16.03.2009
Stelpurnar í 4. flokki fóru suður um liðna helgi. Fyrir lágu fimm leikir, þrír hjá B liðinu og tveir hjá A liðinu.
A liðið átti tvo leiki gegn Gróttu liðunum tveimur. Fyrst Gegn Gróttu3 og á sunnudeginum við Gróttu1.
14.03.2009
KA menn mættu Fylki í undanúrslitum
bikarkeppninnar í dag og unnu leikinn 3-0. Fyrirfram var vitað að lið Fylkis
gæti orðið KA mönnum skeinuhætt þó það spili í annarri deild enda skipað reynslumiklum leikmönnum. Það koma líka á daginn að KA menn þurftu að hafa töluvert fyrir sigri í leiknum.
13.03.2009
Tveir leikir fara fram um helgina hjá KA/Þór í Meistaraflokki og 3. flokki kvenna. Á laugardag kl.14:00 leikur meistaraflokkur við
Þrótt. KA/Þór er í 2. sæti í deildinni því er mikilvægt að vinna alla leiki sem eftir eru.
Á sunnudag kl. 13:30 leikur 3. flokkur kvenna við HK í KA heimilinu. 3.flokkur er í toppbaráttunni í efstu deild og er sigur gegn liðum sem eru
neðar í deildinni nauðsynlegir.
Fólk er hvatt til að koma og sjá skemmtilegan kvennahandbolta í KA heimilinu um helgina.
12.03.2009
Í kvöld mætast KA og Selfoss í æfingaleik. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl. 19:00.
12.03.2009
Á laugardaginn sl. mættust Fjölnir og KA í fyrstaleik KA-manna í Lengjubikarnum en leikurinn fór fram í Egilshöll.
11.03.2009
/*
Á bilinu 40 - 50 manns sótt aðalfund knattspyrnudeildar síðastliði mánudagskvöld. Fráfarandi formaður Gunnar Gunnarsson bauð gesti velkomna
og stakk upp á Gunnari Níelssyn sem fundarstjóra og Erlingi Kristjáns sem fundarritara. Gunnar stýrði fundinum með harðri hendi og tók fundurinn
aðeins 40 mínútur.
09.03.2009
Allir bikarleikir helgarinnar, bæði fjórðungsúrslit og bikarúrslit karla og kvenna fara fram í Laugardagshöllinni í
Reykjavík um næstu helgi. KA mætir Fylki kl. 17:00 á laugardag í fjögurra liða úrslitum. Vinni KA lið Fylkis mætir það
sigurvegaranum úr leik Þróttar Reykjavík og Stjörnunnar. Úrslitaleikurinn hefst kl. 15:30 á sunnudag.Við hvetjum gamla KA menn í
Reykjavík og nágrenni til að mæta í Laugardalshöllina og hvetja KA menn til sigurs. Áfram KA!!!!!
09.03.2009
KA menn unnu leikinn gegn HK 3-0 (25-21) (25-20) (25-21). Með sigrinum komst KA upp fyrir Stjörnuna í 2. sæti deildarinnar með 22 stig og
á góða möguleika á að ná silfurverðlaunum í deildarkeppninni í ár. Liðið þarf að vinna 2 hrinur gegn
Þrótti í síðustu leikjum keppninnar til að tryggja silfrið.
09.03.2009
Mæting er kl. 15.30 í KA heimili. Keppt verður í íþróttahúsi Fram í Safamýri og munu okkar drengir hefja leik að morgni
laugardags. Gist verður í skóla á keppnisstað. Óvíst er um heimkomu en það ræðst af gengi liðanna á mótinu.
Útbúnaður: Svefnpoki, dýna, KA stuttbuxur, handboltaskó og sundföt. Gríðarlega mikilvægt að drengirnir séu vel nestaðir en
þeir fá morgunverð á laugardag og sunnudag og eina heita máltíð hvorn dag auk léttrar hressingar á föstudagskvöld við komuna til
Reykjavíkur.
Erfiðlega hefur gengið að ráða fararstjóra til ferðarinnar og nú vantar einn fararstjóra fyrir A-lið og einn fyrir C-2.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband sem fyrst. Verð ferðarinnar er kr. 3.000 sem greiðist við brottför eða á æfingu á fimmtudag hjá
þeim sem ekki fara með rútunni.
Jóhannes G. Bjarnason 662-3200
09.03.2009
B-2 lið 4. flokks karla spilaði einnig um helgina. Þeir mættu Aftureldingu. Eftir mjög kaflaskiptan leik okkar drengja unnu þeir 24-19. Þar með hafa
öll þrjú lið flokksins unnið leiki sína um helgina sem er glæsilegt, sérstaklega í ljósi þess að flokkurinn fékk ekkert
að æfa í KA-Heimilinu alla vikuna vegna þess að íþróttahúsið var upptekið fyrir skemmtanir og félagssamkomur. Strákarnir
í liðunum ætluðu greinilega ekki að láta það á sig fá þótt ekki væri boðið upp á topp undirbúning
fyrir leikina.