25.05.2009
Fundur á vegum aðalstjórnar með öllum deildum félagsins var haldinn í kvöld í KA Heimilinu. Á fundinn mættu fulltrúar
frá hverri deild og kynntu þeir það sem starf hverrar deildar. Erlingur Kristjánsson kom frá handknattleiksdeild og Sigfús Karlsson frá
unglingaráði handknattleiksdeildar. Gunnar Gunnarsson kynnti knattspyrnudeild og Unnur Sigurðardóttir kynnti unglingaráðið þeirra. Einnig komu á
fundinn aðilar sem hafa unnið að félagakerfi fyrir unglingaráðið sem mun auðvelda þeim mjög vinnu við innheimtu æfingagjalda. Sigurður
Arnar kynnti blakdeild félagsins en hinsvegar kom enginn fulltrúi frá júdódeild félagsins. Stefán Jóhannson var kallaður óvænt
upp í pontu og kynnti fyrir viðstöddum stuttlega starf Akureyri-Handboltafélags. Eftir fundinn sköpuðust skemmtilegar umræður um ýmsa hluti.
25.05.2009
Með hækkandi sól færist meira líf á KA svæðið sem legið hefur í dvala síðan í haust. Tíðindamaður
síðunnar brá sér út í dag, spjallaði við starfsfólk KA heimilins og fylgdist með framkvæmdum sem að í gangi eru á
vellinum.
23.05.2009
Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 27. maí kl. 21:00 í KA heimilinu. Hefðbundin aðlafundarstörf. Blakáhugamenn, foreldrar og
aðrir velunnarar eru hvattir til að mæta. Stjórn Blakdeildar KA.
22.05.2009
Helga Hansdóttir mun keppa á Ólympíuleikum æskunnar í Finnlandi í sumar.
22.05.2009
Vormót KA í júdó fór fram síðasta miðvikudag.
22.05.2009
Á mánudagskvöldið n.k., 25. maí, mun aðalstjórn KA halda fund með stjórnum allra deilda og unglingaráðum þeirra í KA -
Heimilinu. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og fundarstjóri verður hinn geysi vinsæli Gunnar Níelsson sem slegið hefur eftirminnilega í gegn á hverjum fundinum
á fætur öðrum.
Dagskrá er svo hljóðandi:
1.Stefán Gunnlaugsson formaður KA bíður fólk velkomið
2.Tryggvi Gunnarsson varaformaður KA og Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri KA gera stuttlega grein fyrir störfum aðalstjórnar
3.Hver deild gerir stuttlega grein fyrir störfum sínum..
4.Opnar umræður
5.Kaffi og með því
22.05.2009
Valinn hefur verið 14 manna lokahópur U-17 landsliðs Íslands í handbolta sem mun fara fyrir Íslands hönd á Ólympíuleika æskunnar
í Finnlandi en leikarnir fara fram í júlí.
Tveir KA-menn eru í lokahópnum og heita þeir Ásgeir Jóhann Kristinsson og Guðmundur Hólmar Helgason. Drengirnir voru á yngra ári í 3.
flokki í vetur en léku þó einnig báðir með 2. flokki hjá Akureyri Handboltafélagi, Guðmundur t.d. byrjaði úrslitaleikinn gegn
FH. Þá var Ásgeir í hóp hjá meistaraflokki eitt sinn í vetur.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel!
22.05.2009
Þrír KA-menn hafa verið valdir í landsliðshóp U-15 ára í handbolta. Sá hópur mun æfa saman í lok maí.
Drengirnir frá KA eru: Daníel Matthíasson (línumaður), Finnur Heimisson (leikstjórnandi) og Kristján Már Sigurbjörnssson (hægri
skytta). Allir eru þeir á yngra ári í 4. flokki.
Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með valið.
21.05.2009
Útvarpsstöð Ástþórs Magnússonar, Lýðvarpið, mun standa fyrir útsendingum frá leikjum í 1. deildinni í sumar.
Í dag verður leik Leiknis og KA lýst í beinni. Hægt er að hlusta á útsendinguna með því að smella hér. Leikurinn hefst klukkan 16:00
Uppfærsla 16:07: Eitthvað virðist vera lítið að marka þá Ástþór og félaga á
Lýðvarpinu því ekki heyrist múkk frá Leiknisvellinum....
20.05.2009
Á morgun, fimmtudaginn 21. maí mætast KA og Leiknir fyrir sunnan í þriðju umferð Íslandsmótsins. Leikurinn hefst kl.16:00 og hvetjum við
alla KA-menn fyrir sunnan að skella sér á leikinn.