23.03.2009
Stelpurnar í 3. flokk kvenna áttu frekar strembna helgi. Þrír leikir við ÍBV voru á dagskránni. Tveir í 3. flokk og einn í
meistaraflokk. Þar sem engar af eldri stelpunum fóru með til Reykjavíkur þessa helgina lá þetta allt á herðum tíu leikmanna.
23.03.2009
Stelpurnar í 4. flokk kvenna fengu ÍR stelpur í heimsókn á sunnudaginn. Fyrir leikinn var nokkuð ljóst að stelpurnar ættu litla möguleika
á því að komast í efstu tvö sætin í deildinni sem gæfu aðgang að 8 liða úrslitum en vonin var ekki úti og stelpurnar
því klárar í að gera allt sem í sínu valdi stóð til þess að klára þennan leik.
22.03.2009
Á morgun er á dagskrá leikur hjá KA í Lengjubikarnum þegar annar nágrannaslagur vetrarins fer fram. Þór og KA eru saman í riðli
í keppninni og því verður boðið upp á hörku fótboltaleik á morgun í Boganum.
22.03.2009
Þróttur vann leikinn örugglega 3-0. Greinilegt var að liðinn höfðu að litlu að keppa enda úrslit deildarkeppninnar ljós.
21.03.2009
KA tryggði sér í
gærkvöldi silfurverðlaun í deildarkeppni BLÍ með því að leggja að leggja deildar- og bikarmeistara Þróttar Reykjavík
3-2.
20.03.2009
Í gærkvöld var haldinn fundur stjórnar knattspyrnudeildar KA með leikmönnum þar sem aðalmálið var að kynna nyja meðlimi
stjórnarinnar. Fundurinn þótti takst vel og voru liflegar umræður i gangi. Að fundinum loknu fengu menn sér Greifa pizzur og ískalt Pepsi og
er þvi var lokið fór fram siðbúinn verðlauna afhending. Eins og allir KA menn nær og fjær vita var markmaður KA Sandor Matus valinn
íþróttamaður ársins 2008 hjá KA.
19.03.2009
Yngri flokkar KA gerðu góða ferð suður um helgina.
Skafti Þór Hannesson KA vann öruggann sigur í -38 kg flokki í aldurshópi 11-12 ára. Skafti er mjög efnilegur judomaður og á
örugglega eftir að láta mikið af sér kveða í framtíðinni. Flestar glímur Skafta tóku aðeins örfáar sekúndur og
unnust á Ippon. Baldur Bergsveinsson KA vann einnig brons í þessum flokki.
17.03.2009
Í síðustu viku komu Selfyssingar norður í æfingaferð og léku æfingaleik við KA-menn en skemmst er frá því að segja
að KA fór með 3-1 sigur af hólmi í prýðilegum leik.
17.03.2009
KA spilaði enn einn úrslitaleikinn í bikarnum á sunnudaginn og var grátlega nærri því að vinna. Liðið var í miklu stuði
framan af og komst í 2-0. Þróttarar efldust þegar á leið og eftir mikla rimmu hömpuðu þeir bikarnum eftir 3-2 sigur. KA-liðið sýndi
flotta takta í leiknum og á vel að geta unnið hvaða lið sem er með meiri grimmd og stöðugleika. Það sem skildi liðin af í þessum
leik var örlítið betri hávörn Þróttara og svo voru þeir að bjarga mun fleiri boltum aftur á vellinum.
17.03.2009
/*
ÍSÍ býður upp á fræðslukvöld að Glerárgötu 26 á Akureyri 19. mars kl. 17.00-21.00 um
íþróttameiðsl. Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari mun m.a. fjalla um algengustu meiðsl og orsakaþætti, samvinnu
íþrótta- og sjúkraþjálfara, forvarnir meiðsla, teipingar og vafninga. Öllum opið og um leið liður í
þjálfaramenntun 2. stigs ÍSÍ.