Fréttir

HSÍ með námskeið á Akureyri fyrir íþróttakennara og handboltaþjálfara

Föstudaginn 3. okt. og laugardaginn 4. okt. 2008 í KA heimilinu. Á  föstudegi kl. 15:00-16:00 er kynning á minnibolta (softball) sem er ætlað öllum íþróttakennurum, en annað er frekar fyrir handboltaþjálfara.

KA lið í Eimskipsbikarnum - miskilningur hjá HSÍ

Í kvöld var dregið í bikarkeppni karla sem rétt eins og í fyrra er kennd við Eimskip. Dregið var í "beinni" útsendingu í sjónvarpinu eins og það var kallað. 31 lið er skráð til keppni sem þýðir að í fyrstu umferð verða leiknir 15 leikir en eitt lið, Haukar sem ríkjandi Íslandsmeistarar sitja hjá í þeirri umferð. Það vakti nokkra athygli að lið KA var dregið upp úr Eimskipsgámnum og fékk útileik gegn FH 2. Hið rétta í málinu að þarna gerðu HSÍ menn smávægileg mistök því liðið var skráð til keppni undir nafninu Akureyri 2 en það mun vera skipað ýmsum hetjum og má þar nefna t.d. markverðina Stefán Guðnason og Atla Ragnarsson, en væntanlega verður fljótlega upplýst um aðra liðsmenn.

Tap og jafntefli hjá 4. flokki kvenna

Stelpurnar í 4 flokk kvenna fóru um liðna helgi suður til að spila í milliriðlum A liða. Tveir leikir voru á dagskránni og þurftu þeir báðir að vinnast til að KA mundi spila í 1. deild í vetur. Ferðalagið gekk vel og voru stelpurnar fljótar að koma sér fyrir í Gróttuheimilinu. Klukkan rúmlega eitt um nóttina fór brunavarnarkerfið af stað með tilheyrandi hávaða. Athygli vekur að tvær stúlkur sváfu af sér hávaðann sem stóð yfir í rúmt kortér!

Milliriðill 4. flokks

/* Annað af tveimur B-liðum 4. flokks karla í handbolta lék í milliriðli í dag. Fyrir hafði liðið þegar unnið einn leik sem telur til milliriðils. Ekki gekk nægilega vel hjá strákunum í dag og töpuðu þeir tveimur leikjum. Þeir munu því leika í 2. deild í vetur. Það gæti hins vegar verið hið fínasta mál fyrir þá því þar ættu þeir að fá leiki sem þeir geta fengið mikið út úr í vetur og tíma til að vinna þeim þeim hlutum sem þeir þurfa að vinna í.

Milliriðill 4. flokks í KA-Heimilinu á sunnudag

Um helgina leikur 4. flokkur karla í milliriðli. Þar verður B-2 lið flokksins í eldlínunni en leikirnir munu fara fram í KA-Heimilinu á sunnudag. Fólk er eindregið hvatt til að mæta og horfa á leikina. Dagskráin: 12:30: KA-Þróttur 14:30: KA-Grótta 2 A og B1 lið flokksins hafa þegar tryggt sér sæti í efri deild í vetur og verður gaman að sjá hvort B-2 geri það sama.

Fjör á æfingum í kvennahandboltanum

Stelpurnar í unglinga- og meistaraflokki hafa verið að æfa á fullu núna síðustu fjórar vikurnar. Þetta árið var ákveðið að berjast markvisst gegn brottfalli stúlkna sem ganga upp úr 4. flokknum en það hefur verið ærið vandamál síðustu árin. Til að sporna gegn þessu vandamáli hefur verið búinn til sérstakur vettvangur fyrir þær sem vilja halda áfram að æfa handknattleik en treysta sér ekki til að æfa á fullu eða eru á eftir þeim sterkustu í getu. Einnig er vonast til þess að þær sem hafa hætt í gegnum árin taki fram skóna að nýju og gefi íþróttinni annan séns.

4. flokkur kvenna stóð í ströngu um helgina

Stelpurnar í A liði 4. flokks fóru suður til að keppa í niðurröðunarmóti HSI um liðna helgi. Fyrirfram var vitað að róðurinn yrði þungur enda virkilega sterkur riðill sem KA lenti í. Fyrsti leikurinn var við FH og var fyrirfram ljóst að það yrði hörku leikur. Jafnt var á öllum tölum framan af og var staðan 8-7 fyrir FH í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði ákaflega illa hjá KA og skoruðu FH stelpur 4 mörk gegn 1 KA marki. Þá gáfu stelpurnar í og náðu að minnka muninn í 1 mark, 12-11 og FH manni færri og tvær og hálf mínúta eftir af leiknum.

Æfingatafla handknattleiksdeildar

Búið er að uppfæra æfingatöflur yngri flokkanna og er hægt að skoða einstaka flokka með því að velja tengilinn Yngri flokkar vinstra megin á handboltasíðunni og síðan einstakan flokk. Smellið hér til að sjá æfingatöfluna í heild.

4. flokkur: Tvö lið í efri deild og eitt í milliriðil

/* Forkeppni 4. flokks fór fram um helgina. KA er með þrjú lið í drengjaflokki og léku þau öll um helgina. Tvö þeirra, A-liðið og annað B-liðið (B 1), léku á Akureyri og unnu bæði riðla sína með tveimur sigrum. Hitt B-liðið (B 2) lék fyrir sunnan og vann einn af þremur leikjum sínum og mun því leika í milliriðli um næstu helgi. Glæsilegur árangur hjá strákunum og spilamennskan hjá þeim um helgina að lang mestu leyti mjög flott.

Breytt plan hjá 4. flokki um helgina - Allir hvattir til að mæta

Breyting hefur orðið á leikjaplani fyrir forkeppni 4. flokks karla í handbolta sem fram fer í KA-Heimilinu um helgina. Eitt lið mætir ekki til leiks og leika strákarnir alla sína leiki á laugardag. Fólk er eindregið hvatt til þess að mæta á leikina og sjá strákana leika en þeir eru staðráðnir í að gera sitt allra besta. Leikjaplanið er eftirfarandi: 4.fl.karla A-lið Lau. 13.sep. klukkan 12.00 KA - Grótta   Lau. 13.sep. klukkan 13.00 KA - Selfoss 4.fl.karla B-lið Lau. 13.sep. klukkan 20.00 KA - HK   Lau. 13.sep. klukkan 21:00 KA - Fylkir