Fréttir

Lokahóf unglingaráðs handknattleiksdeildar 2008

Staða handboltans á Akureyri: fundir þriðjud. og fimmtud.

Eins og við er að búast eru ýmsar spurningar uppi varðandi stöðu handboltamála á Akureyri þessa dagana, ekki síst með tilliti til frétta af miklum erfiðleikum varðandi fjárhagsstöðu handboltans. Boðað hefur verið til tveggja almennra funda í vikunni til að ræða þessi mál.

Íslandsmót karla 6. flokkur lokaúrslit

Um helgina fór fram Íslandsmót 6. flokks stráka sem haldið var af KA og Þór.  Hér má sjá öll úrslit og lagfærða lokastöðu mótsins.

Íslandsmót í handknattleik - 6. flokkur karla

Dagana 2.-4. maí fer fram 5. umferð í Íslandsmóti 6. flokks karla hér á Akureyri. Mótið fer fram hér á Akureyri og nefnist Hagkaupsmót KA og Þórs. Leikið er í KA-húsinu við Dalsbraut svo og í Síðuskóla við Bugðusíðu. Upplýsingar um leikjafyrirkomulag er hægt að nálgast hér.

4. flokkur karla: B-liðið í 2. sæti

B-lið 4. flokks lék til úrslita á Íslandsmótinu í dag gegn Fram. Í gær vann liðið sem kunnugt er frábæran sigur á Gróttu sem liðið hafði ekki náð að sigra áður í vetur. Leikurinn í dag fór ekki líkt og vonast var til og vann Fram stóran sigur á KA. KA-menn mega þó vel við una en bæði A og B lið 4. flokks fóru í úrslitaleiki Íslandsmótsins þetta tímabilið.

4. flokkur karla: B liðið leikur til úrslita á sunnudag

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að B lið 4. flokks karla sigraði Gróttu í undanúrslítaleik Íslandsmótsins núna rétt í þessu 20-14 eftir að hafa verið yfir 11-8 í hálfleik. Strákarnir munu því leika til úrslita á morgun um Íslandsmeistaratitilinn en andstæðingur þeirra verða Frammarar. Úrslitaleikurinn verður klukkan 14:30 í Austurbergi. Þetta er frábært hjá strákunum og gaman ef þeim tekst að bæta árangur A liðsins sem einnig lék til úrslita í sínum flokki um síðustu helgi en hafnaði þá í öðru sæti.

4. flokkur kvenna hefur lokið keppni að sinni

B lið 4. flokks kvenna brunaði í gær, síðasta vetrardag, suður til að etja kappi við Gróttu2 í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn hófst af krafti, stemmingin í húsinu var stórgóð og mikið af áhorfendum og látum. Óákveðni og mistök einkenndu sóknarleikinn í fyrri hálfleik skiluðu fáum mörkum, en gríðarlega sterk vörn KA stúlkna skilaði sömuleiðins fáum mörkum á móti.

4. flokkur karla: B-liðið í undanúrslit

B-lið 4. flokks karla vann í dag HK sannfærandi í 8-liða úrslitum Íslandsmótins. KA byrjaði leikinn afar vel og komst í 7-2. Leikur KA datt aðeins niður eftir það og staðan í hálfleik var svo 9-6. Í seinni hálfleik voru strákarnir mikið sterkari og komust mest 10 mörkum yfir. Lokatölur urðu svo 23-15 sigur.

4. flokkur karla: B liðið með leik á fimmtudag

B-lið 4. flokks karla á leik í 8 liða úrslitum á morgun, fimmtudag. Þá mæta strákarnir HK í KA heimilinu og hefst leikurinn klukkan 15:00. Ef KA nær að sigra farar strákarnir suður strax um helgina í undanúrslit og síðan í úrslitaleikinn eða þá í leik um þriðja sæti.

4. flokkur karla: Silfur á Íslandsmótinu

Nú er rétt nýlokið æsispennandi úrslitaleik um Íslandsmeistaratign A liða í 4. flokki karla.  KA strákar léku úrslitaleikinn gegn FH og fór leikurinn fram í Hafnarfirði fyrir fullu húsi heimamanna.  Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik en KA ávallt með frumkvæði og hafði eins marks forystu í hálfleik 12-11. Sama spenna hélst í síðari hálfleik en svo fór að FH hafði eins marks sigur 22-21 en KA strákar áttu síðustu sóknina í leiknum en náðu ekki að jafna metin. Að vonum eru strákarnir svekktir enda voru þeir svo nálægt því að krækja í titilinn, en þess ber að geta að árangur þeirra í vetur er búinn að vera frábær og þeir eru deildarmeistarar.