12.03.2015
Í dag heldur íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 17 ára og yngri til Færeyja þar sem stelpurnar taka þátt í undankeppni EM. Tvær stúlkur frá KA/Þór eru í hópnum, þær Sunna Guðrún Pétursdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir.
11.03.2015
Strákarnir í 3. flokki KA unnu góðan sigur á Þór í kvöld, 21-27 þegar liðin mættust í Íþróttahúsi Síðuskóla.
11.03.2015
Konukvöld KA/Þór fer fram á laugardaginn. Miðaverð er aðeins 3900kr og innifalið í því er gómsætur kvöldverður. Nú fer hver að verða síðastur að panta sér miða, en miðapantanir eru hjá Siguróla í síma 692-6646 eða siguroli@ka-sport.is
10.03.2015
KA varð bikarmeistari karla í blaki árið 2015 með 3-1 sigri á HK á sunnudaginn. Tekið var á móti meisturunum í KA heimilinu á mánudaginn. Myndir úr Höllinni og frá móttökunni o.fl.
09.03.2015
Nýkrýndir bikarmeistarar koma upp í KA-heimili í dag klukkan 17.00 og ætlar KA að taka á móti þeim með pompi og prakt
07.03.2015
Fréttaflutningur undanfarnar vikur um málefni Akureyri Handboltafélags og möguleg slit á samstarfssamningi KA og Þór um félagið eru úr lausu lofti gripnar. Þessu vilja forsvarsmenn KA, Þór og Akureyri Handboltafélags koma á framfæri með þessari fréttatilkynningu.
06.03.2015
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA fer fram 12. mars kl. 20:00