Fréttir

Vestmannaeyjarferð 5.flokks karla og kvenna

Foreldrar  krakka í 5. flokki  sem eru að fara til Vestmannaeyja næstkomandi helgi, eru beðnir um að greiða kostnaðinn við ferðina kr. 11.000 inn á banka 0162-05-63299 kt. 450902-2680 og setja kennitölu barns í skýringu. Kveðja, Unglingaráð

Jafntefli hjá KA/Þór í dag í Kópavoginum

KA/Þór sótti stig í Kópavoginn í dag þegar stelpurnar léku gegn HK en liðin skildu jöfn, 26:26, í N1 deild kvenna í Digranesinu í dag. Ásdís Sigurðardóttir 7, Anna Valgerður Erlingsdóttir 6, Emma Sardarsdóttir 4, Martha Hermannsdóttir 4, Guðrún Tryggvadóttir 3, Katrín Viðarsdóttir 2

Kvennalið KA/Þór spila í Kópavogi á laugardaginn

Næsti leikur meistaraflokks KA/Þór er á útileikur gegn HK og fer hann fram í Digranesi klukkan 14:00 á laugardaginn. KA/Þór gerði góða ferð suður um síðustu helgi þegar þær sigruðu Víkinga og náðu þar með í tvö góð stig. Nú ætla stelpurnar að fylgja þeim árangri eftir, vissulega má reikna með erfiðari leik en KA/Þór liðið hefur verið mjög vaxandi í síðustu leikjum. Tveir sigurleikir í röð gefa þeim góðan byr í seglin.

Foreldrar/forráðamenn 6. flokks karla og kvenna - fundur

Næstkomandi mánudag 23. nóvember kl. 18:00 verður fundur í KA heimilinu fyrir foreldra bæði stráka og stelpna sem keppa á 6. flokks mótinu  hjá KA helgina 27.-29. nóv. Rætt verður fyrirkomulag og vinna á mótinu, miklvægt er að hver keppandi eigi fulltrúa á fundinum. Kveðja - Þjálfarar og Unglingaráð

Foreldrar 4. flokks karla og kvenna: Partille fundur

Foreldrar/forráðamenn Næstkomandi þriðjudag 24/11 kl. 18:00 verður foreldra fundur vegna Partille ferðar 4. flokks karla og kvenna í KA heimilinu.  Við erum búin að fá tvö  verðtilboð í ferðina og tímasetningar  og nú þurfum við að ákveða framhaldið.  Mjög miklvægt er að öll börn í flokknum eigi fulltrúa á fundinum því við þurfum að ganga frá pöntun sem fyrst.  Á  fundinum verður einnig rætt um áframhaldandi fjáröflun fyrir ferðina. Með von um að sjá sem flesta. Partille nefndin

Fyrstu stig KA/Þór komin í hús eftir sigur á Víking

Stelpurnar í KA/Þór fylgdu eftir góðum sigri á Víkingum í Eimskipsbikarnum þegar liðin mættust í N1-deildinni í gær. Leikurinn fór fram í Víkinni og var ljóst í fyrri hálfleik að KA/Þór stelpurnar voru komnar til að sækja bæði stigin. Eftir fyrri hálfleik munaði sjö mörkum á liðinum, staðan 17-10 okkar stelpum í vil. Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum og hélst munurinn áfram þannig að þegar upp var staðið var sjö marka sigur í höfn 29:22.

4. flokkur kvenna með góðan sigur á Fylki í dag

4. flokkur kvenna lék sinn annan leik á tímabilinu klukkan 09:00 á  sunnudagsmorgunn. Um síðustu helgi steinlá liðið heima fyrir Víking í  afskaplega döprum leik. Í þeim leik voru stelpurnar engan veginn  tilbúnar í kollinum til að spila handbolta og var sett sú krafa á þær  fyrir þennan leik að mæta klárar.

Risaslagur á sunnudaginn: Akureyri - FH í bikarkeppninni

Það er nóg að gera í handboltanum þessa dagana. Sigurleikur gegn Stjörnunni í gær eftir rafmagnaðar lokasekúndur. Á sunnudaginn verður sannkallaður risaslagur í Eimskipsbikarnum þegar Akureyri tekur á móti FH í Íþróttahöllinni klukkan 16:00. Akureyringar fá nú kærkomið tækifæri til að hefna fyrir deildarleikinn á dögunum þegar FH-ingar flugu suður með 2 stig úr Höllinni.

Yfirburðasigur KA/Þór á Víkingum í dag - myndir

Það var skemmtileg stemming í KA heimilinu í dag þegar KA/Þór lék sinn fyrsta bikarleik á tímabilinu. Andstæðingarnir voru úrvalsdeildarlið Víkings. Fyrirfram áttu menn von á spennandi leik þar sem jafnt er komið með liðunum sem sitja án stiga á botni N1-deildarinnar.

Leikur dagsins KA/Þór - Víkingur

Eins og venjulega er að duga eða drepast í Eimskipsbikarnum! Minnum á leik KA/Þórs gegn Víkingum í dag klukkan 17:30 í KA heimilinu.