Fréttir

Laus sæti suður á Leiknisleikinn!

Laus eru nokkur sæti í rútu á Leiknisleikinn sem fram fer kl 16:00 á morgun, fimmtudaginn 21. maí. Farið verður frá KA - Heimilinu kl 8:45 og frá strax eftir leik. Um að gera að skella sér með og styðja sitt lið! Nánari upplýsingar veitir Gassi í síma 899-7888 eða á gassi@ka-sport.is.

Tímabilið hjá öðrum flokki að hefjast - ,,Ekkert verður gefið"

Á morgun er fyrsti leikur annars flokks á tímabilinu þegar FH-ingar koma í heimsókn og leika gegn okkar mönnum í Boganum kl. 18:00.

Haukur Ingi Guðnason með fyrirlestur á morgun

Á morgun, miðvikudag, heldur knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason fyrirlestur í Lundarskóla.

Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar 20. maí

Lokahóf yngri flokka Handknattleiksdeildar KA fer fram í KA-heimilinu miðvikudaginn 20. maí kl. 18:00. Farið verður í ýmsa leiki og þrautir leystar undir leiðsögn Einvarðs Jóhannssonar þjálfara.

Umfjöllun: KA - Þór (Myndir og myndbönd)

Góð stemning var meðal þeirra rúmlega þúsund áhorfenda sem mættu á leik KA og Þórs. Ítarleg umfjöllun með myndum og myndböndum frá leiknum á föstudag.

Bein lýsing frá leik KA-Þór (2-0) - Leik lokið.

Í kvöld fer fram nágrannaslagur á Akureyrarvellinum og er stefnt að því að hafa beina lýsingu frá leiknum hér á vefsíðunni. Allir sem eru fyrir norðan eiga þó ekki að sitja fyrir framan tölvuskjáinn og fylgjast með leiknum - þeir eiga að mæta í þessu frábæra veðri á völlinn og styðja sitt lið!

4 í U-17 landsliði karla

Núna á dögunum var valinn landsliðshópur U-17 í handbolta en sá hópur mun æfa um helgina. Alls voru fjórir KA-menn valdir í hópinn. Það eru þeir Ásgeir Jóhann Kristinsson (skytta), Guðmundur Hólmar Helgason (skytta og miðjumaður), Gunnar Bjarki Ólafsson (markvörður) og Sigþór Árni Heimisson (horna- og miðjumaður). Þetta er glæsilegt afrek fyrir drengina að vera valdir í þennan hóp en þessir fjórir hafa verið í hverjum einasta hóp síðan fyrst var farið að velja landsliðshópa fyrir þennan árgang. Við óskum þeim innilega til hamingju með valið en athygli vekur þó að ekki séu fleiri frá KA í þessum hóp því að auki þessum eru svo sannarlega einstaklingar sem eiga heima þarna

Upphitun: KA - Þór

Á morgun, föstudaginn 15. mars fer fram nágrannaslagur af bestu gerð þegar KA og Þór mætast á Akureyrarvelli í annari umferð Íslandsmótsins klukkan 19:15. Vinir Sagga ætla að hita upp fyrir leikinn og hittast á DJ Grill klukkan 17:00. Tilboð verður á veitingum.

Ungir KA-krakkar fylgja leikmönnum inn á völlinn

Í sumar munu ungir krakkar sem æfa fótbolta í yngri flokkum KA fylgja leikmönnum meistaraflokks inn á völlinn fyrir leiki.

6. flokkur drengja: Ekki fleiri laugardagsæfingar

Ekki verða fleiri laugardagsæfingar hjá strákunum en mánudags- og fimmtudagsæfingarnar halda áfram til mánaðarmóta. Minnum á að lokahóf yngri flokka handboltans verður miðvikudaginn 20. maí en nánar verður fjallað um það hér á síðunni fljótlega.