15.02.2009
/*
4. flokkur karla lék um helgina í KA-Heimilinu. A-liðið lék gegn toppliði Stjörnunnar og vann
þar mjög sannfærandi sigur 26-21 eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. B-1 vann Þrótt stórt 31-17 en B-2 beið
lægri hlut fyrir Stjörnumönnum 16-17 eftir hörkuleik. A-liðið hefur nú komið spennu í sína deild og er nú einungis 2 stigum á eftir
toppliðinu. B-liðin bæði eru líka einum sigurleik á eftir efstu liðum. Það er því alls staðar að fara í gang mjög
spennandi og áhugaverð báráttu um efstu sætin í deildunum og skiptir hver leikur gríðarlegu máli þessa stundina.
14.02.2009
Öll þrjú lið 4. flokks karla leika um helgina í KA-Heimilinu. Í A-liðum kemur Stjarnan í heimsókn en Stjarnan er á toppi deildarinnar
nokkuð á undan öðrum liðum. Ljóst er að til að okkar menn eigi möguleika á að berjast við þá á toppnum þá
þarf KA sigur í leiknum. B-liðin bæði eru einnig í toppbaráttu í sínum deildum. B-2 leikur einnig við Stjörnuna sem er sæti
neðar en þeir og B-1 spilar við Þrótt. Fólk er eindregið hvatt til að mæta á leikina.
Laugardagur:
18:00: KA - Stjarnan (A-lið)
Sunnudagur:
10:00: KA2 - Stjarnan (B-lið)
11:00: KA1 - Þróttur (B-lið)
12.02.2009
Stelpurnar í meistaraflokki og 3. flokki kvenna fóru suður um liðna helgi. 4 leikir voru á dagskrá, tveir í meistaraflokki og tveir í
unglingaflokki. Þar sem margar í meistaraflokk eru einnig gjaldgengar í unglingaflokk var nokkuð ljóst að skipta þurfti leikjunum niður á
mannskapinn.
11.02.2009
Á laugardaginn verður stærsti leikur tímabilsins í
kvennahandboltanum þegar lið KA/Þór tekur á móti úrvalsdeildarliði FH í 4-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Leikurinn hefst
klukkan 16:00 og verður í KA heimilinu. Það kostar ekkert á leikinn og því ástæða til að hvetja alla til að koma og
styðja stelpurnar sem hafa tekið gríðarlegum framförum í vetur. Skemmst er að minnast þess að á leið sinni í bikarkeppninni
sigruðu þær úrvalsdeildarlið Gróttu 22-21 í hörkuleik.
10.02.2009
Aðalstjórn hefur ákveðið að hafa opinn viðtalstíma annan fimmtudag í mánuði frá kl 18-19. Tveir aðalstjórnarmenn munu vera
í KA-heimili á áðurnefndum tíma til að taka á móti þeim sem vilja koma og ræða um félagið.
Næstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, verða Guðmundur Guðmundsson, gjaldkeri KA, og Jón Óðinn Waage formaður
júdódeildar á staðnum.
08.02.2009
B-2 lið 4. flokks fór suður um helgina og lék tvo leiki. Leikirnir voru gegn Fylki og Víkingi og unnust þeir báðir naumlega eftir mikla spennu í
lokin. Frammistaða strákanna var misjöfn um helgina, þeir léku á köflum mjög vel en duttu niður þess á milli. Ánægjulegast
er að tveir sigrar unnust og að strákarnir hafi skemmt sér vel í ferðinni.
06.02.2009
Á laugardagsmorguninn kl: 11.00 leika KA - strákarnir síðasta heimaleik sinn í bili. Valsmenn koma þá í heimsókn og eru strákarnir
staðráðnir í að gera allt sem þeir geta til að landa sigri í þessum leik og snúa þar með ofan af þeirri taphrinu sem þeir
voru komnir í.
04.02.2009
Athugið breytingu á æfingatímum á laugardögum. Framvegis verða æfingar 6. flokks drengja klukkan 9:30 - 11:00 á laugardögum
og verður þannig það sem eftir er tímabilsins.
02.02.2009
Tvö lið 4. flokks karla léku í gær. A-liðið fór suður og lék í 8-liða úrslitum bikars gegn Gróttu B og unnu þann
leik 29-19. Liðið er því komið í undanúrslit bikarkeppninnar. B-2 fékk Völsung í heimsókn og tapaði þar 23-26.
30.01.2009
Á morgun laugardag (31. jan) fá KA strákar Fram í heimsókn. Framarar hafa verið á góðu skriði upp á síðkastið
á meðan KA menn töpuðu fyrir Þór á miðvikudaginn í hörku leik. Strákarnir ætla hins vegar að snúa við blaðinu
á móti Fram og koma alveg trítilóðir inn í þann leik. Viljum við endilega hvetja sem flesta til að koma og horfa á strákana,
þeir hafa svo sannarlega verið að gera góða hluti og eru sem stendur í öðru sæti í deildinni. Leikurinn hefst kl: 16.00 í KA
heimilinu.