02.04.2009
Við hér á KA síðunni gátum ekki verið eftirbátar annara fjölmiðla og gerðum við heiðarlega tilraun til þess að gabba
lesendur síðunnar. Fyrir þá sem ekki hafa fattað það ennþá var fréttin um komu stórstjörnunnar Dwight York til landsins
gabbið þetta árið. Ekki er vitað hvort að einhverjir lesendur hlupu apríl, en það skiptir þó ekki öllu heldur er það
hefðin á bakvið þetta sem skiptir öllu! Fréttina um komu Dwight er hægt að finna ef þú smellir hér.
02.04.2009
Æfingar verða á eftirtalda daga um páskana: Fimmtudagur 2. apríl 2009
Mánudaginn 6. apríl 2009
Laugardagur 11. apríl 2009
Fimmtudagur 16. apríl 2009
Mánudagur 20. apríl 2009
Þeir foreldrar sem hafa skráð sig sem fararstjóra í ferðina til Vestmannaeyja hafi samband við undirritaðan strax eftir páska.
Jóhannes G. Bjarnason sími: 662-3200
01.04.2009
Ragnar Heiðar Sigtryggsson betur þekktur sem Gógó er látinn 84 ára að aldri. Hann var mikill KA maður alla sína tíð og var t.d.
fyrsti KA maðurinn til að spila landsleik fyrir félagið, en það var árið 1957. Ragnar hefur bæði hlotið Gullmerki KA og KSÍ.
Knattspyrnufélag Akureyrar sendir ættingjum Ragnars innilegar samúðarkveðjur og þakkar honum sömuleiðis fyrir starf sitt í þágu
félagsins.
29.03.2009
B-1 í 4. flokki karla mætti toppliði Gróttu í dag. KA liðið tók áhættu og leituðu á vit hins ókunna en þeir
prófuðu að gáfu sig alla í leikinn og fengu að sjá hversu miklu það myndi skila þeim. Það er skemmst frá því
að segja að það skilaði stórsigri gegn liðinu í efsta sæti 30-20 eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik en KA
liðið hreinlega glansaði í leiknum. Sigurinn tryggir liðinu nær örugglega heimaleik í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar sem hefst eftir
skamma stund. Eftir þessa helgi er ljóst að ekkert lið fer heiltara inní þann hluta mótsins og KA-menn til alls líklegir leiki þeir áfram
af þessum krafti.
29.03.2009
Annað af B-liðum 4. flokks karla lauk keppni á Íslandsmótinu í dag. B-2 liðið lék í 2. deild og stóð sig þar með
prýði en í dag unnu þeir Fylki 29-23 eftir að hafa verið nokkra stund í gang. Liðið er í öðru sæti 2. deildar eins og er en mun
að öllum líkindum enda í fjórða sæti. Í 18 leikjum vann liðið 12 sigra, gerði 1 jafntefli og tapaði 5 leikjum. Gleðilegt er að
liðið skuli enda tímabilið á sigri því í allan vetur hafa leikmenn liðsins verið að bæta sig mikið. Margir leikmenn eru að
spila stærri hlutverk en oft áður og aðrar stöður og hafa skilað þeirri áskorun frábærlega.
29.03.2009
Þriðji leikur KA og Stjörnunnar, um
að komast í úrslit Íslandsmótsins, fór fram í KA heimilinu í kvöld. Hvort lið hafði unnið einn leik og
því þurfti oddaleik til að skera úr hvort liðið kæmist áfram í úrslitaleikina gegn Þrótti. Það er skemmst
frá því að segja að Stjarnan vann í hörkuleik 3:1 en KA færði gestunum allt of mörg auðveld stig og því fór sem
fór.
29.03.2009
KA og Stjarnan áttust við öðru sinni á þremur dögum í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Garðabæ í
gær. Eins og í fyrri leik liðanna var um hörku viðureig að ræða en nú snérstu úrslitn við og Stjörnumenn unnu leikinn 3-2
(25-16) (22-25) (25-17) (19-25) (15-8).
28.03.2009
4. flokkur karla lék við Gróttu í dag tvo æsispennandi leiki. A-liðið lék á undan og átti mjög góðan leik. Eftir mikinn
baráttuleik varð niðurstaðan 26-26 jafntefli eftir að Grótta hafi jafnað úr aukakasti þegar leiktíminn var búinn. B-1 lék afar
furðulegan leik gegn Gróttu2. Eftir að hafa leitt framan af leik varð niðurstaðan 25-26 tap undir afar sérkennilegum kringumstæðum.
27.03.2009
Um helgina fara fram stórleikir í 4. flokki karla. Öll þrjú lið flokksins eiga sína seinustu leiki í deild og er um mikið að keppa. Eftir
slæma suðurferð fyrir stuttu þarf KA á góðum leikjum um helgina að halda. A-lið og B-1 eru nú að reyna að ná sem allra bestum
sætum fyrir úrslitakeppnina og leikirnir því einkar mikilvægir. B-2 leika sinn seinasta leik í vetur en þeir hafa verið á mikilli uppleið
í allan vetur.
Laugardagur: 15:00: KA - Grótta (A-lið)
17:30: KA1 - Grótta2 (B-lið)
Sunnudagur: 10:00: KA2 - Fylkir (B-lið)
11:00: KA1 - Grótta (B-lið)
27.03.2009
KA-menn fóru suður um síðustu helgi og léku gegn liði Aftureldingar í Lengjubikarnum. Upphaflega átti leikurinn að fara fram utandyra á
Varmárvelli en að lokum var hann færður inn í hið glæsilega hús, Kórinn.