26.10.2009
Síðstliðinn sunnudagsmorgun mættust KA/Þór og Fylkir í 1. deild 3. flokks kvenna. Fyrir hafði KA/Þór tapað illa gegn FH á
útivelli þar sem nokkra lykilmenn vantaði ásamt því að liðið lék langt undir getu. Voru stelpurnar því staðráðnar
í því að koma sér á beinu brautina gegn Fylki.
26.10.2009
Á laugardaginn tóku stelpurnar í KA/Þór á móti Fylki í N1-deild kvenna. Þórir Tryggvason var á staðnum vopnaður
myndavélinni og sendi okkur myndir frá leiknum. Auk þeirra fer hér á eftir umfjöllun blaðamanns Vikudags um leikinn.
23.10.2009
Á
laugardaginn klukkan 16:00 leikur meistaraflokkur KA/Þór sinn annan heimaleik í KA heimilinu. Andstæðingurinn að þessu sinni er Fylkir úr
Árbænum. KA/Þór liðið hefur sýnt það í þeim tveim leikjum sem búnir eru að það býr heilmikið í
liðinu og með góðum stuðningi áhorfenda og norðlenskum baráttuanda er heimavöllurinn illvinnandi vígi.
Það er markvörðurinn geðþekki Reynir Þór Reynisson sem þjálfar Fylkisliðið. Skoðum aðeins umfjöllunina um Fylki úr
N1 blaðinu.
20.10.2009
Stelpurnar í b liði 3. flokks kvenna spiluðu tvo leiki um helgina.
Á laugardagskvöldið spiluðu stelpurnar við Gróttu 2 á Seltjarnarnesinu. Leikurinn byrjaði heldur illa og komust Gróttu stelpur í full
þægilega stöðu.
19.10.2009
Komið er út sérstakt kynningarrit N1 deildarinnar þar sem kynnt eru liðin sem taka þátt, bæði karlaliðin og kvennaliðin. Blaðið er
unnið af Media Group ehf fyrir Handknattleikssamband Íslands. Tímaritið er veglegt og fullt af skemmtilegu efni.
19.10.2009
Síðastliðinn laugardag léku strákarnir í 4. flokki gegn Gróttu. Gengi KA strákanna í leikjunum var reyndar ekki eins og þeir
höfðu ætlað sér. Þórir Tryggvason var mættur til leiks með myndavélina og sendi okkur nokkrar myndir af strákunum.
16.10.2009
Hinn árlegi KA dagur fyrir handbolta, júdó og blak verður haldinn n.k. laugardag 17. október. Ýmislegt verður um að vera en meigin tilgangur dagsins er
að innheimta æfingagjöld og skrá nýja þáttakendur. Skráning og innheimta hefst kl 10:30 og stendur til 13:30, á þessum tíma
verður einnig boðið upp á leiki sem þjálfarar yngriflokka munu sjá um, íþrótta markað með notuðum og nýjum
íþróttabúnaði. Einnig verður öllum boðið upp á veitingar, vöflur, kaffi eða safa. Við hvetjum sem flesta að láta
sjá sig á laugardaginn! Þess ber að geta að æfingagjöld fyrir yngriflokkastarf knattspyrnudeildar er ekki hægt að greiða á þessum
degi. Ef smellt er á lesa meira má lesa um nýtt og spennandi samvinnuverkefni sem allar deildir taka þátt í.
Við minnum einnig á að það er nýtt kortatímabil!
15.10.2009
Út er komið fréttabréf unglingaráðs Handknattleiksdeildar KA þar sem fjallað er um starfið nú í upphafi vetrar, æfingagjöld,
þjálfara, fundi og keppnisferðir.
Hægt er að nálgast fréttabréfið með því að smella
hér.
14.10.2009
Fjórar stelpur í KA/Þór hafa verið valdar í æfingahópa kvennalandsliða sem verða með æfingar um næstu helgi.
Steinþóra Sif Heimisdóttir var valin í 17 ára landsliðshóp og Arna Valgerður Erlingsdóttir, Emma Sardarsdóttir og Unnur
Ómarsdóttir voru valdar í 19 ára landslið.
11.10.2009
FH sigraði KA/Þór á laugardaginn með 30 mörkum gegn 27 í N1 deild kvenna en staðan var 18-13 FH konum í vil í hálfleik.
KA/Þór voru ekkert á því að gefast upp og náðu þær að jafna um miðbik síðari hálfleiks. FH stúlkur
reyndust þó sterkari á lokamínútunum og unnu sigur 30-27.