Fréttir

6. fl. drengja: Reykjavíkurferð 13.-15. mars

Fyrirhuguð er ferð til Reykjavíkur 13.-15. mars á Íslandsmót 6. flokks. Mótið fer fram í Framhúsinu í Safamýri og gist verður á keppnisstað. Lagt verður af stað um kaffileytið föstudaginn 13. mars en heimkoma ræðst af gengi liðanna á mótinu. Unglingaráð greiðir niður ferðina og þ.a.l. verður kostnaður drengjanna 3.000 krónur. Þeir drengir sem ekki fara á mótið eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það sem fyrst. Nánari upplýsingar koma á heimasíðu KA og með miða mánudaginn 9. mars. Þeir foreldrar sem vilja fara sem fararstjórar vinsamlega hafið samband við undirritaðan. Jóhannes G .Bjarnason s. 662-3200

Ómar Friðriksson á æfingar hjá U17

Ómar Friðriksson hefur verið boðaður á æfingar hjá U17 ára landsliði karla sem fram fara um helgina.

Tipp í KA - Heimilinu

Föstudagskvöldið 27. febrúar fer af stað hópleikur í getraunum í KA-Heimilinu. Leikurinn mun standa næstu sex vikur og sigurvegarar/inn hljóta vinning sem gleður! Opið er fyrir tipp í KA - Heimilinu á föstudagskvöldum frá 20:00 - 21:30 þar sem að menn geta spjallað saman og spáð í spilin og freistað þess að auðgast verulega, enda veitir ekki af á þessum síðustu og verstu. Rétt er að geta þess að með því að tippa í KA - Heimilinu styrkir þú einnig knattspyrnudeildina og því er þetta kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja að efla það góða starf sem þar er unnið. Munið! KA - Heimilið - föstudagskvöld kl 20:00 - 21:30 - Hópleikur í getraunum með glæsilegum vinningum!

4. flokkur karla: Sannfærandi sigur gegn Þór

Eftir mikil vonbrigði síðastliðinn sunnudag sýndi A-lið 4. flokks svo um munar hvað í þá er spunnið. Liðið mætti Þór í gær í Síðuskóla. KA vann öruggan 8 marka sigur 34-42 í 50 mínútna handboltaleik eftir að hafa leitt 17-24 í hálfleik. KA lék mjög óhefðbundin handknattleik í leiknum og komu Þórsurum algjörlega úr jafnvægi með leik sínum.  KA-menn geta þakkað sigrinum það að allir 9 leikmenn sem voru á leikskýrslu voru klárir til leiks og allir skiluðu þeir, hvort sem það var í vörn eða sókn. Liðsheildin á þennan sigur 100%.

4. flokkur kvenna: Öruggur sigur á Víkingum

4. flokkur kvenna vann í dag öruggan sigur á Víkingum. Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið mikið fyrir augað en stelpurnar gerðu það sem þurfti til að klára leikinn og unnu að lokum 12 marka sigur 24-12.

Æfingaleikur gegn Tindastól á morgun

Á morgun mætast KA og Tindastóll í æfingaleik í Boganum. Leikurinn hefst kl. 18:15.

6. flokkur drengja: Óbreyttir æfingatímar þrátt fyrir vetrarfrí í skólum

Rétt er að benda á að æfingar hjá 6. flokki drengja eru með óbreyttum hætti þrátt fyrir vetrarfrí í skólum. Einnig er því komið á framfæri að hafinn er undirbúningur vegna suðurferðar strákanna 13.-15. mars næstkomandi og eru þeir foreldrar sem hafa áhuga á að koma sem fararstjórar beðnir um að hafa samband við Jóhannes Bjarnason þjálfara í síma: 662 3200.

4. flokkur: Þór - KA á morgun!

 Á morgun, miðvikudag, klukkan 20:00 fer fram stórleikur í íþróttahúsinu við Síðuskóla. Þar munu Þór og KA mætast í 4. flokki karla. Ljóst er að eins og vanalega þegar þessi lið mætast verður hart barist enda mikið í húfi fyrir drengina. KA er í 4. sæti deildarinnar með þónokkra leiki inni á liðin fyrir ofan en strákarnir eru með næst fæst töpuð stig liða í deildinni. Þórsarar eru aftur á móti neðstir. Staða liðanna í deild skiptir þó engu máli í svona leik og hvetjum við allt áhugafólk um íþróttir að mæta því þarna etja kappi framtíðarleikmenn bæjarsins. Áfram KA!

KA Greifamótsmeistarar í þriðja flokki karla

Um helgina fór fram Greifamót KA í þriðja flokki karla í Boganum en alls voru sex lið mætt til leiks og leikið var frá föstudegi til sunnudags.

4. flokkur karla náði ekki að sigra

A-lið 4. flokks lék í undanúrslitum bikars í gær gegn Stjörnunni. Eftir að hafa verið yfir 9-11 í hálfleik og eftir mikinn spennuleik vann Stjarnan 22-21 og bikardraumurinn því úti hjá okkar mönnum. B-2 lið 4. flokks fór á Húsavík og var þar um annan hörkuleik að ræða. KA var yfir lengst af en í lokinn voru Völsungar sterkari og unnu 17-16.