08.03.2009
KA vann HK 3-1 (25-14) (25-21) (21-25) (25-22) í gær í 1. deild karla. Hið unga lið HK beit frá sér í þriðju hrinu og sýndi
ágætan leik á kölfum. Davíð Búi Halldórsson spilaði fyrsta leik sinn með KA á þessu timabili og átti góðan
leik.
07.03.2009
A-lið og B-1 í 4. flokki karla léku gegn FH í dag. Leikirnir eru þeir fyrstu af fjölmörgum hjá KA í mars mánuði en núna er
lokaspretturinn af Íslandsmótinu opinberlega hafinn. KA fer mjög vel af stað í þeim hluta mótsins og unnu bæði lið góða sigra.
A-liðið vann 32-30 sigur eftir að hafa leitt með þremur mörkum í hálfleik. B-1 kláraði sinn leik strax í fyrri hálfleik og var
sjö mörkum yfir í hálfleik. Þeir unnu að lokum 29-19 sigur.
07.03.2009
Aðalfundur Knattspyrnudeildar verður haldinn á mánudagskvöldið n.k. 9. mars kl 20:00. Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa að mæta
á fundinn, dagskrá fundarins er eftirfarandi.
07.03.2009
Athugið að það er aukaæfing í KA-heimilinu á sunnudaginn klukkan 9:30. Mjög áríðandi að allir
mæti.
06.03.2009
Á morgun leikur KA fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum þegar þeir fara suður og leika gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis í Egilshöll.
06.03.2009
Knattspyrnudeild KA hefur gert saming við hinn unga og efnilega knattspyrnumann Ómar Friðriksson. Samið var við Ómar til þriggja ára en hann er aðeins
16 ára gamall. Hann þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og hefur meðal annars verið í landsliðsúrtökum.
06.03.2009
Öll þrjú lið 4. flokks karla leika um helgina í KA-Heimilinu. A og B-1 fá FH í heimsókn. B-2 leikur gegn Aftureldingu. Ljóst er að um
hörkuleiki er að ræða. Núna er lokaspretturinn á tímabilinu að fara að stað og einungis tæpir tveir mánuðir eftir.
Strákarnir hafa lagt mikið á sig til þessa og verið að ná góðum úrslitum. Mjög mikilvægt er að byrja lokatörnina á
fullu og koma sér í góð sæti fyrir úrslitakeppnina en bæði A og B1 eiga möguleika á deildarmeistaratitlum. Hvetjum alla til að
mæta á leikina.
Laugardagur:
11:30: KA - FH (A-lið)
12:30: KA1 - FH (B-lið)
Sunnudagur:
11:00: KA2 - Afturelding (B-lið)
06.03.2009
Fyrir rúmri viku léku KA-menn æfingaleik gegn Tindastól í Boganum sem lauk með 8-1 sigri þeirra gulklæddu.
04.03.2009
Þrír leikmenn frá KA hafa verið boðaðir á landsliðsæfingar um helgina. Andri Fannar og Haukur Heiðar æfa með U19 og Ómar
Friðriksson æfir með U17.
03.03.2009
Mjög góð reynsla hefur fengist af því verkefni sem kallað hefur verið “KA-sérþjálfun” og yngriflokkastarf KA í knattspyrnu
stendur fyrir. Fyrsti vísir að þessu verkefni var sumarið 2007 þegar efnt var til morgunæfinga fyrir nokkra valda stráka í 3. og 4. aldursflokki.
Æfingarnar voru viðbót við hefðbundnar æfingar í viðkomandi flokkum. Árangurinn af þessum æfingum var mjög góður og
ákvað yngriflokkaráð að þróa þær áfram.