12.05.2009
KA/Þór lék sinn síðasta leik á tímabilinu á laugardag gegn Víkingi. Þetta var lokaleikur í úrslitakeppni
2.deildar.
Víkingar sigruðu í leiknum 26-25 eftir að staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Víking. Markahæstar í liði KA/Þórs
voru Arna Erlingsdóttir með 8 mörk og Emma Sardarsdóttir með 6 mörk.
Nú taka við þrek og kraftæfingar hjá stelpunum fram að sumarfríi í júní.
Stefnan er svo sett á að æfingar hefjist um miðjan júlí og að æfa af krafti til að taka þátt í efstu deild á næsta
vetri.
12.05.2009
Á sunnudaginn mættust Selfoss og KA í fyrsta leik tímabilsins. Ólafur Arnar Pálsson var á vellinum og skrifaði um leikinn.
11.05.2009
Æfingatímar í júdó breytast frá og með deginum í dag og verða með eftirfarandi hætti í sumar:
Mánudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó.
Þriðjudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek.
Miðvikudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó.
Fimmtudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek.
Föstudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó.
Þrekæfingar verða til að byrja með í KA-heimilinu.
10.05.2009
KA menn sótt Selfyssinga heim í fyrsta leik tímabilsins og lauk leiknum með jafntefli, 1-1. Steinn Gunnarsson skoraði mark KA manna á 16. mínótu
leiksins en tveim mínótum síðar jafnafði Selfoss með marki Guðmundar Þórarinssonar. Nánari umfjöllun væntanleg síðar.
10.05.2009
Í dag hefst 1. deildin og fótboltasumarið af alvöru. KA-menn mæta Selfyssingum á Selfossi kl. 15:00.
09.05.2009
Á morgun hefst tímabilið hjá KA-liðinu. Eitthvað sem allir hafa beðið eftir síðan í lok september, fyrir kreppu. Núna hefjast leikar
á Selfossi hjá KA-mönnum og segir fyrirliðinn Arnar Már að sínir menn séu tilbúnir í slaginn.
09.05.2009
Sunnudagur kl. 11:20
Eyjólfur keppti í fullorðinsflokki í -66kg. Hann tapaði fyrstu glímu en fékk uppreisn sem hann tapaði einnig. Hann hefur því
lokið þátttöku.
13:40
Eyjólfur fékk uppreisn en tapaði henni. Þau eru því bæði búin í dag. Eyjólfur keppir svo á morgun í
fullorðinsflokki.
12:47
Helga keppti eina glímu í U20 sem hún tapaði. Móherji hennar var Sabina Simmelhag.
Eyjólfur tapaði fyrstu glímunni sinni í U20 og ekki enn vitað hvort hann fær uppreisn.
11:20
Helga og Eyjólfur eru að öllum líkindum að hefja keppni í U20
11:20
Helga er búin að keppa í U17. Hún tapaði báðum glímum og hafnaði í 3. sæti. Lenti í fastataki í annarri
glímunni en í hinni sigraði andstæðingur hennar með 2 yuko.
09.05.2009
Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að fylgjast með úrslitum NM 2009 á slóðinni:
http://www.judokisa.net/kisa/pm2009/index.html
KA menn eiga tvo keppendur, þau Helgu Hansdóttur og Eyjólf Guðjónsson. Íslenskir keppendur eru alls 17. Helga keppir í -57 í
aldursflokkunum U17 og U20. Eyjólfur keppir í -66 í aldursflokkunum U20 og í fullorðinsflokki.
Keppt er í U17 í dag fyrir hád en U20 í dag e/hád. Fulorðinsflokkar eru á morgun.
Ef þið viljið skoða úrslit út frá nöfnum keppenda þá er hægt að smella vinstra megin á síðunni á flokkinn
>Ottelijat > Maittain. Þá sjáið þið öll nöfn keppenda á mótinu, flokkuð eftir þjóðerni. Keppendur eru 373.
Kv
Hans R.
07.05.2009
Á laugardaginn er komið að stærsta leik ársins í kvennaboltanum. KA/Þór og Víkingur leika þá til úrslita í 2.
deild kvenna og er þetta jafnframt lokaleikur kvennahandboltans í ár. Leikurinn fer fram á Blönduósi og hefst klukkan 13:00 á laugardaginn.
Það er því tilvalið að skreppa í bíltúr á Blönduós, sjá skemmtilegan handbolta og hvetja stelpurnar til sigurs.
07.05.2009
Þá er komið að hinum árlega pistli frá Sigurði Skúla Eyjólfssyni eða borgarstjóranum eins og hann kallar sig. Hann gefur að
líta hér að neðan.