22.01.2009
B liðið spilaði gegn liði Fylkis sem situr í efsta sæti deildarinnar.
B liðið er að stórum hluta skipað leikmönnum úr 5. flokk og því ljóst að um erfiðan leik var að ræða.
Stelpurnar létu þó finna vel fyrir sér og létu Fylki þurfa að berjast fyrir hlutunum. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum með sex
mörkum, 14-8 var allt annað að sjá til þeirra í þessum leik miðað við leikinn gegn Haukum.
22.01.2009
A lið 4. flokks spilaði gegn Gróttu3 á laugardeginum. Þetta var fyrsti heimaleikur A liðsstúlkna og einungis þriðji leikurinn þeirra í
deild.
Það er best að hafa sem fæst orð um leikinn. Sóknarlega voru stelpurnar ragar í sínum aðgerðum og langt frá sínu besta.
Stelpurnar gerðu mörg sóknarmistök og ef ekki hefði verið fyrir góða vörn og markvörslu hefði leikurinn getað endað illa. Sem betur fer
sýndu stelpurnar þó góðan karakter og kláruðu leikinn með sigri. 15-14 voru lokatölur í leik sem seint verður talinn fallegur
handboltaleikur.
20.01.2009
Í dag léku stelpurnar í KA/Þór
gegn Gróttu frá Seltjarnarnesi í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Er þar skemmst frá að segja að KA/Þór fór með eins marks
sigur 22-21 eftir spennuþrungnar lokamínútur. KA/Þór stelpurnar náðu fljótlega forystunni og leiddu í hálfleik 12-11. Í seinni
hálfleik byrjuðu stelpurnar af krafti og um miðjan hálfleikinn var forysta þeirra orðin fimm mörk, 19-14.
18.01.2009
B-2 lið 4. flokks mætti Haukum í dag en sömu lið áttust við á Ásvöllum um seinustu helgi. Þrátt fyrir að liðin séu
svipuð að getu og að KA liðið væri að spila vel í þeim leik lauk honum með 8 marka sigri Hauka sem okkar mönnum fannst fá fullmikla
hjálpa frá embættismönnum handbotlalaganna í leiknum. Í dag hins vegar var þónokkuð annað uppi á teningunum en KA vann leikinn 25-23
eftir að hafa leitt mest með 6 mörkum í leiknum sem sýnir kannski hve mikinn þátt laganna verðir geta spilað í kappleikjum.
18.01.2009
/*
A-lið 4. flokks mætti Haukum í dag í KA-Heimilinu. Um seinustu helgi fóru strákarnir suður
að spila og léku þar háklassa handbolta, skemmtu sér mikið og uppskáru tvo frábæra sigra í deild. Í dag ákváðu
þeir hins vegar einhverra hluta vegna að mæta ekki til leiks með sama hugarfari og uppskáru sannfærandi tap 22-27 fyrir vikið.
17.01.2009
Á sunnudaginn kl.14:00 leikur 3. fl. kvenna í KA heimilinu gegn Fylki. Þetta er seinni leikurinn gegn Fylki en sá fyrri tapaðist í október.
Fylkir er taplaust í deildinni og því í efsta sæti. Stelpurnar í KA/Þór hafa hins vegar unnið alla þrjá heimaleiki
sína og ættu því að eiga góða möguleika á að velgja Fylkisstelpunum undir uggum.
17.01.2009
Brottför föstudaginn 23. janúar frá KA heimili kl. 15.30
Nauðsynlegur útbúnaður: Svefnpoki/sæng, dýna, KA stuttbuxur, íþróttaskór,handklæði, föt til skiptanna.Rík
áhersla er lögð á að drengirnir séu vel nestaðir en töluverður misbrestur var á því í fyrstu ferð vetrarins.
Mótið hefst á föstudag en við munum ekki hefja leik fyrr en á laugardagsmorgun.
16.01.2009
Um helgina leikur 4. flokkur karla á Íslandsmótinu. A-lið og B-2 fá Hauka í heimsókn og spila í KA-Heimilinu. Um seinustu helgi vann
A-liðið þrjá frábæra sigra, m.a. gegn Haukum, og eru vonandi komnir í gang svo um munar. B-2 eru með sex sigra í sjö leikjum í
deildinni. Ljóst er að um hörkuleiki er að ræða og er eindregið hvatt til að mæta á og sjá strákana spila.
A-liðið leikur á laugardag kl. 15:00 en B-liðið á sunnudag klukkan 10:00.
15.01.2009
Árið byrjaði vel hjá strákunum í 3. fl. um síðustu helgi er Selfyssingar voru lagðir nokkuð sannfærandi og með þeim sigri
tylltu strákanir sér í efsta sæti deildarinnar. Næstu gestir okkar koma úr Garðabænum (Stjörnumenn) og er áætlað að
leikurinn hefjist kl:16.00 á laugardaginn. Viljum við hvetja alla þá sem gaman hafa á að horfa á góðan handbolta að mæta í
KA-húsið á laugardag og hvetja strákana til sigurs.
12.01.2009
Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór spilaði við B lið Hauka á sunnudag en þetta var fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna á þessu
tímabili.
Stelpurnar mættu vel stemmdar til leiks og tóku strax forustu sem þær héldu til loka leiks. Sóknarleikurinn var heilt yfir góður en vörnin
hefði mátt vera betri á köflum. Nokkrar af þessum stúlkum tóku fram skóna að nýju fyrir þennan vetur og því virkilega
gaman að sjá þær koma aftur til baka.