Úrslitin í Íslandsmóti karla í blaki hefjast mánudaginn 11. apríl þegar KA tekur á móti HK

Blak

Úrslitin hefjast á morgun kl. 19:30 þegar meistarar KA taka á móti HK í KA-heimilinu á morgun.

HK tryggði sér rétt til þátttöku í úrslitaviðureigninni með sigri á Stjörnunni 3-0 á föstudagskvöldið.  Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í úrslitaviðureigninni en reikna má með hörkuleik þar sem hvergi verður gefið eftir.  Hvetjum við alla sem hafa tök á því að mæta í KA-heimilið og styðja KA strákana til sigurs.  

Þess má geta að leikurinn verður sýndur á netinu www.n4.is en KA vill þakka Þorra í N4 og þeim góðu styrktaraðilum sem lögðu málefninu lið fyrir stuðninginn og hvetur fólk til að kíkja á leikinn á netinu ef það hefur ekki tök á því að mæta í KA-kofann.  


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | blak@ka.is