15.04.2009
Blakdeild KA hefur tekið að sér að halda seinna Íslandsmót yngriflokka BLÍ og verður móti haldið á Akureyri um helgina.
Mótið er eitt stærsta yngriflokkamót sem haldið hefur verið hér á landi hingað til en alls taka 73 lið þátt í
mótinu. Spilað verður bæði laugardag og sunnudag í 13 deildum á samtals 8 völlum í og verða íþróttahús
KA og Síðuskóla því undirlögð alla helgina. Reikna má að það komi hátt í 500 manns að mótinu með einum
eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar um mótið má finna á http://www.krakkablak.bli.is/
14.04.2009
Stelpurnar í 4. flokk kvenna spiluðu þrjá daga í röð í páskafríinu. Á Íslandsmótinu átti A liðið
eftir einn leik við Fjölni og B liðið átti eftir einn leik gegn HK.
HK ákvað þó að koma með allan sinn flokk hingað norður og nýta tækifærið og spila æfingaleiki við lið KA. Í A
liðum hefur HK verið á miklu skriði í 1. deildinni en eftir slæma byrjun hafa þær unnið sig upp töfluna og sitja nú í 4. sæti
1. deildarinnar.
09.04.2009
Næstu daga verða æfingar á öðrum tímum en venjulega. Í dag (Skírdag) og á föstudaginn langa eru júdóæfingar kl.
12:00. Við hvetjum alla til að mæta.
Hér koma nokkrar myndir frá júdóæfingu í gær.
08.04.2009
/*
Ragnar Heiðar Sigtryggsson fæddist á Akureyri 26.maí 1925. Hann lést 31. mars sl. á heimili sínu Kjarnagötu 14 Akureyri.
06.04.2009
Sveit KA komst örugglega áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ.
Bikarmót JSÍ fer þannig fram í 4 umferðum. Í hverrii umferð falla neðstu sveitirnar út en hinar halda áfram í næstu
umferð. Nú eru 2 umferðir að baki og er KA ein 6 sveita sem keppa mun í 3. umferð sem fram fer í haust.
Myndin hér að neðan er tekin úr viðureign KA við ÍR. KA-maðurinn Agnar Ari Böðvarsson kastar andstæðing sínum glæsilega
aftur fyrir sig á bragði sem heitir Ura-nage. Agnar er sá sem á myndinni sem enn er með jarðtengingu.
06.04.2009
Feðginin Helga Hansdóttir og Hans Rúnar Snorrason kepptu á Vormóti JSÍ sem fram fór í Reykjavík nú umhelgina.
05.04.2009
KA-menn leika annan leikinn sinn á þremur dögum á morgun þegar þeir mæta Haukum í æfingaleik í Boganum.
04.04.2009
Breiðablik hafði betur í viðureign KA og Breiðabliks í Lengjubikarnum í dag. Blikarnar skoruðu 2 mörk á móti einu marki KA. Reyndar voru KA
betri aðilinn í leiknum og áttu fjölda tækifæra, sigur Blika var því óverðskuldaður. Það var Bjarni Pálmason sem að
skoraði markið fyrir KA. Nánari umfjöllun er væntanleg síðar.
04.04.2009
/*
Núna að undanförnu hafa verið valin unglingalandslið í handknattleik. KA á heila 7 fulltrúa í bæði 17
ára og 15 ára landsliðum drengja. Eins og fram kom um daginn voru nokkrar stúlkur einnig valdar í landslið.
Rétt fyrir helgi voru 3 KA-menn valdir í U-15 ára landsliðið, þeir Daníel
Matthíasson, Finnur Heimisson og Kristján Már Sigurbjörnsson. Fyrir stuttu voru svo 4 leikmenn frá KA valdir í U-17 landslið. Það eru þeir
Ásgeir Jóhann Kristinsson, Guðmundur Hólmar Helgason, Gunnar Bjarki Ólafsson og Sigþór Árni Heimisson.
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með valið.
03.04.2009
Serbinn Túfa eða Srdjan Tufegdzic hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár.