Fréttir

Aðalfundur KA var haldinn á mánudaginn

Dræm mæting var á aðalfund KA sem haldinn var s.l. mánudag, en rétt tæplega 20 manns voru á fundinum. Þar voru rædd ýmis málefni er varða félagið. Kom það fram á fundinum að félagið var rekið með hagnaði árið 2008 og að allar deildir innan félagsins væru reknar með hagnaði. Var þeim sérstaklega hrósað af gjaldkera og formanni fyrir gott starf og fyrir góðan rekstur. Einnig var farið yfir árið 2008 í stuttri skýrslu sem hægt er að finna hér að neðan.

Æfingaleikur gegn Fram á sumardaginn fyrsta

Á fimmtudaginn, fyrsta dag sumars, halda KA-menn suður yfir heiðar og leika þar æfingaleik gegn úrvalsdeildarliði Fram á gervigrasinu í Safamýrinni. Leikurinn hefst kl. 14:30 á Framsvæðinu.

Pistill um 5. flokk kvenna

Stelpurnar í 5. flokki fóru í síðasta mót vetrarins núna um helgina sem leið. Sama keppnisfyrirkomulag var á þessu móti og öðrum mótum vetrarins þ.e. keppt var í deild, alls fjórir leikir. Að þessu sinni kepptu stelpurnar í efstu deild í fyrsta skiptið eftir að hafa byrjað í haust í neðstu deild. Eins og flestir vita hefur gengið afar vel í vetur, stelpurnar ekki tapað leik og liðið tekið stöðugum framförum.

Umfjöllun: KA - Valur (Með myndum)

Síðasti leikur KA-manna í Lengjubikarnum í ár fór fram á laugardaginn þegar úrvalsdeildarlið Vals kom í heimsókn.

3. fl. kvenna: KA/Þór - Haukar á sunnudaginn kl. 16:00

KA/Þór – Haukar leika í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í 3. fl. kvenna á sunnudag kl. 16:00 í KA heimilinu. KA/Þór varð í 3. sæti mótsins í vetur en Haukar í 6. sæti.  Komið og hvetjið stelpurnar okkar í erfiðum leik.

Síðasti leikurinn í Lengjubikarnum á morgun

Á morgun, laugardag, leika KA-menn síðasta leik sinn í Lengjubikarnum á þessu vori en það er úrvalsdeildarlið Vals sem mætir í heimsókn til Akureyrar.

Ályktun aðalfundar Handknattleiksdeildar KA

Í dag var haldinn aðalfundur Handknattleiksdeildar KA. Erlingur Kristjánsson rakti helstu viðburði liðins árs sérstaklega hvað varðar kvennaboltann en Sigfús Karlsson rakti gang mála hjá unglingaráði. Ljóst er að starfsemin hefur gengið býsna vel í vetur, öflugur og samhentur hópur komið til starfa og bjart framundan.

Mikilvæg aukaæfing hjá 6. flokki stráka

Á morgun föstudag frá klukkan 14:30 - 15:30 verður aukaæfing í KA heimilinu fyrir 6. flokk stráka. Mjög mikilvægt er að allir mæti þar sem nú styttist í Vestmannaeyjaferðina. Kveðja Jóhannes Bjarnason

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA 16. apríl

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn 16. apríl í KA heimilinu kl. 18:00. Dagskrá  aðalfundar Handknattleiksdeildar KA Fundur settur. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar Reikningar Handknattleiksdeildar 2008 lagðir fram. Kosning í stjórn Handknattleiksdeildar Önnur mál Allir áhugamenn um handbolta á Akureyri eru hvattir til að mæta. Kveðja Erlingur formaður

4. flokkur karla: A-lið úr leik

A-lið 4. flokks lék gegn Haukum í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í gær. Leikurinn fór fram á Ásvöllum en liðin höfðu endað jöfn að stigum í deildinni. Haukar höfðu hins vegar innbyrðis viðureignirnar á KA. Það er skemmst frá því að segja að Haukar unnu sanngjarnan sigur 34-30 eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. KA er því úr leik í A-liðum.