15.11.2009
Stelpurnar í KA/Þór fylgdu eftir góðum sigri á Víkingum í Eimskipsbikarnum þegar liðin mættust í N1-deildinni í
gær. Leikurinn fór fram í Víkinni og var ljóst í fyrri hálfleik að KA/Þór stelpurnar voru komnar til að sækja bæði
stigin. Eftir fyrri hálfleik munaði sjö mörkum á liðinum, staðan 17-10 okkar stelpum í vil.
Í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum og hélst munurinn áfram þannig að þegar upp var staðið var sjö marka
sigur í höfn 29:22.
15.11.2009
4. flokkur kvenna lék sinn annan leik á tímabilinu klukkan 09:00 á sunnudagsmorgunn. Um síðustu helgi steinlá liðið heima fyrir
Víking í afskaplega döprum leik. Í þeim leik voru stelpurnar engan veginn tilbúnar í kollinum til að spila handbolta og var sett
sú krafa á þær fyrir þennan leik að mæta klárar.
13.11.2009
Það er nóg að gera í handboltanum þessa dagana. Sigurleikur gegn Stjörnunni í gær eftir rafmagnaðar lokasekúndur. Á sunnudaginn
verður sannkallaður risaslagur í Eimskipsbikarnum þegar Akureyri tekur á móti FH í Íþróttahöllinni klukkan 16:00.
Akureyringar fá nú kærkomið tækifæri til að hefna fyrir deildarleikinn á dögunum þegar FH-ingar flugu suður með 2 stig úr
Höllinni.
11.11.2009
Það var skemmtileg stemming í KA heimilinu í dag þegar KA/Þór lék sinn fyrsta bikarleik á tímabilinu. Andstæðingarnir voru
úrvalsdeildarlið Víkings. Fyrirfram áttu menn von á spennandi leik þar sem jafnt er komið með liðunum sem sitja án stiga á botni
N1-deildarinnar.
11.11.2009
Eins og venjulega er að duga eða drepast í Eimskipsbikarnum! Minnum á leik KA/Þórs gegn Víkingum í dag klukkan 17:30 í KA heimilinu.
11.11.2009
Föstudaginn 20. nóvember er fyrirhuguð ferð í aðra umferð Íslandsmóts hjá drengjunum. Mæting er í KA heimilið kl. 11 og
þurfa drengirnir því að fá frí í skóla þennan morgun. Þar sem undirritaður er að fara erlendis og kemur ekki aftur fyrr en
seinni part næstu viku óskar hann eftir því að foreldrar biðji um leyfi fyrir drengina þennan morgun.
10.11.2009
Meistaraflokkur KA/Þór hefur í nógu að snúast þessa dagana. Á miðvikudaginn klukkan 17:30 er komið að fyrsta leiknum
í Eimskipsbikarnum en þá kemur Víkingsliðið í heimsókn. Bæði liðin komu til leiks í efstu deild á þessu
tímabili og er líkt á komið með liðunum sem eru enn án stiga í deildinni. Það má því reikna með hörkuleik
þar sem bæði lið hungrar í að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu.
10.11.2009
Strax frá byrjun tóku Stjörnustelpur frumkvæðið og héldu því allt til loka leiks. Staðan í hálfleik var 13-20 fyrir
Stjörnuna og lokatölur 25-36.
Eins og sést á úrslitum var lítið um tilþrif i vörninni. Stelpurnar virkuðu oft á tíðum hálf áhugalausar og
nánast horfðu á Stjörnustelpur labba í gegnum vörnina aftur og aftur. Skytturnar hjá Stjörnunni fengu þann frið sem þær vildu til
að athafna sig og línumaðurinn skottaðist fyrir aftan dapra vörn norðanstúlkna eins og hún vildi. Þá skipti engu í hverslags
varnarafbrigði var skipt, alltaf léku þær naut og nautabana við Stjörnustelpur.
10.11.2009
Stelpurnar í 4. flokk kvenna léku sinn fyrsta leik á tímabilinu á laugardaginn var. Leikurinn byrjaði ágætlega. Vörn KA stúlkna var
sterk og áttu Víkingsstúlkur í miklum vandræðum með að finna glufu á vörninni. Sóknarlega virkuðu heimastúlkur frekar
óstyrkar og áttu í miklum erfiðleikum með einföldustu aðgerðir.
09.11.2009
Á laugardaginn spiluðu strákarnir í 4. flokki gegn HK. A-liðin léku klukkan 14:00 og var strax ljóst að yfirburðir KA strákanna voru algerir.
Í hálfleik höfðu þeir örugga forystu 15-8 og í seinni hálfleik bættu þeir enn í og stórsigur niðurstaðan,
34-18.
Strax á eftir mættust B2 liðin og bættu KA strákarnir um betur og kafsigldu Kópavogspiltana. Staðan í hálfleik var 15-3 fyrir KA og
lokatölur 35-10.
Hér á eftir eru nokkrar myndir frá leikjunum.