09.06.2014
KA og Leiknir frá Reykjavík gerðu í dag markalaust jafntefli en leikurinn var engu síður langt frá því að vera leiðinlegur. KA átti meðal annars skot í slá og stöng og gestirnir einnig sláarskot. Magnús Már Einarsson í liði gestanna fékk að líta rauða spjaldið í síðari hálfleik.
07.06.2014
KA-dagurinn verður 9. júní kl. 11:00-14:00 í KA-heimilinu. Skráning nýrra iðkenda, innheimta æfingagjalda, leikir, sala á KA vörum, skráning í Arsenalskólann.
06.06.2014
Sumarnámskeið FIMAK byrja þriðjudaginn 10.júní.Skráning fer fram í gegnum netfangið skrifstofa@fimak.is.
06.06.2014
KA vann í gærkvöldi sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar að lið vann Tindastól 4-0. KA leiddi með einu marki í hálfleik og bætti þremur við í þeim síðari.
05.06.2014
KA vann í kvöld 4-0 sigur Tindastól í 4. umferð 1.deildar karla.
05.06.2014
Hér má finna æfingatíma hjá Eurogymförum.Athugið að hóparnir æfa ekki á sömu tímum en allir jafn mikið.Það er mikilvægt að þátttakendur í Eurogym 2014 mæti vel á æfingarnar þar sem sýningaratriðin (sem allir verða að vera þátttakendur í verða æfð).
03.06.2014
Í ljósi þess að Sauðárkróksvöllur er ennþá ekki tilbúinn, þá hafa KA og Tindastóll ákveðið að víxla heimaleikjum.
03.06.2014
Þær Aldís Ásta Heimisdóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Lísbet Perla Gestsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir, Una Kara Vídalín, Þóra Stefánsdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir eru nú staddar í Reykjavík á landsliðsæfingum með u-16 ára liði kvenna.
02.06.2014
Við óskum þeim félagsmönnum sem eiga stórafmæli í júní innilega til hamingju.
30.05.2014
Ævar Ingi skoraði í 2-1 tapi gegn Írum í milliriðli EM.