Fréttir

Minning um Ragnar Heiðar Sigtryggsson, Gógó

/* Ragnar Heiðar Sigtryggsson fæddist á Akureyri 26.maí 1925.  Hann lést 31. mars sl. á heimili sínu Kjarnagötu 14 Akureyri.

KA áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ

Sveit KA komst örugglega áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ.  Bikarmót JSÍ fer þannig fram í 4 umferðum.  Í hverrii umferð falla neðstu sveitirnar út en hinar halda áfram í næstu umferð.  Nú eru 2 umferðir að baki og er KA ein 6 sveita sem keppa mun í 3. umferð sem fram fer í haust. Myndin hér að neðan er tekin úr viðureign KA við ÍR.  KA-maðurinn Agnar Ari Böðvarsson kastar andstæðing sínum glæsilega aftur fyrir sig á bragði sem heitir Ura-nage.  Agnar er sá sem á myndinni sem enn er með jarðtengingu.

Frábært hjá Helgu á Vormóti JSÍ

Feðginin Helga Hansdóttir og Hans Rúnar Snorrason kepptu á Vormóti JSÍ sem fram fór í Reykjavík nú umhelgina.

Æfingaleikur gegn Haukum á mánudag

KA-menn leika annan leikinn sinn á þremur dögum á morgun þegar þeir mæta Haukum í æfingaleik í Boganum.

Breiðablik hafði betur

Breiðablik hafði betur í viðureign KA og Breiðabliks í Lengjubikarnum í dag. Blikarnar skoruðu 2 mörk á móti einu marki KA. Reyndar voru KA betri aðilinn í leiknum og áttu fjölda tækifæra, sigur Blika var því óverðskuldaður. Það var Bjarni Pálmason sem að skoraði markið fyrir KA. Nánari umfjöllun er væntanleg síðar.

Fjöldi frá KA í yngri landsliðum

/* Núna að undanförnu hafa verið valin unglingalandslið í handknattleik. KA á heila 7 fulltrúa í bæði 17 ára og 15 ára landsliðum drengja. Eins og fram kom um daginn voru nokkrar stúlkur einnig valdar í landslið. Rétt fyrir helgi voru 3 KA-menn valdir í U-15 ára landsliðið, þeir Daníel Matthíasson, Finnur Heimisson og Kristján Már Sigurbjörnsson. Fyrir stuttu voru svo 4 leikmenn frá KA valdir í U-17 landslið. Það eru þeir Ásgeir Jóhann Kristinsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Gunnar Bjarki Ólafsson og Sigþór Árni Heimisson. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með valið.

Túfa búinn að framlengja um tvö ár

Serbinn Túfa eða Srdjan Tufegdzic hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár.

Dwight var bara gabb!

Við hér á KA síðunni gátum ekki verið eftirbátar annara fjölmiðla og gerðum við heiðarlega tilraun til þess að gabba lesendur síðunnar. Fyrir þá sem ekki hafa fattað það ennþá var fréttin um komu stórstjörnunnar Dwight York til landsins gabbið þetta árið. Ekki er vitað hvort að einhverjir lesendur hlupu apríl, en það skiptir þó ekki öllu heldur er það hefðin á bakvið þetta sem skiptir öllu! Fréttina um komu Dwight er hægt að finna ef þú smellir hér.

Æfingar hjá 6. flokki KA um páskana

Æfingar verða á eftirtalda daga um páskana: Fimmtudagur 2. apríl 2009 Mánudaginn 6. apríl 2009 Laugardagur 11. apríl 2009 Fimmtudagur 16. apríl 2009 Mánudagur 20. apríl 2009 Þeir foreldrar sem hafa skráð sig sem fararstjóra í ferðina til Vestmannaeyja hafi samband við undirritaðan strax eftir páska. Jóhannes G. Bjarnason sími: 662-3200

Ragnar Heiðar Sigtryggsson látinn

Ragnar Heiðar Sigtryggsson betur þekktur sem Gógó er látinn 84 ára að aldri. Hann var mikill KA maður alla sína tíð og var t.d. fyrsti KA maðurinn til að spila landsleik fyrir félagið, en það var árið 1957. Ragnar hefur bæði hlotið Gullmerki KA og KSÍ. Knattspyrnufélag Akureyrar sendir ættingjum Ragnars innilegar samúðarkveðjur og þakkar honum sömuleiðis fyrir starf sitt í þágu félagsins.