23.02.2009
Stelpurnar í meistara- og 3. flokk kvenna fóru suður í hálfgerða óvissuferð síðasta laugardag. Ferðin var óvissuferð að
því leiti að óvíst var hvort að hægt væri að keyra heim um kvöldið sökum veðurs. Norðanstúlkur létu
það þó ekki á sig fá enda aðeins í neyð sem leikjum er frestað fyrir tilstilli KA.
23.02.2009
Stelpurnar í A liði mættu liði Stjörnunnar á sunnudagsmorgun. Stjarnan hafði fyrir leikinn aðeins tapað einum leik í deildinni og því
ljóst að erfiður leikur var í vændum.
23.02.2009
/*
Minningarorð eftir Jóhannes Bjarnason.
20.02.2009
Á sunnudag leikur A-lið 4. flokks í undanúrslitum bikarkeppninnar. Strákarnir mæta Stjörnunni í Mýrinni klukkan 15:00 á sunnudag og
munu með sigri komast í sjálfa Laugardalshöllina. Um seinustu helgi vann KA þetta sama Stjörnulið 26-21 í KA-Heimilinu. KA-menn í Reykjavík
eru hvattir til að mæta á leikinn.
B-2 í 4. flokki á svo leik á Húsavík á sunnudag.
18.02.2009
Kvennalið KA sýndi heldur betur klærnar er þær lögðu Skautafélag Akureyrar í kvöld í hörku leik 2-1. (20-25)(26-24)(15-10).
Liðið spilaði glimrandi vel á köflum og eru stelpurnar að taka miklum framförum þessa dagana og greinilegt að Marek Bernat er að gera góða
hluti með liðið.
18.02.2009
Dregið var í undanúrslitum bikarkeppni BLÍ á mánudaginn var. KA dróst á móti Fylki sem spilar í annarri deild.
Liðið er sýnd veiði en ekki gefin en liðið er með marga reynda blakmenn innanborðs og sýndi m.a. hörkutakta um síðust helgi þegar
það lagði 1. deildarlið HK 2-1 í forkeppni bikarsins.
18.02.2009
Kvennaliðinu okkar gekk ekki vel á nýliðinu
bikarmóti sem fram fór í KA heimlinu og tapaði öllum sínum leikjum. Þess ber þó að geta að það vantaði tvo
lykilleikmenn liðsins þær Auði og Gúðrúnu Jónsdætur sem voru báðar með flensu og mátti liðið illa við fjarveru
þeirra. Í staðinn fyrir þær komu inn í liðið tvær bráðefnilegar 13 ára stúlkur úr 4 flokki og
stóðu þær sig mjög vel.
18.02.2009
Drög að leikjaniðurröðun sumarsins er komin inn á vef KSÍ ásamt dagsetningum. KA byrjar tímabilið á útileik gegn Selfoss 10.
maí á sunnudegi en á föstudeginum eftir það er nágrannaslagur milli Þór og KA.
18.02.2009
Um helgina fer fram Greifamót KA fyrir þriðja flokk karla í Boganum en mótið hefst á föstudegi og lýkur síðdegis á sunnudegi.
18.02.2009
Aðalfundi Knattspyrnudeildar hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ný tímasetning verður auglýst hér á síðunni
seinna í mánuðinum.