
3 UMGF b 11
4 KA-B 10
5 Afturelding 9
6 Afturelding -a 8
7 UMFG-B 6
8 Vík-Reynir 3
9 HK-B 0
10 Sindri B mætti ekki
     
     
     
  9. deild -5.fl. C liða  
     
1 Vík-Rreynir 1 16
2 Dimon Spaði-C 11
3 Þróttur R 4.fl 9
4 Stjarnan 6
5 Þróttur R 2

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is