05.08.2008
Nú er að hefjast undirbúningur hjá meistara- og unglingaflokki kvenna í handboltanum fyrir komandi tímabil. Fyrsta æfing verður
miðvikudaginn 6. ágúst kl. 18:00 í KA heimilinu.
Fljótlega verða svo settir á fastir æfingatímar. Allar nánari upplýsingar fást hjá Erlingi í síma 690-1078.
06.07.2008
Ta var undanurslitaleikjunum ad ljuka og topudust badir leikir. Baedi strakalidin hja KA voru nalaegt tvi ad komast i urslitaleikina en tad gekk ekki ad tessu sinni.
06.07.2008
Her koma pistlar fra tvi hvernig Partille ferd 4. flokks kvenna hja KA hefur verid.
06.07.2008
Nuna rett adan voru tvo strakalid fra KA ad komast i undanurslit a Partille Cup en 4. flokkur karla og kvenna foru sem kunnugt er a motid.
01.07.2008
4. flokkur KA er lentur i Svitjod. Eins og adur hefur komid fram eru 47 unglingar a vegum KA a Partille Cup.
25.06.2008
/*
Hið alþjóðlega handboltamót Partille Cup í Svíþjóð fer fram í sumar eins og áður.
Þar eru samankomnir yfir 15.000 handboltamenn á öllum aldri frá um 50 löndum að spila handbolta. Næstkomandi mánudag mun 4. flokkur KA fara á
mótið (bæði drengir og stúlkur), eins og hefur ávallt verið annað hvert ár hjá KA, en allt í allt fara fjörtíu og sjö
unglingar frá KA á mótið að spila.
25.05.2008
Þann 16. maí síðastliðinn stóð unglingaráð handboltans fyrir árlegu
lokahófi yngri handboltaiðkenda. Þar var að vanda glatt á hjalla eins og lög gera ráð fyrir. Þórir Tryggvason var á staðnum með
myndavélina og sendi okkur dágóðan slatta af myndum sem eru komnar inn í myndasafnið.
Smelltu hér til að skoða myndirnar.
23.05.2008
Fjórir leikmenn 4. flokks KA voru í dag valdir í úrtakshóp fyrir landslið Íslands í handbolta fyrir leikmenn fædda 1992 og síðar.
Leikmennirnir eru þeir Gunnar Bjarki Ólafsson (markvörður), Ásgeir Jóhann Kristinsson (skytta), Guðmundur Hólmar Helgason (miðjumaður) og
Sigþór Árni Heimisson (horna- og miðjumaður). Gunnar, Ásgeir og Guðmundur eru allir fæddir árið 1992 og Sigþór árið
1993.
23.05.2008
Í gær, fimmtudag, var haldin sérstök æfing fyrir stóra handboltamenn á Íslandi. Mikið hefur verið rætt og ritað um það
að undanförnu hve brýn nauðsyn sé á slíkum mönnum í íslenskan handbolta í framtíðinni. KA menn hafa stóra leikmenn
líkt og önnur lið og vildu að sjálfsögðu senda sína leikmenn á þessa æfingu.
16.05.2008
Fundur um stöðu handboltans á Akureyri sem boðað var til s.l. fimmtudag 15. maí af
íþróttafélögunum KA og Þór tókst mjög vel. Af mætingunni á fundinn má dæma að áhuginn fyrir
handboltamálum á Akureyri hefur ekki farið dvínandi, en á bilinu60 - 70
manns mættu á fundinn.