27.03.2009
Á mánudaginn mættust KA og Þór í Lengjubikarnum og skemmst er frá því að segja að leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Umfjöllun með myndum.
27.03.2009
Tvær KA/Þórs stúlkur, Arna Valgerður Erlingsdóttir og Unnur Ómarsdóttir hafa verið valdar í landslið U-19 ára
í handbolta sem keppir í forkeppni Evrópumóts í Sarajevo í Bosníu um páskana. Emma Sardarsdóttir var einnig í
æfingahópi fyrir ferðina en hlaut ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni.
27.03.2009
Síðustu leikirnir í deildarkeppninni hjá 3. flokki kvenna og meistaraflokki eru um helgina. Síðan tekur við úrslitakeppni sem verður eftir
páska.
Leikirnir eru :
Laugardagur 28. mars 3.fl.kvenna kl. 16:00 KA/Þór – Grótta
Sunnudagur 29. mars meistarafl. kvenna kl. 13:00 KA/Þór – Víkingur 2
Komið og sjáið stelpurnar tryggja sætin sín í fyrir 8 liða úrslitin.
27.03.2009
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur hafið sölu á forláta könnum sem merktar eru KA og nafni þess er kaupir könnuna. Þetta stóra og
fallega drykkjarmál kostar aðeins 1.250 kr. Því er beint til allra KA félaga að eignast þessa forláta könnu sem nota má sem t.d.
jólagjöf, afmælisgjöf, sumargjöf eða bara drykkjarmál fyrir þig! Það skal tekið fram að sölu likur þann 4. april.
Því er KA félögum nær og fjær til sjávar og sveita bent á að hafa hröð handtök og hafa samband við Gunnar nokkurn Nielsson
yfirmann könnusölu i síma 8606751 eða á email bjorgun@isl.is
26.03.2009
KA vann fyrsta leik sinn í undanúrslitarimmu sinni við Stjörnuna úr Garðabæ. Leikurinn var þrælspennandi og jafn en KA vann eftir mikinn barning
3:2.
26.03.2009
5. fl. kvenna missti
æfingatímann sinn í dag vegna blakleiks. Þjálfararnir dóu þó ekki ráðalausir og boðuðu stelpurnar á
útiæfingu. Stelpurnar tóku vel á því og gríðarleg átök áttu sér stað þar sem stelpurnar fóru í
glímu, snjókast og rúbbí. Að endanum fengu þjálfararnir að kenna á því eins og sjá má á myndunum. Spurning
hvort þeir hefni sín ekki á næstu æfingu.
24.03.2009
Óvíst er hvort Piotr Kempisty getur tekið þátt í leiknum við Stjörnuna á fimmtudag þar sem hann meiddist í síðari
leiknum við Þrótt um síðustu helgi. Það eru gömul meiðsli á hné sem eru að hrjá kappann. Það yrði skarð fyrir
skildi hjá KA ef Piotr yrði ekki með enda stigahæsti leikmaður deildarkeppninnar.
24.03.2009
KA mætir Stjörnunni, núverandi Íslandsmeisturum, í undanúrslitum í KA heimilinu á fimmtudaginn kemur kl. 19:30. Búast má
við hörkuviðureign en KA hefur unnið 3 af 4 leikjum við Stjörnuna í vetur en leikirnar hafa jafnan verið mjög jafnir og spennandi.
24.03.2009
Stelpurnar í 5. kvenna fóru suður um helgina til að keppa á sínu 2. móti. Á síðasta móti unnu stelpurnar sinn riðil
nokkuð sannfærandi en vegna fækkunar í 1. deild og fjölgun á deildum voru stelpurnar aftur látnar spila í 2. deild.
Mótið byrjaði snemma hjá stelpunum. Fyrsti leikurinn var gegn Fylki og hófst hann klukkan 08:00. Svo snemma að kaffið var ekki einu sinni tilbúið!
23.03.2009
Árs- og uppskeruhátíð BLÍ var haldin um helgina. Í valinu um besta leikmann 1. deildar karla urðu efstir og jafnir að stigum Piotr Kempisty frá
KA og og Masayuki Takahashi frá Þrótti Reykjavík. Piotr var einnig sá leikmaður sem skoraði flest sóknarstig í vetur alls 167 stig.
Hann átti einnig flestar uppgjafir sem gáfu stig (Ásar), 28 talsins og skoraði samtals 212 stig í deildarkeppninni. Frábær árangur - TIL
HAMINGJU PIOTR :-D