Fréttir

Markalaust jafntefli á Akureyrarvelli í kvöld

KA menn gerðu markalaust jafntefli við Fjarðarbyggð í kvöld. Leikurinn var þó spennandi og áttu KA menn þó nokkur færi og voru óheppnir að ná ekki allavegana einu marki úr leiknum. Sandor Matus varði einnig víti sem dæmt var á KA í seinni hálfleik. Nánari umfjöllun um leikinn er að vænta á næstunni frá fréttaritara KA-Sport sem var á staðnum.

KA mætir Fjarðabyggð í kvöld - Vinir Sagga hita upp

Í kvöld taka KA-menn á móti Fjarðabyggð á Akureyrarvellinum. Flautað verður til leiks kl. 19:15 en Vinir Sagga ætla að hittast á DJ-Grill klukkan fimm í dag og hefja upphitun.

Lokahóf handknattleiksdeildar var haldið 20. maí

Hátt í 400 manns mættu á lokahóf handknattleiksdeildar sem haldið var miðvikudaginn 20. maí s.l. Veturinn hefur verið mjög góður fyrir handboltann í KA en mikil fjölgun var í iðkendafjölda, voru þeir nú um 250. Það má m.a. þakka olympíusilfri Íslendinga þessum aukna áhuga á sportinu. Einnig endurheimti KA þrjá reynslumikla þjálfara í vetur þá Jóa Bjarna, Sævar Árna og Einvarð.

KA könnurnar komnar í hús!

Nokkur hundruð könnur komu í KA heimilið í dag en könnurnar voru seldar í apríl til styrktar knattspyrnudeildar. Það er ekki annað hægt að segja en að KA-menn hafi tekið vel í söluna því fjöldinn er gríðarlegur! Stjórnarmeðlimir og sjálfboðaliðar knattspyrnudeildar voru í óða önn í dag að flokka könnurnar svo að hægt sé að koma þeim út til þeirra sem eiga í hlut. Það var vægast sagt mikið verk.

Stelpurnar í Þór/KA taka á móti Völsurum í kvöld!

Stelpurnar í Þór/KA fá Valsstúlkur í heimsókn á Akureyrarvöll í kvöld. Vali er spáð góðu gengi í Pepsideildinni í ár og stefnir því í hörku leik þar sem stelpurnar þurfa taka á öllu sínu. Við hvetjum alla til þess að mæta á völlin og styðja stelpurnar okkar og minnum KA menn á það, en það vill oft gleymast, að KA menn eru annar helmingur af þessu liði! Bein textalýsing verður á vef Þórs, www.thorsport.is. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er eins og áður sagði á Akureyrarvelli. Lokatölur 2 - 7 fyrir Valsstúlkum.

Ný heimasíða KA!

Þá er kominn í loftið nýr vefur Knattspyrnufélags Akureyrar. Gerð var tilraun með það í fyrra að sameina allar deildir félagsins í eitt vefkerfi, en allar deildirnar voru að vinna hver í sínu horni með vefina. Það tókst geysilega vel og nú var ákveðið að ganga skrefið til fulls og ræsa nýjan vef með nýju útliti. Það er Stefna sem að annaðist vefsmíðina og hönnun útlits í samráði við Sigurð Þorra vefstjóra. Á Stefnu starfar mikið fagfólk og hefur samstarfið verið einstaklega gott. Unnið er að því að uppfæra alla hluti og gæti einhverjir hnökrar verið á síðunni svona fyrsta daginn. Ef þú getur bent okkur á eitthvað sem ekki er í lagi skaltu endilega hafa samband á siggi@ka-sport.is. 

Nýr tími á bikarleiknum við Dalvík/Reyni

Viðureign KA og Dalvík/Reynis í Vísabikar karla sem átti að fara fram á þriðjudaginn n.k. hefur verið færður fram til mánudagsins 1. júní n.k. leikurinn mun fara fram á Akureyrarvelli kl 17:00. Við hvetjum alla KA menn til að mæta og styðja sitt lið mánudaginn 1. júní, annan í hvítasunnu, klukkan 17:00!

Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA

Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA var haldið í vikunni.  Sú hefð hefur skapast í blakinu að halda hófið í Kjarnaskógi og setja þar upp útiblaknet, spila blak og fara í leiki. Foreldrar fjölmenntu og tóku þátt í fjörinu og spiluðu ýmist með eða á móti sínum börnum.

Umfjöllun: Leiknir - KA (Með myndum)

Þriðja umferð 1. deildar karla hófst á fimmtudag með tveimur leikjum. Leiknismenn, sem spáð var 9. sæti í spá fyrirliða og þjálfara, sem vefsíðan fótbolti.net framkvæmdi, tóku á móti norðanpiltum í blíðskaparveðri í Breiðholtinu. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru góðar en völlurinn virtist þó vera eilítið loðinn.

Andri Fannar maður leiksins og umferðarinnar

Á öllum heimaleikjum sumarsins mun sérstök dómnefnd vera að störfum og að leik loknum velja mann leiksins. Sá sem verður fyrir valinu fær að launum út að borða á veitingastaðnum Strikinu.